Alþýðublaðið - 15.09.1959, Qupperneq 4
IOGTí
Ötgefandi: AlþýSuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson.
— Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson
(éb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg-
Vin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs-
tngasimi 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsina,
Hverfisgata 8—10.
Krústjov og tunglið
TUNGLSKOT Rússa er mikið vísindalegt af-
rek, þótt ástæðulaust sé að ætla að það hafi komið
Karlinum í tunglinu á óvart eftir öll skeytin, sem
suðað hafa um höfuð hans undanfarna mánuði.
En sem áróðursskot er sennilega minna púður
í skotinu en Rússar ætla.
Alþýðublaðið telur til dæmis ólíklegt, að hvell
urinn frá tunglskotinu eigi eftir 'að kæfa neyðaróp-
in frá Tíbet, vélbyssugjammið í Laos, stunurnar
sem enn þann dag í dag berast til okkar austan frá
Ungverjalandi.
Á hinn bóginn staðfestir skotið ennþá einu
sinni þann reginmun sem er á „austrænum“ áróð-
ursbrögðum og „vestrænum“. Rússar eru klunna-
legri áróðursmenn en andstæðingar þeirra (þeir
nota hramminn þar sem hinir beita fingrinum), og
stóru hvellirnir í áróðri þeirra eiga undantekning-
arlítið rætur sínar að rekja til djúprar minnimátt-
arkenndar.
Stalin reisti höggmyndir af sjálfum sér á með
an honum entist aldur, og ef okkur misminnir ekki,
þá komst hann með stærstu höggmyndina í rösk-
lega fjörutíu metra hæð.
í steinrisa Stalins var greypt minnimáttarkennd
in, sem við nefndum áðan.
Hin hnitmiðuðu geimskot Krústjovs eru —
öðrum þræði að minnsta kosti — af sama toga
spunnin.
Stalin hóf skegg sitt fjörutíu metra frá jörðu,
og allir sem trúðu því að einungis ofurmenni gæti
hafið skegg sitt fjörutíu metra frá jörðu — nú,
þeir féllu fram og tilbáðu manninn.
Krústjov rak stálfleyg í tunglið í fyrrakvöld.
Hinir trúuðu munu líkja afrekinu við skegg
meistarans og draga af því eftirfarandi ályktanir:
a) Krústjov er ofurmenni. b) Rússar eru voldug-
asta þjóð veraldar). Kommúnisminn er það sem
koma skal.
Varfærnir menn og íhugulir munu hins veg-
ar prísa sig sæla, að Stalin skuli horfinn af sjónar-
sviðinu.
Á flugskeytaöld hefði hann eflaust fundið eitt
hvað ráð til að hengja skegg sitt á tunglið.
Orðsending
HÉR er orðsending til starfsfólks Veðurstof-
unnar:
í>að eru aðeins 40 dagar eftir af sumrinu.
I guðanna bænum gefið okkur sólskin!
Húsenæðraskóli Reykjavíkur
verður settur þriðjudaginn 22. september
kl. 2 s. d. — Nemendur skili farangri
sínum í skólann mánudaginn 21. septem-
ber milli kl. 6—7 síðd.
Skólastjóri.
Þingstúka
Reykjavíkur.
KVÖLDVAKA
í Góðtemplarahúsinu í
kvöld kl. 8.30. Sýnd verð-
ur m. a. kvikmynd Há-
stúkunnar: „HEIMUR-
HSTN. ER VOR AKUR“. _
Kvikmyndin verður að-
eins sýnd í þetta eina
sinm þar sem hún verður
send utan næstu daga. 1—
Templarar og aðrir, sem
áhuga hafa á störfum Góð
templarareglunnar, fjöl-
mennið. Þingtemplar.
Tilboð óskasf
í nokkrar fólksbifreiðir, er verða til sýnis í Rauðar-
árportinu við Skúlagötu í dag, þriðjudaginn 15. þ. m.
kl. 1—3 síðdegis.
Tilboðum sé skilað í skrifstofu vora fyrir kl. 5
sama dag.
Eyðublöð fyrir tilboð verða afhent á útboðsstað
Sölunefnd varnarliðseigna.
Iðnskólinn í Reykjavík
NORSKU
Bergener-súpurnar
margeftirspurðu komnar
aftur.
Blómkál
Aspairgus
Sveppar
Tómatar
Púrrur
Selleri
Námskeið í uppsetningu og meðferð ol'íukynd-
ingartækja hefst mánudaginn 5. október næstk.
kl. 8 síðdegis.
Innritun fer fram frá 21. september til 25. sept-
ember í skrifstofu skólans á venjulegum skrif-
stofutíma.
Ennfremur:
Dönsk lifrarkæfa
Indriðafoúð
Þingholtsstræti 15.
Sími 17283.
Námskeiðsgjöld kr. 200,00 — greiðist við inn-
ritun.
Skólastjóri.
Hannes
ýV Ráða vélarnar of miklu
í íslenzkum arki-
tektúr?
Hið opinbera verður
gera húsbygginalist-
ina frjálsa.
ýV Gjúnnlaugur JLalldórs-
arkitekt segir sitt álit.
AÐ LÍKINDUM eru arkitekt-
úr-vélarnar í landinu orðnar of
valdarrtiklar. — Skrifstofa húsa
meistrira ríkisins og teiknistofa
landbúnaðarins virðast hafa höf
uð og hálsrétt yfir, að minnsta
kosti. of stórum hluta íslenzkra
bygginga. Þetta er ekki sagt til
hess að vekja tortryggni á hæfi
leikum og list þeirra, sem vinna
í þessum stofum, heldur aðeins
til þess að benda á að airkitcktúr
má ekki hneppa £ f jötra fremur
en aðrar listgreinar.
NÝLEGA skrifaði vinur minn
mér bréf um útlit húsa í Re.ykja
vík og ég birti það. Hann nefndi
nokkur' hús. Af því tílefni heíur
Gunnlaugur Halldórsson, sem
nýtur mikils álits sem listrænn
og djarfur arkitekt skrifað mér
bréf um íslenzkan arkitekíúr og
bakka ég honum fyrir bréfið.
Umræður um þessi mál eru
mjög nauðsynlegar.
GUNNLAUGUR Halldórsson
skrifar: „Einhver sem nefnir
sig áhorfanda .skrifar þéi' á
laugardgginn var og kvartar sár
an undan því „hve erfiðlega
! tekst oft að byggja húsin okkar
h o r n n u
falleg og stílhrein“. eins og
hann orðar það. Sumt er af van-
þekkingu eignað okkur arkitekt
um, en annað dæmt af slíkri
börku, að ekkert á skilt við
sanngirni og verst verður fæð-
ingardeild Landsspítalans úti.
ÞAÐ KANN að vera, að þeir,
sem hafa farið varhluta af
þeirri gleði, sem fylgir fjölgun
þjóðarinnar. líti ekki þetta á-
gæta hús jafn mildum augum
og hinir. og fárizt því fremur yf
ir uppbrettum bakrennum, sem
þó kemur af skorti á viðhaidi
og er óviðkomandi arkitektúr,
— en líta undan í blygðun. Mér
er spurn: Er það ekki af öðrum
rótum i'unnið. Ef ég h/1 nú
samt rangt fyrir mér, ber að
fagna slíkum fínni taugum í
faginu, þó skilt sé að viður-
kenna, að ekki er auðfundin sá
staður á byggðu bóli, þar sem
bréfritari þinn gæti verið upp-
litsdjarfur, sakir vondra húsa.
EKKI get ég heldur varizt
þeirri hugsun að bréfritari þinu
myndi fyrirgefa tilveru hins
nytsama húss. ef hann vissi að
höfunduri_nn er sá sami og að
húsum forkunnar fögrum, svo
sem Kristskirkju, Þjóðleikhús-
inu og háskólabyggingunni, —
þó lofa megi þessar ágætu bygg
ingar fyrir flest meira en létt-
leikann.. En til lítils er unnið
okkar verk, ef allir dæmdu oss
með fortíðarinnar „gleraugu á
nösum“,
ÞÁ ERU það verkamannabú-
s.taðirnir í Hafnarfirði, sem ekki
fengu náð fyrir augum bréfrit-
arans. Ég held nú satt að segja,
Hannes minn, að þú munir
manna bezt. að það þurfti laga-
breytingu á Alþingi, svo ég
fengi að teikna verkamannabú-
staðina austan Hofsvallagötu,
bar sem þú býrð víst ennþá. —
Hitt veizt þú máske ekki, né
bréfritaiinn, að lögunum var
strax breytt á ný — þannig hafa
verkamannabústaðir alla tíð —-
fyrr og síðar — verið teiknaðir
í ríkisstofnunum, nema þeir,
sem ég teiknaði. — Þessum rík-
isstofnunum fer því miður fjolg
andi. — Hafnarf jarðarhúsunum
— sem bréfritari er mjög í nöp
við — er ungað út í nýrri vél,
sem þú og þínir, Hannes minn,
ættuð að kannast eitthvað við.
EINS er með sveitirnar, —•
Þær fá sína forsjá líka úr „vél“
fyrir 10 kr. Aðeijis örfáir sér-
vitrir bændur vilja ekki fara í
vélina, og leita til okkar arki-
tekta, — því miður fyrir sveit-
irnar — alltof fáir. — Heldurðu
ekki Hannes minn, að hugur
ungra arkitekta standi tii ein-
hvers háleitara, en að þjóna
þtssum vafasömu vélum stjórn-
rcálanna, — og er ekki til of
mikils ætlast að stétt arkitekta
skrifi upp á þessa víxla?
SJÁLFSAGT er að viður-
kenna, að okkur skjátlast eins
og öðrum og einnig að verra
er úr að bæta —- því málverki
ei' hægt að stinga á bak við
skáp — og bók þarf ekki að
lesa —■ en hús stendur lengi á
almannafæri og kjaftar frá fá-
tækt höfundar, biý vii ég taka
undir með bréfritaranum sem
óskar þess að íslenzkir arki-
tektar taki sig á og geri al-
mennt betur en þeir gera í dag.
GERÐU okkur arkitektum :
svo þann greiða, Hannes minn,
að heimsækja okkur á Bygg-
ingaþjónustuna. sem fyrst og ■
munum við Þá segja úér ffá '
ýmsu öðru. svo sem því að arki
tektar hafa á undanförnum ár- ;
um teiknað aðeins 25 % Jlúsá í 5
ReykjaVík þó hlutfallið sé nú ef r
til vlll komið upp í 50%. t
Hannes á horninu. ,
4 15. sept. 1959 — Alþýðublaðið