Alþýðublaðið - 15.09.1959, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 15.09.1959, Qupperneq 11
Russn. blaðamenn 21. dagur hann hafi engum hleypt inn í íbúðina, sem Holden hafði að láni. Auk þess hafði verið drulfeið úr tveim glösum, en þau höfðu verið skoluð, svo engin fingraför sáust. Það bendir allt til að Holden hafi myrt hana og ekki dregur það úr, að hann hvarf og hefur ekki fundizt“. „Er hann horfinn?“ Hún reyndi að vera undrandi,- „Já, hann hvarf áður en lögreglan náði honum.,, Eftir smáþögn spurði hann með á- herzlu: „Ert þú hrifin af þess- um manni, Linda-------þessum Holden- Nei, það getur ekki verið, þú ert of skynsöm til þess“. Og þegar hún svaraði ekki, endurtók hann: „Ert þú hrifin af honum, Linda?“ „Vitanlega ekki, Hans. En samt held ég að hann hafi ekki drepið Frankie — ég er viss um að hann gerði það ekki“. Hann horfði undrandi á hana, svo sagði hann ergileg- ur. „Og hvernig veizt þú það? Þú varst þar ekki og getur ekki vitað neitt um það, eða gerirðu það? Meira en ég hef sagt þér, á ég við“. Svo bætti hann undrandi við. „En hvernig vissirðu að dansmær- in hafði verið myrt? Þú minnt ist á það áður en ég talaði við þig um það. Hefurðu hitt Holden?“ Hún vildi ekki ljúga að hon um, en hún vildi ekki heldur koma upp um Davíð. Hún hafði sagt við Fay, að hún væri viss um að Davíð hefði ekki gert það, hann gæti kannske myrt mann í bræði, en hann gæti ekki gerzt eit- urbyrlari. „Það getur enginn annar hafa gert það“, hélt Hans á- fram. „Og þó hann væri ekki sekur, virðist hann vera það, þegar haijn hverfur svona. Lögreglan í Austur-Berlín leit ar hans, þeir eru líka að leita þín, Linda, til að yfirheyra þig.“ „En því koma þeir ekki hingað, fyrst þeir þurfa að spyrja mig?“ • Hann hristi höfuðið. „Þeir vita ekki að þú ert hér. Eng- inn nema þeir, sem búa hér, vita það og þér er óhætt að reiða þig á að þeir minnast ekki á vináttu ykkar Holden við lögregluna. Þeir vilja ekki að þú verðir send til Austur-Berlínar til yfir- heyrslu“. „En hvað gerði það til, þeg- ar ég er saklaus?“ „Það' gerði ýmislegt til! Ertu búin að gleyma því, að pabbi þinn þarfnast þín? Hann þarf að hafa þig hér til að öðlast heilsu sína á ný —■ kannske til að missa ekki vit- ið. Mér hefur verið sagt, að hann sé ekki með fullu viti“. „Nei!“ sagði hún móðguð. „Pabbi er þrjóskur og erfið- ur, en það er enginn maður í heiminum með fullu viti, ef hann er þaS ekki“. Hann leit á hana. „Það gleður mig að heyra þetta, Linda. Kannske hann sé að reyna að gera sér það upp?“ Hún beit fast á vör. 'Var það rangt af henni að verja föður sinn? Reyndi hann að láta líta út fyrir að hann væri sinnisveikur í varnar- skyni ? Hann henti hálfreyktri sí- garettu inn í arininn og kveikti sér \ nýrri. Hann virtist taugaóstyrkur. „Þú ert ekki enn búin að segja mér hvers vegna þú hélst að Frankie Ðixie hefði verið myrt, elskan mín“. Hún gat ekki gert annað en sagt honum sannleikann, a. m. k. hluta sannleikans, annars yrði það slæmt fyrir Davíð. „Fay Montague kom inn til mín snemma morguns. Við höfðum allar áhyggjur af Frankie og Fay fór heim til Davíðs til að segja honum að hún væri horfin. Hún var ut- an við sig þegar hún kom aft- ur og sagði mér að hún væri dáin, myrt. Ég gaf henni konjaksglas og svo tók hún nokkrar svefntöflur. Það er allt sem ég veit“. Hann kinkaði kolli. „Ég býst við að þetta sé ein ástæð- an fyrir því að þú gerðir það, sem þú fékkst skilaboð um að gera. Vildirðu helzt komast frá Austur-Berlín?“ „Já, þó að það væri á eng- an hátt hægt að kenna mér um dauða Frankies. En ég 'M var undir fölsku nafni, eins og þú veizt og ég bjóst við að bezt væri að lögreglan kæm- ist ekki að því. Svo var ég svo hrædd um pabba“. „Lögregluna hefði farið að gruna jmargt, ■ ef þeir hefðu komist að því að þú varst undir fölsku nafni“. „En ég kom alls ekki ná- lægt íbúð Davíðs Holden um nóttina“. Hann yppti öxlum. „Get- urðu sannað það? Geturðu sannað hvað þú gerðir eftir að þú fórst frá Grand Hotel? Varstu einhverjum samferða heim? Var einhver hjá þér, það sem eftir var nætur?“ Hún starði-sem lömuð á hann. „Nei, ég fór ein heim. Ég fór strax eftir seinni sýn- inguna. Það var ekki langt til Gásthaus og ég fór ekkert út fyrr en eftir að Fay kom“. „En geturðu sannað það? Hringdirðu og baðstu um kaffi eða eitthvað að drekka?“ Hún hristi höfuðið. . „Synd. Hefðirðu gert það, hefðurðu haft f Jirvistarsönn- un. Eins og er geturðu ekki sannað að þú hafir verið á herbergi þínu allan tímann. Þú hefðir getað læðst út bak- dyramegin og farið heim til Holdens og myrt Frankie“. „En hver hefði opnað fyrir mér?“ Hann kinkaði viðurkenn- andi kolli. „Það er. þér í hag. Þú hafðir engan lykil og dyra vörðurinn hefði viðurkennt það, hefði hann hleypt þér inn. En allir, sem á einhvern hátt eru viðkomandi leik- flokknum, eru grunaðir, unz Holden finnst“. „Ég skil ekki hver hefur myrt Franki.e“, sagði hún lágt og örvæntingarfullt. „Að vissu leyti var hún undarleg kona, hún var alltaf ein sér en samt kunni ég vel við hana. En einhvern veginn fannst mér að eitthvað amaði að henni. Ég hélt kannske að það væri eitthvað í sambandi við fortíð hennar“. „Heldurðu, að hún hafi átt fortíð?“ „Það gæti verið. Mig grun- ar að hún hafi verið af svert- ingjaættum, kannske var það það“. „Ef svertingjar eða réttará sagt kynblendingar reyna að lifa sem hvítir menn, býr allt- * af sú hræðsla í þeim, að ein- hver komist að því og segi það“, sagði hann. „En það er ekki orsök morðsins". „Yitanlega ekki. En hún varð dauðhrædd kvöldið áður en hún var myrt“. „Við skuhjm ekki tala um það“, flýtti hann sér að segja. „Þetta er ekki skemmtilegt umræðuefni. Ég þekkti hana ekkert, en ég yorkenndi henni þegar leið yfir hana“. „Kannske var vínið eitrað, en varla hefur hún drukkið með ókunnugum?“ „En Holden var ekki ó- kunnugur“, sagði hann ,eins og það bindi enda á umræð- Framhald af 5. síðu. mættum einum slíkum á hótel- ganginum. í fylgd með honum var maður, sem sagðist starfa í utanríkisþjónustu Sovétríkj- anna. Hann kvaðst fús til þess að koma með okkur aftur út í vélina og athuga þetta með flug freyjurnar og flugstjórann. — Nei, því miður, engar myndir af flugfreyjunum. Þær eru að vinna. Komið þið endi- lega á morgun, þegar við för- um kl. 7 í fyrramálið þá verða þær tilbúnar. — En við fengum að sjá aðra flugfreyjuna, hjá því varð ekki komizt. Það var myndarstúlka, talaði góða ensku — og bauð okkur súkkulaðikex, rússneskt súkkulaðikex. Utanríkisþj ónustufulltrúinn fylgdi okkur aftur út úr vél- inni. — Hverjir eru í flugvélinni, sem Nikita Krústjov er í auk hans og konu háns? — Nokkrir fleiri. — Hverjir? — Mh ... Eruð þér amerísk- ar eða hér af staðnum? — íslenz-k. — Hvaða mál talið þér? — íslenzku ... auðvitað. — Jæja, ... af hvaða upp- runa er það mál? ■—■ Það tilheyrir indo-ger- manska málaflokknum. Hver er skoðun yðar á hinum gagn- kvæmu heimsóknum Krústjovs og Eisenhowers? — Mhm ... mhm, já .. mhm. Hvers vegna talið þér ensku, en ekki rússnesku? — Af því að hún var ekki kennd í skólanum. — Það er slæmt ... Talið þér þýzku? — Svolítið. — Jæja, þakka yðuc fyrir. Þar með var hann farinn. Engan var að sjá á gangin- um, engum var unnt að ná tali af. Loks fengum við að ræða líillega við amerískan leiðsögu mann. Hann sagði, að rússneska vélin væri þægileg, auk rú-ss neskra flugmanna væru þrír Ameríkumenn, tveir Bretar og einn Kanadamaður til aðstoðar við flugið. — Hafið þér rætt eitthvað við Rússana? — Nei,;þeir tala ekki við okk ur, og við Þá ekki við þá. í þessu brá utanríkisþjónustu fulltrúanum aftur fyrir í stig- anum, og nú var síðasta tæki- færið. — Afsakið, þér vilduð víst ekki aðeins segja okkur eitt- hvað um það, hvernig yður lízt á landið? — Mhm ... — Haldið þér, að við gætum náð tali af einhverjum hinna rússnesku blaðamanna? — Mhm ... það er held ég mjög erfitt. Rússneski fulltrúinn brosti, tók ofan hattinn og kvaddi. Eng inn var á ferli í húsinu, ekkert hljóð heyrðist, rússnesku blaða mennirnir voru að búa sig und- ir kvöldverð í „dinnersal“ hót- elsins á Keflavíkurflugvelb. Flugfreyjurnar voru að vinna í stóru vélinni, sem stóð í þok- unni fyrir utan, og þær voru ekki tilbúnar til myndatöku fyrr en þær fóru ... kl. sjö í morgun, H. K. G. Útihurðaskrár 2 gerðir Innihurffaskrár margar gerðir S kothurffaskrár Innihurffalamir með legum chrom. oxil. Útihurffalamir, kop. galv. Hurffastopparar margar gerðir Hurffapumpur, Yale, 2 gerðir Gormar í Yale pumpur 2 og 4 Skothurðarjárn 71—90 Skothurffarjárn 91—110 Þéttikantar fyrir hurðir og glugga. Hurffarrílar, kop., chrom. Bréfalokur, kop., chrom. oxit. Yængjahurðalamir, chrom. oxit. Yfirfelldar skápaiamir Blafflamir og kantlamir, margar gerðir. Skaflalamir á bílskurshurffir ☆ Múrboltar, allar stærðir. 1 Múrborar scjöenn \ Múrborar demant Sníssborar Meitlar, margar stærðir Meitilhamrar, 2 stærðir Múrhamrar J Múrbretti teak 4 stærffir Múrfilt, 2 gerðir Múrskeiffar Veggtappar, blý, zink, plast ☆ ■ Þverskerasagir Hringsagir Bakkasagir Heflar, enskir 7“, 8“, 9“, 10“, 18“, 22”. Falsheflar Raspar, am.erískir með laua blöð. Smíffavínklar | Smíffavínklar, færanlegir Þvingur, margar stærðir Hurðarbvingur 1000 m/m og 1500 m/m ☆ 1 Flötuvínklar Afdráttarþvingur, 3 stærðir Kúluhamrar ' Slaghamrar I Rörsnitt-sett, 2 stærðir Boltasnitt-sett, 2 stærðir Rúnara-sett meff stýringum Rörtangir, Bahco ; Skiptilyklar Topplyklar í settum og stakir Stjörnulyklar mm og tommur Opnir lyklar mm og tommur Skrúf járn í mörgum stærðuni Tangir og alls konar verkfæri ☆ i Gluggalamir, yfirfellt Gluggalamir, óyfirfellt Gluggakrækjur ! Stormjárn i Skrúfur, allar stærðir Rafmagnsborvélar 3/8”, y2”, 5/8”, %”, 7/8”. Rafmagnsklippur 214 mm Rafmagnssmergelskífur, 2 stærðir Rafmótorar 0,22 HA, 0,34 HA 0,61 HA, 0,95 HA, 5,5 HA Dælur og margt fleira. Hin viffurkennda HEMPELS málning og lökk, einnig pensl ar alls konar Amerískt undirlagskítti Amerískt gluggakítti Amerískar kíttisbyssur, 2 stærðir. Slippfélagið 1 . ■ i í Reykjavík iiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii AlþýðúblaðiS — 15. sept. 1959

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.