Alþýðublaðið - 27.10.1959, Side 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson.
— Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson
(áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg-
vin GUðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs-
ingasími 14 906. — A'ðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins,
Hverfisgata 8—10.
Siðmennileg kosningabarátta
i ÚRSLIT kosninganna um helgina liggja enn
ekki fyrir, og hér skal engu um þau spáð, enda
fréttanna skammt að bíða. Hins vegar er fróðlegt
j að líta á önnur atriði varðandi kosningarnar og
| draga af þeim lærdóma.
Kosningabaráttan hefur sennilega verið sið-
mannlegri að þessu sinni en nokkurntíma áður.Auð
vitað er hægt að nefna sem undantekningar ein-
staka menn, sem höguðu málflutningi sínum af
hvatvísi og reyndu að höfða til lágra hvata, en þeir
voru sem betur fer í miklum minnihluta. Fram-
bjóðendur ræddu landsmálin yfirleitt prúðmann
lega, þrátt fyrir skiptar skoðanir. Persónulegar ár
ásir þekktust naumast. Þessa sögu er að segja af
framboðsfundunum og útvarpsumræðunum og hér
■er um. að ræða gerbreytingu frá því sem var fyrir
nokkrum árum. Og blöðin hika áberandi við per-
sónulegt návígi. Þessu ber sannarlega að fagna.
Alþýðublaðið leyfir sér að draga af þessu þá álykt
un, að tímamót hafi orðið í íslenzkum stjórnmál-
um. íslendingar virðast hafa lagt niður gamlan ó-
sið í stj órnmálabaráttunni, enda er hann bezt kom
inn í gleymsku. Illmælin þykja ekki lengur sæm-
andi vopnaburður.
j Þetta er vafalaust fyrsti árangur kjördæma-
j foreytingarinnar á bardagaaðferðir íslenzkra stjórn
| málamanna. Bardaginn er háður á stórum, hörzl-
í uðum velli, en ekki sem návígi. Málefnalegar um-
ræður koma 1 stað áróðurs og persónulegra árása á
bak eða brjóst andstæðinganna. Þar með er stjórn
málabaráttan komin á æðra stig. En þetta er ekki
aðeins kjördæmabreytingunni að þakka, þó að hér
! muni tvímælalaust um að ræða áhrif hennar. Kjós
1 endur vilja ekki lengur gamla óvanann, og auðvit-
i að ráða þeir úrslitum 1 þessu efni.
f Undanfarið hafa ýmsir hikað við afskipti af ís
j lenzkum stjórnmálum af virðingu fyrir mannorði
j sínu. En vissulega myndi vel farið, að allir, sem á-
I huga hafa á þeim efnum, treystu sér í vopnaleik-
! inn. Liðskosturinn yrði þá meiri og betri. Stjórn-
1 málin eru viðfangsefni við hæfi menntaðra og mik
! 'ilhæfra manna, ef iþrótt þeirra er háð í björtu dags
: Ijósi, en ekki svörtum skugga. íslendingum er mik
j ill sæmdarauki að gera sér þetta ljóst og breyta
! samkvæmt því — stjórnmálamönnum og kjósend-
; ,um.
Brunavarðastöður
j Hér með eru auglýstar til umsóknar nokkr-
j ar stöður stöðvarvarða í Slökkviliði Reykjavíkur.
Laun samkvæmt 10. flokki launasamþykktar
| : bæjarins.
Skriflegum umsóknum skal skilað í skrifstofu
j i slökkviliðsstjóra, Tjarnargötu 12, eigi síðar en 20.
! ; nóvember næstk.
Slökkviliðsstjóri gefur nánari upplýsingar.
j ; Reykjavík, 26. okt. 1959.
Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík.
A ' • • ,
Framsókn er 45 ára um
þessar mundir. Myndin er
a£ stjórn Verkakvennafé-
lagsins Framsóknar: Frá
vinstri (standandi) Jóna
Guðjónsdóttir, vraaform.,
Guðrún Þorgeirsdóttir,
gjaldkeri. — Sitjandi (í
fremr^ röð) Guðbjörg
Þorsteinsdóttir, ritari,
Jóhanna Egilsdóttir, for-
maður, Þórunn Valdimars
dóttir, fjármálaritari. —
(Varastjórn skipa: Pálína
Þorfinnsdóttir og Kristín
Andrésdóttir).
GARÐYRKJUSKÓLINN að
Reykjum tók til stairfa vorið
1939, og hefur því starfað í
rúm 20 ár.
Fyrstu árin var námstíminn
2 ár, og skólinn þá sniðinn
eftir hliðstæðum skólum á
Norðurlöndum, Fyrir nókkr-
um árum var reglugerð skól-
ans breytt þannig að nú er
nám garðyrkjumanna hlið-
stætt námi iðnaðarmanna.
Bóknámskennslan fer fram 3
vetur, á tímabilinu 1. nóv. til
1. marz, eða í 4 mánuði. Verk
Adenauer
heimsækir
de Gaiílle
BONN, 26. okt. (Reuter). Tal-
ið er í Bonn, að Kontrad Aden-
auer muni fara til Parísar og
ræða við de Gaulle forseta áður
en hinn árlegi fundur leiðtoga
Atlantshafsbandalagsríkjanna
verðuc haldinn í París 14. des-
ember nk. Hinn 85 ára gamli
ríkisleiðtogi fer um miðjan nóv
ember til London að ræða við
ráðamenn þar og heidur síðan
til fundar við franska ftramá-
menn.
í London er því haldið fram,
að brezkir ráðamenn muni
reyna að fá de Gaulle til þess að
fallast á fund æðstu manna
vesturveldanna innan fárra
vikna. Óttast enskir stjórnmála
menn, að de Gaulle muni með
einkafundum sínum méð Krús-
tjov og Adenauer valda því að
ekki verði hægt að halda slíkan
fund í bráð, og þar með koma í
veg fyrir fund æðstu manna
austurs og vesturs fýrr en í vor
í fyrsta lagi. Bæði Ádenauer og
de Gaulle eru þess fýsandi að
sá fundur verði heídúr haldinn
í vor en nú strax, enda sé ekki
vitað hvort Rússar vilji af ein-
lægni ganga til samninga um
deilumálin eins og er, heldur að
eins fá tækifæri til enn aukins
áróðurs og blekkinga.
námstíminn er nú 6 mánuðir.
Garðyrkjuskólinn hefur nú
útskrifað nokkuð á annað
hundrað garðyrkjufræðinga,
sem starfa víðs vegar um
landið og erlendis. Fleiri ísl.
garðyrkjufræðingar hafa starf
að og stundað framhaldsnám
erlendis og flestir getið sér
hið bezta orð.
Fyrsti-nemandi, sem sótti
um skólavist í Garðyrkjuskól
anum og lauk prófi var Hreið
ar Eiríksson garðyrkjufræð-
ingur, Laugarbrekku. Svo á-
nægjulega vili til, að í haust
sendir hann 2 syni sína í skól-
ann, og er sá fyrsti af nemend
um skólans, er það gerir. Húsa
kynni skólans eru nú mjög lé-
leg. Var skólabyggingin byggð
árið 1930 og mjög af vanefn-
um gerð. Er ákaflega aðkall-
andi að byggja nýtt skólahús
hið fyrsta.
Er skólinn tók til starfa var
gert ráð fyrir að hann tæki á
móti allt að 16 nemendum. Á
undanförnum árum hafa þeir
oft verið færri, en í vetur
verða 16 nemendur í skólan-
um og má hann því teljast full
skipaður. Með bættum húsa-
kynnum má og gera ráð fvrir
mun fleiri nemendum, en þörf
verður fyrir mun fleiri garð-
yrkjufræðinga á næstu árum.
Grimsby
Framhald af 1. síðu;
yfirmanna á togurunum sagði:
Við höfum orðið fyrir miklum
vonbrigðum. Engu að síður
haidur barátta okkar gegn ís-
lendingum áfram.
Fiskikaupmenn fögnuðu
þeim fregnum, að íslenzkur tog
ari væri væntanlegur með fisk.
Hefur verið skortur á fiski und-
anfarið og verðið hátt.
í Síðari fregnir: Þórarinn Ol-
geirsson skýrð frá því seint .í
dag, að ákvörðuninni um lönd-
un Karlsefnis í Grimsby hefði
vérið br'eytt og mundi hann
halda til Þýzkalands, en í stað-
inn kæmi Hallveig Fróðadóttir
til Grimsby. ;
Músagildran
í Kópavogi
MÚSAGILDRAN eftk Agötu
Christie er sýnd um þessar
mundir í Kópavogsbíói við á-
gæta aðsókn. I.Iúsagildran er
sakamálaleikur, talinn einn
hinn bezti þessa höfundar.
Annað kvöld verður næsta
sýning á leiknum. Leikhúsgest-
ir fá hentugar strætisvagnaferð
ir að bíóinu, og að lokinni sýn-
Inga Blandon.
ngu fer þegar vagn í bæinn frá
húsinu.
Myndin sýnir frú Ingu Bland
on í hlutverki sínu í leiknum,
en hún hefur hlotið mjög góða
dóma fyrir leik sinn.
ÍÞRÖTTIRNAR
eru á 9. síðu
4 27. okt. 1959 — Alþýðublaðið