Alþýðublaðið - 27.10.1959, Síða 11

Alþýðublaðið - 27.10.1959, Síða 11
29. dagur Bunty dró hana inn í borð- stofuna þar sem þau sátu öll til borðs. Móðir, faðir og barn. Þá var allt eins og það átti að vera. Það var rétt af Adele að koma heim. Það eina, sem skorti var, að Leigh og kona hans sættust. Jill leit á sjálfa sig eins og óviðkomandi mann eskju, eins og gest. Ef hún hefði ekki verið, hefði Leigh gleymt öllu smátt og smátt og farið að elska hana aftur. Að minnsta kosti hefði það geng- ið betur og það var svo auð- séð að það var það, sem Adele óskaði eftir. Bunty rétti sína hendina til hvors þeirra. „Þetta hefur verið yndis- legur afmælisdagur. Mikið betri en í fyrra“. Jill fann enn meira til. í fyrra var aðeins tveim börn- um boðið og þau Leigh höfðu leikið við þau. Florrie hafði bakað kökuna. Það hafði ekki verið eins glæsilegt og í dag. Litlu súlkunni yrði þessi dag- ur minnisstæður. ,,Ég verð að bjóða þér góða nótt núna, Bunty“, sagði Jill. Hún heyrði sjálf að rödd henn ar skalf, hún var svo einmana og allt var svo vonlaust. Hana langaði til að fara. Hana lang- aði — eða var það ekki rétt — til að fara og koma aldrei aftur. Hún gat ekki verið svo nálægt Leigh og samt svo óra- fjarri. Bunty þrýsti henni fast að sér. „Góða nótt, Jill. Ég er svo fegin að þú komst“. „Ég kem kannske of seint í mat, Adele“, sagði Leigh. „Ég þarf að fara til sjúklings“. „Ó, Leigh. Og ég sem var með svo góðan mat. Ég hélt að nú væri röðin komin að okkur til að hafa það gott“. Jill gekk út, hún gat ekki beðið eftir svari Leigh. Hún var að fara frá húsinu þegar .............................. .... fipaiið yður iilaup n roiUi maxgm veralaiia!- OÖMJOöL . ðttlUM titffl! $1$) -Austuxstrseti hann náði henni. Hann tók í hendina á henni. „Hvert ertu að hlaupa?“ Hann opnaði bíldyrnar og hjálpaði henni inn, svo sett- ist hann við hlið hennar. Regnið dundi á glugganum. „Hvílíkt veður!“ Hann setti bílinn í gang og vinnukonurnar þurrkuðu regn ið af glugganum. Eitt augna- blik tók hann fast um hendi hennar, svo ók hann af stað. Um stund mæltu þau ekki orð frá vörum. Jill var sér of meðvitandi návistar hans og ástar hennar á honum. Hún reyndi að halda aftur af til- finningum sínum. Það var ekki til neins. Adele var kom- in heim. Hún varð að hætta að elska hann. En hvernig? spurði hún sjálfa sig. Ekki með því að sjá hann á hverj- um degi. Ekki með því að sitja við hlið hans eins og hún nú sat. Þegar þau komu heim til hennar hægði hann á bílnum. „Jill?“. „Hvað?“ „Um hvað ertu að hugsa?“ „Um þig. Og mig. Og Adele“. Hann ók inn á hliðargötu og slökkti á Ijósunum og vél- inni. Hann tók utan um hana. Hún vissi að hún átti að ýta honum frá sér. Hún átti líka að hafna kossum hans, sem lokuðu vörum hennar og komu í veg fyrir að hún gæti mótmælt. En nokkur augna- blik naut hún faðmlaga hans og hugsaði alls ekki um Adele. Svo kom skynsemin henni til að hugsa á ný, Hafði hún ekki sagt sjálfri sér síðan Adele kom aftur, að hún yrði að drepa ástina, sem hún bar til hans? Og hann ástina sem hann bar til hennar? „Leigh, ástin mín, við meg- um þetta ekki“. Hún sleit sig af honum og hallaði sér aftur á bak og strauk hárið frá enninu með skjálfandi höndunum. Þegar hann ætlaði að taka hana í faðm sér á ný ýtti hún honum frá sér. „Nei, Leigh“. Hann tók sígarettupakka upp úr vasanum og rétti henni. „Þú veizt að ég reyki ekki“. „Ég veit það ástin mín. Að- eins þegar þú kemst í geðs- hræringu, sagðirðu mér og þetta er sennilega eitt slíkt skipti. Að minnsta k-osti er ég í geðshræringu11. Hún dró andann djúpt. „Ég líka, en ég vil samt ekki sígarettu“. Hann kveikti sér í sígar- ettu. Hún sá hve hann var ó- hamingjusamur í flöktandi birtunni frá sígarettukveikj- aranum. Hún vissi að hún var jafn óhamingjusöm að sjá og hann. „Hvað eigum við að gera, Jill?“ spurði hann. Hún óskaði þess að hún vissi svarið. Og svo vissi hún að hún þekkti rétta svarið, en það var ekki svarið, sem hann vildi fá. „Þú verður að leyfa mér að fara, Leigh. Það er ekki um annað að ræða. Ég sagði þér það strax“. Hann sló með krepptum hnefanum á hné sér. „Það er of erfitt“. „Fyrst kannske. En það verður ekki lengi“. „Hvað verður um þig?“ „Það verður allt í lagi með mig“. Hún ætlaði að taka um hendi hans, en hætti við það. Öll líkamleg snerting var of hættuleg. „Leigh, ástin mín, þú verður að gera meira en sleppa mér“. „Við hvað áttu?“ „Þú verður að gefa Adele tækifæri. Þú gerir það ekki núna“. „Við hvað áttu eiginlega?“ „Þú verður að reyna að byrja að nýju. Það er það, sem hún vill“. „Ef þú heldur að ég fari að sofa hjá henni aftur, þá skjátl ast þér. Ég hef sagt henni það sama. Ef einhver ætti að skilja það, væri það þú“. Jill kreppti hnefana. Tárin stóðu í augum hennar. Vissi hann ekki hve erfitt það var fyrir hana að biðja hann um þetta? „Ég er ekki að biðja þig um að sofa hjá henni. Að minnsta kosti ekki enn. En getur þú ekki — hvernig á ég að orða það? — geturðu ekki verið vingjarnlegri við hana? Reynt að vera betri við hana. Það er það, sem hún vill“. Leigh reykti áfram og spurði sjálfan sig hvort hann gæti það. Hann vissi að á- standið var óþolandi. Hann var aðeins lostinn undrun yf- ir að Adele skyldi ekki skilja það. Sú uppástunga hennar REISÉ SHANN: ASTOG að þau skyldu halda afmælið hátíðlegt tvö ein — hann furðaði sig á því að henni skyldi detta í hug að hann vildi það. „Viltu ekki reyna það, Leigh?“ „Jill, ég veit ekki hvað ég á að gera“. „Mér finnst að þú ættir að gera það“. „Það getur verið að það sé rétt“. Hann hristi höfuðið. „Það er sennilega aðeins eig- ingirni úr mér að sleppa þér ekki“. „Við erum að tala um þig en ekki mig“. „Ég skil ekki hvernig það er hægt að skilja þig eftir, þegar talað er um mig“. „Ég hef svo oft sagt þér að það verður allt í lagi með mig“. Hann hló biturt. „Þér líður áreiðanlega mik- ið betur. Þú ætlar þá að fara og fá þér nýja vinnu og verða seinna meir ástfangin af ein- hverjum öðrum. Passaðu þig að hafa hann þá ógiftan í þetta sinn“. Hún var nærri því búin að segja að hún yrði ekki ást- fangin aftur. Hún var alveg viss um það. En það væri kannske skynsamlegra að mót mæla honum ekki. Þá yrði auðveldara fyrir hann að gleyma henni og fyrir hana að gleyma honum einhvern tímann. „Ég bið þig að fyrirgefa, Jill“, sagði hann. „Ég var ó- sanngjarn. Ég átti aldrei að s_egja þér, að ég elskaði þig! Ég átti að bíða þangað til ég hefði fengið skilnað“. „Ástin mín, við skulum ekki eyða tímanum í að hugsa um hvað við hefðum átt að gera. Ég gæti eins sagt að ég hefði aldrei átt að segja þér að ég elskaði þig. Ég hefði átt að bíða þangað til ég hefði séð að þú gætir fengið skilnað. Nei, við skulum ekki eyða tímanum í að líta óraunveru- lega á þetta allt. Þess vegna bið ég þig um að gefa Adele tækifæri. Bílljós skinu beint í augun á þeim, svo fjarlægðust þau og allt varð dimmt á ný. „Ég vona, að þetta hafi ekki verið einn af þínum sjúkling- um“. „Hverju skiptir það?“ „Það skiptir miklu máli fyrir þig“. „Hvers vegna?“ „Það veiztu bezt sjálfur“. Hann setti bílinn í gang. „Það er víst bezt fyrir okk- ur að aka af stað. Ég skal setja þig af fyrir utan dyrn- ar. Það er eins og hellt úr fötu“. Hún sagði, þegar hann nam aftur staðar: „Ætlarðu að hug leiða það, sem ég sagði?“ „Ástin mín, þú sagðir svo margt“. „Um að reyna að vera betri við Adele. Gerðu það fyrir mig að reyna, Leigh“. Hann andvarpaði þungt. „Ég skal reyna“. „Lofarðu því?“ „Ef þú heimtar það“. Hann hallaði sér að henni og kyssti hana fast á munninn. „Góða nótt, ástin mín“. „Góða nótt, elsku Leigh“. Hún stóð í grenjandi rign- ingunni og horfði á hann aka brott. Henni var alveg sama þó hún yrði vot, en hún hugs- aði um það eitt, hvort orð hennar hefðu einhver áhrif. Árbæjarsafn lokað. Gæzlumaður, sími 24073. 1ÆINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 —6. Báðar safndeildir eru lokaðar á máaudögum. BrúðkaiiPi Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband Sol- veig Þórðardóttir, Sölvholti, og Sigfús Kristinsson, húsa- smiður, Bankavegi 4, Sel- fossi. Aðalfundur Borgfirðingafélagsins verður annað kvöld kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu uppi. Hefst með kvikmynda- sýningu: Úr byggðum Borgar fjarðar. Stjórnin. Ungtemplarafélgaið Hálogaland. Fundur í kvöld í Góðtempl arahúsinu kl. 20.30. !-. ^ J r Flugfélag íslands. Millilandaflug: — Gullfaxi er væntanlegur til Reykjavíkur kl. 16.10 í dag frá Khöfn og Glas- gow. Millilanda- flugvélin Hrím- faxi er væntan- leg til Reykja- víkur kl. 17.05 í dag frá Lund únum. Flugvélin fer til Glas- gow og Kaupmannahafnar kl. 8.30 í fyrramálið. Innan- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Blöndu- óss, Egilsstaða, Flateyrar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja og Þingeyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyr- ar, Húsavíkur, ísafjarðar og V estmannaey j a. Loftleiðir. Hekla er væntanleg frá London og Glasgow kl. 20 f dag. Fer til New York kl. 21.30. Edda er væntanleg frá New York kl. 7.15 í fyrra- málið. Fer til Osló og Stav- angurs kl. 8.45/ Ríkisskip. Hekal fer frá Rvík kl. 22 í kvöld austur um land til Akureyr- ar. Esja er í Rvík. Herðubreið er í Rvík. Skjaldbreið er í Rvík. Þyrill fór frá Rvík í gær- kvöldi til Rúnaflóa og Eyja- fjarðarhafna. f I Eimskip. Dettifoss fór frá Gdynia 24/10 til Hull og Reykjavík- ur. Fjallfoss 'fór frá Reykja- vík 23/10 tilNew York. Goða foss fór frá Rvík 23/10 til Halifax og New York. Gull- foss fer frá Kaupmannahöfn. í dag til Leith og Reykjavík- ur. Lagarfoss hefur væntan- lega farið frá Nörresundby í gær til Kaupmannahafnar, Ámsterdam, Rotterdam og Antwerpen. Reykjafoss hefur væntanlega farið frá Bremer haven í gær til Hamborgar. Selfoss fór frá Riga í fyrrinótt til Ventspils, Hamborgar, Hull og Reykjavíkur. Trölla- foss fór frá Antwerpen 24/10 til Hamborgar og Reykjavík- ur. Tungufoss kom til Lysekil í gærmorgun, fer þaðan til Kaupmannahafnar, Aahus. Gdynia og Rostock. Alþýðublaðið — 27. okt. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.