Alþýðublaðið - 06.11.1959, Blaðsíða 1
40. árg. — Föstudagur 6. nóvember 1959
241. tbl.
RANNSOKNARSTOFA
Fiskifélags íslands hefur rann-
sakað síld þá, er undanfarið
lxéfur veiðzt á Vestmanna-
eyjahöfn. Reynist síldin vera
að mestu leyti 16.7% að fitu-
magni. En kemst þó upp í 21.
6%.
mmw’
Mest er um svoka-llaða milli-
síld, 24—26 cm. -að stærð og
það er sú síld sem er 16.7%,
að fitumagni. En stærsta síld-
in er 29 cm að lengd og er hún
21.6% að fitumagni. Minnsta
Síldin er aftur . á móti 17—20
cm. og er hún 16.2% að fitu-
magni. Suðurlandssíld þarf yf-
irleitt að vera um 18% til þess ;
að þykja söltunarhæf. Er Vest-
mannaeyjasíldin því mjög ná-
lægt því að vera söltunarhæf
j og millisíldin er t. d. mjög fal-
leg.
VÆRI GÓÐ TIL
NIÐURSUÐU.
, Það er vissulega skaði, að
síldin skuli öll verða að fara
í bræðslu þar eð hún væri t. d.
mjög vel fallin til niðursuðu.
En engin aðstaða er í Vest-
mannaeyjum til þess að sjóða
síldina niður.
SILDARNIÐURSUDA
Á AKRANESI?
í ráði mun að stækka niður-
suðuverksmiðju Haraldar Böð-
varssonar & Co. á Akranesi
þannig, að hún geti í náinni
framtíð annazt niðursuðu síld-
ar. Var norskur sérfræðingur í
sumar að athuga allar aðstæð-
ur hjá fyrirtækinu einmitt í
sambandi við ráðgerða stækk-
un. Er greinilega vaxandi á-
hugi á niðursuðu hér á landi.
T. d. héfur Jakob Sigurðsson,
fyrrv. framkvæmdastjóri Fisk-
iðjuvers Bæjarútgerðar Reykja
víkur sótt um leyfi fyrir að
reisa niðursuðuverksmiðju í
Reykjavík.
MMMMMWHUMMMMHMMm
Gesíur írá
NÚ vantar ekki að menn-
ingarstraumarnir lig'gi um
ísland! Þjóðleikhúsið boð-
aði í gær, að á hæla U.S.A.
ballettsins kæmi Peking-
óperan. Hér er mynd af
einni prímadonnunni.
Þeir, sem vilja ítarlegar
upplýsingar um heimsókn
ina, lesi fréttina í blaðinu
í dag.
TUNDURDUFL rak upp á
eyrar rétt fyrir sunnan Höfða
í Eyjafirði, skammt frá Lauf-
ási. Varð duflsins fyrst var á
þriðjudag.
Landhelgisgæzlunni var gert
aðvart um atbux-ð þennan og í
gær flaug Gunnar Gíslason,
skipstjóri, sérfræðingur Land-
helgisgæzlunnar í tundurdufl-
um, norðu rtil Akureyrar.
Fór hann þaðan á varðskip-
mu „Alberí“ á vettvang og
gerði duflið óvirkt. Er talið, að
þarna hafi verið um að ræða
dufl úr kafbátagirðingu eða
girðingum, senx lokuðu fjörð-
um á stríðsárunum.
ALÞYÐUBLAÐIÐ átti í gær
tal við Unnstein Beck tollgæzlu
stjóra og ræddi við hann um
^tollgæzluna. Kom þar fram m.
Hér er sýnishorn af því, sem er í smyglgeymslu Tollgæzlunnar.
a., að áfengiss.mygl hefur að
öllum líkindum stórminnkað að
undanförnu. Hann kvað enn
fremvr ástæðu til að ætla, að
mikið sé um smygl á hátolla-
vörum, en erfitt sé að sanna
neitt þar um.
Ekki kvað Unnsteinn ástæðu
til að ætla, að meiru sé smyglað
nú fyrir jólin en aðra tíma ár-s
ins. Innflutningur á jólavörum
standi frá þvf f október og bví
muni smygl á jólavarningi
sömuleiðis iafnast á síðari.hlut^
ársins. Fréttamaðurinn kvaðst
hafa ástæðu til að ætla, að í
stórborgum vestan hafs og aust
an væru búsettir íslenzkir
menn, er hefðu með höndum
Útvegun og innkaup á smygl-
varningi. Kvaðst Unnsteinn
hafa sterkan grun um að í hafn
arborgunum erlendis, væru
menn, sem hefðu slíka miðlun
að atvinnu, en engar sönnur
lægju þó fyrir um þessa starf-
semi.
Unnsteinn kvað helzt smygl-
að hátollavörum, eins og t. d.
vefnaðarvöru og snyrtivörum.
Er það og vitað mál, að af hvort
tveggju ei' geysimiklu smyglað,
eru flestar kvenfataverzlanir
og tízkuverzlanir í bænum yf'
irfullar af smyglvarningi. Mik-
ið af vörum Þessum gengur
gegnum heildverzlanir hér í
bænum og eru ótrúlegustu nöfn
þar viðriðin. Geysimiklu er
líka smyglað af skóm, enda hafa
skókaupmenn löngum kvartað
undan því, að miklu minna selj
■ ist af (kven)skóm en ástæða
væri til. Ulgerlegt er fyrir toll
gæzluna að sannprófa hve mik-
ill smyglvarningur er f verzl-
unum. Fyrir nokkrum árum
Framhald á 10. siðu.
STUTT
CHICAGO. — Bandaríska
lögreglaii leitar nú eins og
girenjandi ljón að tvítugri,
ljóshærðri fegurðardís. —
Hitabylgja gekk hér yfir
og hafði hún því afklæðst.
Skyndilega reis hún á fæt
ur, fór út — og hefur ekki
sést síðan. Þeir, sem séð
liafa græneygða, nakta
fegurðardís á ferli, eru
því beðnir að gera iög-
reglunni aðvart.
o G L AGG OTT