Alþýðublaðið - 06.11.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.11.1959, Blaðsíða 5
j H.F jill Vilhjá láan námsstyrk í TILEFNI af 30 ára afmæli sínu hefur H.f. Egill Vilhjálms- son ákveðið að veita ríflegan námsstyrk einum efnalitlum og efnilegum stúdent til náms í viðskiptafræðum við Háskóla fslands. Styrkurinn nemur 70 þúsund krónum og greiðist í fernu lagi. Alþýðublaðinu barst eftir- farandi fréttatilkynning frá Háskóla íslands í gær: „H.f. Egill Vilhjálmsson hef- ur í tilefni 30 ára afmælis fyr- irtækisins ákveðið að veita styrk einum efnalitlum og efni- legum stúdent í viðskiptafræð- um hér í háslcólanum. Styrkur- inn verður veittur til þess að Ijúka prófi í viðskiptafræðum hér innan eins árs og til þess að ljúka prófi í erlendum há- skóla í sömu fræðigrein á næstu þremur árum. S'tyrkurinn er alls 70 000 kr. og greiðist með 10 000 kr. 1959 /60 og síðan árlega 20 000 kr. næstu þrjú ár“. Hér er um að ræða höfðing- lega styrkveitingu stórfyrir- tækis á merkisafmæli sínu og mun þetta vera fyrsta fyrirtæk- ið, sem fer út á þessa braut. Alþýðublaðið telur þetta gott fordæmi, sem fleiri gætu lært af, og þakkar H.f. Agli Vil- hjálmssyni frumkvæðið. Veðurspá fyrir fvo sólarhringa VEÐURSTOFAN mun fram- vegis senda firá sér veðurspá fyrir tvo sólarhringa í einu, en hingað til hefur spáin náð yfir 24 stundir í einu. Þetta nýja fyrirkomulag á veðurspánúm verður alla daga vikunnair, nema miðvikudaga og sunnudaga. .Skuggastjórn' brezkrc iafnaðarmanna kiörin LONDON (NTB—REUTER). Tæpum tveim tímum eftir að Noel-Baker fékk fréttirnar um Nóbelsverðlaun sín fékk hann þai;1 fréttir, að hann hefði misst sæti sitt í hinni svokölluðu „skuggastjórn“ jafnaðarmanna. Atkvæðagreiðslan um sætin 12 í nefnd þeirri, sem taka skal við stjórnartaumúm, ef jafn- aðarmenn ná meirihluta, fór 2 þartir bæklingar KOMNIR eru út tveir bæk- lingar og eru báðii' hinir þörf- ustu. Nefnist annar „Skrá um ýmsar opinberar nefndir o. fl.“, en hinn nefnist „Námsstyrkir og námslán“ og ep gefinn út af Menntamálaráðuneytinu. Eru báðir þessir bæklingar til sölu í Bókabúð Mennngarsjóðs, Hverfisgötu 21. frami áður, en úirslit voru ekki tilkynnt fyrr en í dag. Gaitskeli og Bevan eru í nefndinni, sem formaður og varaformaður þingflokksins. Ed ith Summerskill hlaut ekki kosningu nú og Barbaira Castle ekki heldur. í skuggastjórninni eiga nú sæti: Hugh Gaitskell, Aneurin Bevan, Harold Wilson, James Callaghan, Sir Frank Soskice, Alfred Robens, Anthony Green wood, Fred Lee, Tom Fraser, George Brown, Patrick Gordan Walker, Gilbert Mitchison, Fred Willey og Dennis Healey. Töldu margir í London í kvöld, að Noel-Baker mundi hafa hlotið kosningu, ef vitað hefðj verið um verðlaunaveit- inguna. Ástæðan fyrir breyt- ingunni er ósk um, að fá yngi'i menn til starfa. Á-lisla skemmtun á Akureyri ALþÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN í Norðurlandskjördæmi ystra gangast fyrir A-lista fagnaði laugardaginn 7. nóv. kl. 9 e. h. að Hótel KEA. Til skemmtunar verður: Ávörp. söngur, gamanvísur og dans. A-lisla skemmfun á Akranesi A-LISTA skemmtun fyrir Vesturlandskjördæmi verður haldin á Akranesi næstkomandi sunnudag. Fer hún fram á Hótel Akranes og hefst kl. 9 síðdegis. Benedikt Gröndal og Pétur Pétursson flytja ávörp. Flutt verða skemmtiatriði og loks dansað. Á-lisla skemmlun í Keflavík ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN á Suðurnesjum efna til A- lista skemmtunar fyrir starfsfólk í kosningunum og aðra stuðn ingsmenn sína í Ungmennafélagshúsinu í Keflavík nk. sunnudagskvöld kl. 9. ÁVörp flytja Emil Jónsson og Guðmundur í. Guðmunds- son. Skemmtiatriði og dans. — Aðgöngumiða má vitja til stjórna Alþýðuflokksfélaganna á viðkomandi stöðum: í Kefla vík verða miðar afhentir í Ungó frá kl. 2 á sunnudaginn. Hvað er áö gerast För Ike fagnað LONDON, (NTB-Reuter). - Fréttinni Um fyrirhugað ferðalag Eisenhowers Banda ríkjaforseta til níu landa Asíu og Evrópu fyrir fund æðstu manna vesturveld- anna í París 19. des., var vel tekið í blöðum og af mönn- um í höfuðborgum þeim, er hann hyggst heimsækja. Ályktun NEW YORK, (NTB-AFP). - 20 Afríku- og Asíuríki, þar á meðal Marokkó og Túnis, lögðu í dag fram tillögu til ályktunar, þar sem Frakkar eru mikillega hvattir til að gera ekki tilraunir með kjarnorkuvopn í Sahara. Var tillagan lögð fram í hinni pólitísku nefnd alls- herjarþingsins, er nú ræðir atómtilraunirnar. Herter ekki meö WASHINGTON, (NTB-Reu- ter). — Herter, utanríkis- ráðherra, mun aðeins vera í för með Eisenhower, forseta, á síðasta áfanga fyrirhug-. aðrar farar forsetans um Asíu og Evrópu. Hins vegar verður Murphy, varautanrík isráðherra, í för með forset- anum á allri ferðinni, sem er alls um 32.000 km. og búizt er við að hefjist um 4. desember. Búizt er við, að Herter muni hitta forsetann í Teheran að afloknum fundi ráðherranefndar NATO. í för með Eisenhower verða, John sonur hans, Hagerthy, blaðafulltrúi og Snyder líf- læknir. ikiu íil hafnar CHERBOURG, (NTB-Reu- ter). — Franski flotinn gerði í dag upptækan óuppgefinn fjölda kassa í vestur-þýzka flutningaskipinu Bilbao, eft- ir að franskt herskip tók skipið á Ermarsundi og flutti það inn til Cherbourg. Á- stæðan var grunur um, aS skipið hefði meðferðis vonn til upnreisnarmanna í AI- gier. Var allur farmur skips i^s skoðaður. Var skipinu síðan vefið leyfi til að sigla, en það var á leið frá Brem- en til Casablanca. mm iprengia AÞENU, (NTB-Reuter). — Flugvél frá þýzka flugfélag- inu Lufthansa, sem var ný- búin að hefja sig til flugs af flugvellinum hér á leiö til Múnchen, fékk í dag s’óp- un frá grísku loftferðáyfir- völdunum um að snúa aftur til Aþenu. Hafði flugvallar- lögreglan móttekið nafn- laust símtal um það skömmu eftir að vélin fór, að tíma- sprengja væri í henni. Eng- in sprengja fannst, en flug- vélinni seinkaði um 5 tíma. ÞAÐ er engu líkara en þau séu ástfangin! Þið eig ið að þekkia þau. Myndin er tekin að tjaldabaki í óperunni í Kansas City. Callas söng þar fyrir skemmstu, og myndin er tekin á því augnabliki, þegar Truman, fyrrum for seti, þakkar henni fyrir góða skemmtun. Tékki biðst hælis í U.S.A. WASHINGTON, (NTB-Reu- ter). — Hermálafulltrúi við tékkneska sendiráðið í Was- hington hefur beðið banda- rísk yfirvöld um pólitískí hæli fyrir sig og fjölskyldu sína. Skýrir talsmaður utan- ríkisráðuneytisins svo frá, að hermálafulltrúinn, Fran- tisek Tisler, hafi snúið sér til ráðuneytisins og sé um- sókn hans til athugunar. 1 svari við spurningu sagði talsmaðurinn, að Tisler hefði snúið sér til ráðuneytisins í lok júlí eða byrjun ágúst. Talsmaðurinn vildi ekkert segja um möguleikana á, að Tisler fengi hæli sem póli- tískur flóttamaður; Hann kvaðst heldur ekki . vita, hvort málið hefði verið rætt við téklínesk yfirvöld, eða hvar Tisler væri nú niður- kominn. Hömíum aflétt PARÍS, (Reuter). — Frakk- ar afléttu í dag öllum inn- flutningshömlum á fjölda vara frá dollarasvæðinu og þjóðum innan OEEC. LOS ANGELES, (NTB-Reu- ter). — Bandaríska rakettu- flugvélin X-15, sem flug- maðurinn Scott Crossfield er nú að reyna, áður en hann flýgur henni út í yztu lög gufuhvolfsins, varð í dag fyrir óhappi. Tókst Cross- field^ að svífa úr 15.000 m. hæð og lenda vélinni á neyð arflugvelli og sakaði sjálfan ekkert. Þegar X-15 var sleppt frá stórri sprengjuflugvél og Crossfield skyldi fljúga upp í 27.000 metra hæð, kom Ijós á -rauðan lampa í mælaborð- inu er merkti, að neðri mó- torinn af tveim starfaði ekki. Kom í ljós, að spreng- ing hafði orðið í mótornum. Sundkennsla. SIDNEY, (Reuter). — John Hawthorne og W. 'Y. Sykes voru dálítið taugaóstyrkir í dag, er þeir hófu að kenna Philomenu að synda. Philomena er nefni- lega 500 pund á þyngd og níu fet á lengd og er — hákarl. Þeir félagar voru vel klæddir, er þeir hófu sundkennsluna í tjörn- inni í dýragarðinum og tóku utan um mitti ungfrúarinnar. Raunir Philomenu hófust í s. 1. viku, er hún var veidd í net og gefin dýragarðinum. Síðan hefur hún legið, niðurbrotin, á botni tjarnarinnar og misst alta löngun til að synda. Og nú hafa þeir fé- lagar fengið það verk- efni að fleyta henni fram og aftur um tjörn ina, fimm tíma á dag í næstu tvær vikur, í von um, að glaðni yfir Philomenu og hún fari að synda á ný. — Og þeir vona bara, að hreyfingin auki ekki matarlyst hennar. AlþýðublaðiS — 6. nóv. 1959 íj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.