Alþýðublaðið - 06.11.1959, Blaðsíða 10
Leikfélag Selfoss
IKAUPB
LAUGARDAGINN 24. Þ.
m. frumsýndi Leikfélag Sel-
fosS „Koss í kaupbæti“. Sýn-
ingin fór fram í Iðnskólahús-
inu. Aðsókn og undirtektir
voru hinar beztu, þrátt fyrir
að kjördagur væi'i að morgni
næsta dags.
Allir er kynnzt hafa þess-
um leik, sem er gamanleikur,
og öðrum slíkum, vita hvers
þarf helzt með svo þeir fái
notið sín.
Margur, sem er ókunngur
leiklist, heldur að miklu auð-
veldara sé að sviðsetja gam-
anleiki en sjónleiki af öðru
tagi; en svo er þó ekki í raun
og veru.
Sýningin bar það með sér,
að leikendur hafa ekki verið
einir' að v'erki, enda' notið leið
beiningar eins reyndasta og
bezt menntaða leikhússmanns,
sem völ er á. En leikstjórinn
var Haraldur Björnsson, einn
af frumerjum leiklistar höfuð
staðarins.
Hlutver'kaskipun var þessi:
Harry Archer er leikinn af
Ólafi Ólafssyni. Ólafur hefur
komið fram áður á leiksviði á
Selfossi við góðar undirtekt-
ir. Hann br'ást heldur ekki að
þessu sinni og varð lögfræð-
ingurinn, mjög sannur í með-
ferð hans.
Konu hans Janet lék frú Lo-
vísa Þórðardóttir. Hún hefur
áður sýnt ótvíræða hæfileika
m. a. í Vilborgu grasakonu í
„Gullna hliðinu“; er sýnt var
á Selfossi og víðar fyrir nokkr
um árum. Lovísa gerði hlut-
verki sínu hin prýðilegustu
skil, bæði sem móðir og eig-
inkona, svo ekki hallaðist á
' hjá hjónunum. Börn þeirra,
Lenny og Corliss, léku Hall-
dór Magnússon og Elín Arn-
oldsdóttir. Bæði hafa þau
sést áður á „senu“ við góðan
orðstír. Halldór fór mjög lögu
lega með sitf hlutverk að
þessu sinni. Elín Arnolds-
dóttir er mjög samvizkusöm
við æfingar og trú við sjálfa
v sig. Enda er svo að hún má
tvímælalaust teljast hlutgeng
á leiksviði þó víðar væri en á
Selfossi.
Meðferð hennar á hlutverk-
inu var slík að vart verður
betur gert eftir mínu viti.
Geor'g Areher lék Klemens
Erlingsson. Hlutverkið féll sér
lega vel að persónu Klemens-
ar, enda meðferðin eðlileg og
sönn.
Louise, þjónustustúlkuna,
lék frú Kristín Helgadóttir af
sönnum myndugleik, mjög
eðlileg í umgengni við heim-
ilisfólkið og þá, sem að garði
bar.
Robert Pi'ingle var í hönd-
um Óla Þ. Guðbjartssonar,
lítið hlutverk, en þó ekki
vandalaust vegna eðlis síns, en
þar var hvorki of né van, enda
Óli áður sýnt að hann veldur
hlutvei'ki, þó stærra sé.
Konu hans, Dorothee, lék
Ingunn Jónsdóttir, að ég ætla
lítt vön, en fór svo með hlut-
verkið að ætla hefði mátt að
þar væri ekki viðvaningur á
ferð.
Mildred, dóttir þeirra, Iék
Nína B. Knútsdóttir, nýliði,
en fór mjög Iögulega með sitt
hlutverk, og var þó ekki
vandalaust á köflum.
Raymond bróðir Mildredar
lék Guðlaugur Thorarensen.
Leikur hans var mjög
skemmtilegui', en nokkuð
brast á framsögn,sem eðlilegt
er, enda aðeins 12 ára dreng-
ur.
William Frankin lék Sig-
urður S. Sigurðsson, nýr mað-
ur á leiksviði, en lofar engu
gð síður góðu, ef áfram held-
ur.
Konu hans Mary lék Hulda
Þórðardóttir. Hún hefur áður
lítillega komið á svið, m. a. á
Laugaivatni og sást það full-
vel á leik hennar í frúnni, að
hún býr yfir meiru en þetta
hlutverk gaf tilefni til.
Dexter son þeirra lék Sverr
ir Guðmundsson.. Meðfeið
hans á hlutverkinu var slík,
að auðséð er að þar er efni-
viður fyrii' hendi, enda nokk-
uð vanur, m. a. frá Hafnar-
firði. Vonandi eiga Árnesing-
ar eftir að sjá hann oft á leik-
sviði í framtíðinni.
Jimmy Earhart lék Stein-
dór Hjörleifsson, lítið hlut-
verk, en engu að síður skilað
af trúmennsku.
Willard málara lék Klem-
ens Erlingsson og verður að
telja eðlilega meðferð hans á
því litla hlutverki.
Heildarsvipur leiksins var
slíkur, að ástæða er að telja
sýninguna nokkurt afrek, og
full ástæða er að óska félag-
inu til hamingju með það að
hafa tekizt á hendur að
skemmta Árnesingum og ef tþ
vill nágrönnum nú í skamm-
deginu.
Ekki verður skilizt við þetta
mál án þess að minnast fram-.
kvæmdastjóra félagsins, frú
Áslaugar Símonardóttur. Ég
fullyrði af kunnugleika að
vafasamt mætti telja að fél.
tækist það, sem gera á án
hennar. En hún leysir útrétt-
ingar allar af svo frábærri
elju og rögg, að fágætt er,
enda munu þeir, sem hún leit-
ar til með hjálp, meta áhuga
hennar og ósérhlífni og veröa
því jafnan vel við bón henn-
ar, og skal það þakkað jafn-
framt.
Sýningin fór fram í Iðn-
skólahúsinu eins og áður grein
ir, en það hús var stækkað í
haust vegna þarfa skólans, en
jafnframt var þá reynt að
sinna þörfum leikfélagsins
eftir beztu getu, og ber að
þakka foiráðamönnum hrepps
félagsins þann skilning og
stuðning, sem þeir jafnan hafa
sýnt hinu unga leikfélagi.
Þessi lausn á húsnæðismál-
um hinna ýmsu félaga á Sel-
fossi er þó ekki nema milli-
stig og leysir ekki vandann.
Takmarkið hlýtur að verðh
myndarlegt félagsheimili í
Þessum fjölmennasta hreppi
sýslunnar, og vonandi að það
mál verði leyst sem fyrst til
vaxtarskilyiða hinum ýmsu
félögum, sem nú eru á hrak-
hólum, og menningarauka
hinu ört vaxandi kauptúni við
Ölfusá.
Þökk fyrir skemmtunina,
Leikfélag Selfoss, megi gifta
og stórhugur jafnan vera
hlutskiptið.
G. J,
iVIINNINGARORÐ: J ^
Guðfinna Jónsdóftir
Blóðbruflaup
„BLOÐBRULLAUPIГ
verður sýnt í Þjóðleikhús
inu í kvöld kl. 8. Er það
sjöunda sýnjng á þessu
leikriti. Þetta fræga leik-
rit Lorca er talið eitt
mesta meistaraverk leik-
bókmenntanna, sem skrif-
að hefur verið á þessari
öld. Ohætt er að ráðleggja
öllum, sem unna fögrum
skáldskap, að sjá þetta
Iistaverk. — Myndin, er
af Arndísi Bjömsdóttur í
hlutverki móðurinnar.
VAMMUUVMWMMVMMMMM'
Ýfarlepr gras-
Framhald af 2. síðu.
slíkt gefa mjög góða raun.
Myndast þá ekki of hár hiti í
grasinu og fá má fulla nýtingu
votheysgeymslunnar með því
að nota lausan hólk til síðustu
fyllingar og fergjunar.
Framangreindai' upplýsingar
létu þeir Steingrímur Her-
mannsson, forstöðum. Rann-
sóknaráðs ríkisins, cg Ásgeir
Þorsteinsson verkfræðingur
fréttamönnum í té í gær, og
sýndu um leið fyrrnefndar til-
raunir í grasverkun.
GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR
lézt að heimih sínu, Fi'akkastíg
20, 31. okt. sl. og verður borin
til grafar í dag.
Guðfinna var fædd 27/8 1872
að Arnarhóli í Gaulverjabæjar-
hreppi, dóttir Jóns Þói ðarsonar
og konu hans, Helga Símonar-
dóttur. Þegar Guðfinna var á
þriðja ári fluttust foreldrar
hennar að Þóroddsstöðum í Ölf-
usi og ólst hún þar upp til 10
ára aldurs, en flutti þá til
Reykjavíkur og var þar búsett
til æviloka. Árið 1895 giftist
hún Magnúsi Magnússyni múr-
ara, en hann missti hún árið
1944.
Guðfinna hafði mikla mann-
kosti til að bera, ríka réttsýni,
trúmennsku og vinnusemi. Það
má með sanni segja, að Guð-
finna hafi verið góð kona og
kom það ekki sízt fram í barn-
gæzku hennar.
Henni varð sjálfri ekki barna
auðið, en ól upp tvær fóstur-
dætur, Láiu Proppé og Sigríði
Magnúsdóttur. Láru missti hún
árið 1926, en Sigríður bjó ávallt
hjá fósturmóður sinni.
Er börn Sigríðar og síðai'
barnabörn uxu upp, tók Guð-
finna miklu ástfóstri við þau;
hún kenndi þeim trúrækni og
iðjusemi.og verða þau áhrif, er
hún hafði á börnin, seint þökk-
uð. Börnin voru allt hennar líf
og var hún ávallt með hugann
við „blessuð börnin sín“.
Við flest, börnin hennar, gát-
um lítið launað ástúð hennar,
en mikið vel kunni hún að meta
alúð og umhyggju þeirra, er
önnuðust hana í veikindum
hennar.
Við kveðjum hana í dag, en
minninguna um góða og ásti'íka
móður munum við ávallt eiga.
E.
Smygl
Framhald af 1. síðu.
i
óskuðu þeir eftir að fá lög-
bundna leitarheimild í verzlun-
um, en ekki tókst að fá það f
gegn. Við það situr.
Áfengissmygl kvað Unn-
steinn ástæðu til að ætla að
hefði stórminnkað upp á síðkast
ið. Bæði hefði Tungufoss-smygl
ið haft sín áhrif og eins ætti
tollgæzlan æ betra með að fylgj
ast með áfengiskaupum íslend-
inga erlendis.
Nýjar bækur
(Framhald af 4. síðu).
eftir Peter Freuchen, Ferð um
fornar helgislóðir eftir sr. Sig-
urð Einarsson, Bréf Matthíasar
Jochumssonar til Hannesar Haf
stein og nýtt bindi í ritflokki
Matthíasar Jochumssonar. •—
Myndin, sem hvarf nefnist
skáldsaga eftir Jakob Jónsson,
Kominn af hafi er skáldsaga
eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur
og smásögur eftir Ragnheiði
Jónsdóttur. Álitamál nefnist
bók eftir Símon Jóh. Ágústsson
og Prédikanir séra Ásmundar
Guðmundssonar biskups. Loks
koma út 7 barna- og unglinga-
bækur.
MARGAR í DEIGLUNNI
Fjölmargar bæku.- aðrar en
þær, sem nú hafa verið taldar
koma auðvitað út um jólin. For
lagsbókum Menningarsjóðs var
sagt frá hér í gær og auk þess
munu fjölmargir aðrir útgefend
ur vera á stjái með eina bók eða
fleiri. Sumir forleggjarar vildu
helzt ekkert segja frá bókum
sínum í gær og báru því við,
að ekki væri víst að þær kæm-
ust út fyrir jólin. Þannig geng-
ur á ýmsu með jólabækurnar.
Framhald af 3. síðu.
1925. Hin síðasta „Vígbúnaðar-
kapphlaupið“, kom út í júní
í fyrra. Þess má geta til gam-
ans, að hann varð annar í 1500
metra hlaupi á Olympíuleikun-
um í Stokkhólmi 1912.
Yfirlfiini
Klæðskerar.
VEGNA greinar í Þjóðvilj-
anum í gær um búrekstur á
Ketlu á Rangárvöllum, óska
ég að blaðið birti eftirfarandi
leiðr.éttingu:
Nokkur undanfarin ár höf-
um við 'Vilhjálmur Þór rekið
nokkurn búrekstur á Ketlu.
Síðastliðið haust tók ég einn
við nefndum biirekstri, og er
Vilhjálmi Þór hann með öllu
óviðkomandi síðan.
Hvað viðvíkur hinni mjög
slæmu útkomu á vænleika
lambanna í haust, þá mun koma
í Ijós, að þar var ekki fóður-
skoríi um að kenna.
Skúli Thorarensen
(sign).
Reykjavíkurhöfn óskar eftir tilboði í föt og
kápur handa 20 mönnum (hafnsögu-véla og *
vatnsmönnum hafnarinnar),
Tilboð ásamt efnissýnishorni sendist hafnar-
skrifstofunni fyrir 30. des. n.k.
Hafnarstjórinn.
Framhald af 12. síðu.
Sisavang Vong kom til
valda 1004 í landi „hinna
milljón fíla og hvítu sól-
hlífanna". Þá var Laos
í'rönsk nýlenda. Konung-
urinn var tengdur Frakk-
Iandi sterkum höndum,
hann fæddist 14. júlí 1985
á þjóðhátíðardegi Frakka ,
stundaði nám í frönskum
skólum og unni öllu því
er franskt var. Líf hans
var sambland vestrænna
siða og austrænna. Hann
er talin hafa átt 25 kon-
ur og 38 börn, en opinber-
lega átti hann aðeins eina
konu og hörn þeirra ein
eru konunghorin.
Sisavong hefur ríkt
lengur én nokkur annar
konungur. f
6. nóv. 1959 — Alþýðublaðið