Skírnir - 01.01.1897, Blaðsíða 1
Frá öðrum löndum.
Áttavísun. „Það eru fáeinar af stðrþjððum heimsins, sem í rauu-
inni ráða lögum og lofum á jörð vorri. . . . Til þess að skilja deilumál
þau, er árlega bólar á þjóða milli í heiminum, er því alveg nauðsynlegt
að þekkja nokkuð til ástands þess og hugsunarháttar, er skapar sumar
höfuðstefnur þessara stðrþjðða."
Þessi orð ritaði ég í inngangi Skírnisfrétta frá útlöndum í fyrra, og
samkvæmt þeim reit ég þá kaflann „frá öðrum löndum.“
Menn heflr in síðari ár greint á um það, hvort „Skirnir" ætti lífi að
halda eða ekki, og skoðanirnar um það virtust orðnar aokkuð jafn-skiftar.
Þðtt blöðum vorum láti enn mjög misjafnt að segja útlendar fréttir, þá
eru þær þó nú orðið svo ýtarlega sagðar í þeim tveim blöðum, er bezt
segja fréttir, að menn eiga þar kost á að lesa lengri frásögn um útlend-
ar fréttir, heldur en auðið er að koma fyrir á það rúm, sem „Skírni" er
afmarkað í þessu skyni (um 2 arkir). Og tilgangslitið virðist það óneit-
anlega að Bðkmentafélagið gefi út svo að segja endurprentun inB sama
máls, sem blöðin hafa fiutt.
Öðru máli er að gegna, ef fréttaþáttur Skírnis bindur sig aðallega
við að vinsa úr þá viðburði, er líklegastir eru til að festa sér framtíðar-
sæti í mannkynssögunni, og skýra samhengi þeirra við fortíðina og áhrif
þeirra á samtíð og framtíð. Með þvi einu mðti getnr „Skírnir" til lengd-
ar varið tilveru-rétt sinn, að hann verði jöfnum höndum fræðandi skýring
og skipulegt yfirlit samtíðar-sögunnar. Með því mðti getur hann fengið
langvinnari þýðing sem sögurit, heldur en eintðm árbðk nýliðins árs. —
Sakir rúmsins verða að eins tekin fyrir fá atriði hvert ár til ýtarlegri
skýringar, og ættu því allir að varðveita ritið; því að hver árgangur
getur þð geymt trððleik, sem til má visa mörgum árum síðar, er viðburð-
ir gefa tilefni til.
a