Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1897, Síða 2

Skírnir - 01.01.1897, Síða 2
Áttavísun. 2 Það var vikið litið eitt að þvi í fyrra, að ástand og hagsmunir lands gætu einatt skapað því stjórnmálastefnu, er sífelt færi í öllu verulegn í sömu átt, hver sem við völdin væri, og var hafnleysi Rúslands tekið til dæmis. Það liggur i augum uppi, að fyrir svo stórt og voldugt ríki eins og Rúsland sé það lifs-áriðandi að eiga nægar ísfriar hafnir fyrir flota sinn og verzlun, enda má segja að viðleitnin til að afla sér þeirra sé sá rauði þráður, sem rekja má í gegnum alla sögu Rflslands, alt frá því að bólar á fyrsta vísinum til þessa mikla rikis og fram á þennan dag. Það er al- ment að telja Hrærek (Rurik) frumhöfund Rflsaveldis. Hann lifði á 9. öld. Frændi hans Helgi (Oleg) stýrði eftir hans dag landi fyrir Ólaf (Igor) son hans ófulltíða, og fór hann herferð á hendur Miklagarðskeisara (í hyrjun 10 aldar) og gerði honum svo mikinn geig, að keisari samdi frið við hann og veitti honum ýmis verzlunar-hlynnindi. Rúsland var þó smáríki þá á móts við það er síðar varð, og að eins fyrsti vísir til ríkis. En þörfin á að ná til sjávar lýsti sér þegar, og hefir jafnt og stöð- ugt á henni bólað síðan. — Síðar (á 14. öld) varð Móskóf höfuðstaður landsins. Pétur mikli náði Asóv af Tyrkjum og fékk þannig aðgang að Asóvhafi. í landi því er hann vann af Svium við Eystrasalt, reisti hann Péturshorg, sem síðan hefir verið höfuðborg Rúslands, og í þeim löndum fékk hann fleiri hafnir við Eystrasalt. En sá hængur er á þeim öllum, að þær leggur á vetrum. Síðan hefir hugur allra Rflsadrotna staðið suð- ur á við. Katrín II. náði Krím frá Tyrkjum og fékk þannig hafnir við Svartahaf. Pyrstu þrír keisarar Rflsa á þessari öld Alexander I., Nikulás I. og Alexander II., áttu allir í styrjöld við Tyrki. Alexander I. náði löndum undan soldáni alt vestur að Pruth. Nikulás I. beið lægra hlut í Krímstríð- inu gegn Tyrkjum, þar eð Englar, Prakkar og Sardiníumenn hjálpuðu þeim. Hann dó meðan á Btríðinu stóð, en sonur hans Alexander II. varð að láta af hendi Dónármynni og nokkrar landsneiðar, og auk þess skuld- binda sig til að reisa engin hergagnabflr við Svartahaf og hafa aldrei fleiri herskip þar i hafinu en Tyrkir, og hvorugir skyldi hafa þar annað en fáeinar smáar hersnekkjur, því að Svartahafið skyldi annars engin her- skip um sigla. Þessari skuldbinding hrundu þó Rúsar af sér 1870 meðan Frakkar áttu i striðinu við Þjóðverja, og hafa síðan haft hana að engu. 1877 lögðu þeir enn í stríð við Tyrki og hefðu þá tekið Miklagarð og gert enda á veldi Tyrkja i Evrópu, ef hin stórveldin hefðu eigi knúið

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.