Skírnir - 01.01.1897, Page 3
Áttavísun.
3
þá til friðar, og i Berlín var sá friður loks fullgerður á þann hátt, að
Rúsar fengu harla lítinn landvinning. En smám saman hafa fyrir þeirra
tilstilli verið að smáklofna landskikar undan Tyrkjaveldi að norðan, og
hafa þeir verið gerðir að meira og minna alsjálfstæðum ríkjum (Rúmenía,
Serbía, Montenegró og Búlgaría).
JÞað eru Englar, sem jafnan hafa verið meinsmenn Rúsa öðrum frem-
ur í viðureign þeirra við Tyrki. Kemur það auðvitað ekki til af neinni
ást á Tyrkjum, heldur af því, að engin þjóð ann annari, og Englar sízt
Rúsum, að eignast Miklagarð. Þessi almenna óbeit vesturþjóðanna á Rús-
um kemur af því, að þær óttast að þetta hálf-siðaða ríki verði Norðurálf-
unni ofjarl, ef það nær að efla herflota sinn svo sem það hefir auð og
mannafla til, og því er þeim um að gera að stia þeim frá Miðjarðarhafinu
eftir fremsta megni. Einkum hefir Euglum jafnan staðið beygur af að
Rúsland verði voldugra á sjó, því að Rúsar hafa aukið landeignir sínar
austnr á við og suðureftir i Asíu, svo að fyrirsjáanlegt þykir að þeir nái
senn að landamærum Indlands að norðan; en Indland liggur undir Breta-
krúnu, og er enskt keisaradæmi kallað. Bretar eiga oft fult í fangi að
halda undir sig nyrztu héruðunum á Indlandi, og er vald þeirra þar alt
á reiki og stendur ekki Bterkum fótum alstaðar. Indland er alt hernumið
land og þarf auðmagn, herafla og stjórnhyggindi Breta til að halda því
undir sig og í skefjum. Ráða þar víða löndum innlendir höfðingjar, er
lúta valdi Breta af því að þeir hafa ekki bolmagn til annars. — Það er
auðskilið af þessu, að Bretum er ekki um það gefið að fá fyrir nágranna
að norðan jafn voldugt ríki sem Rúsland, er verið gæti öflugur bakhjarl
mótþróasömum indverskum höfðingjum, er kynni að vilja óhlýðnast Bret-
um eða brjótast undan valdi þeirra. Því hafa Bretar jafnan spornað fast
við allri framsókn Rú'sa í syðri hlut Asiu, en reynt að styðja og efla ríki
sjálfstæðra innlendra höfðingja þar.
En tvöföld hætta þætti Bretum sér búin, of þetta sama Rúsland efld-
ist jafnframt mjög á sjó og fengi nægar og góðar ísfríar skipahafnir bæði
í Evrópu og Asíu.
Þegar Rúsar fundu svo harölega spyrnt á móti sér í Evrópu, tóku
þeír endur fyrir löngu að kosta því meir kapps um að auka vald sitt
austur á bóginn. Rúsar eiga nú land austur að Bæringsbafi og Kyrra-
hafi, norðan frá íshafi og suður um 50. til 40. mælistig norðurbreiddar.
Eiga þeir því hafnir við Kyrrahaf norðan til; en á þeim hefir sá ann-
marki verið, að þær hefir lagt á vetrum.
a’