Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1897, Side 4

Skírnir - 01.01.1897, Side 4
4 Áttavísun. Ástundun Rúsa aufltur frá hefir því miðað mjbg að því, að fá sér hafnir sunnan við Kyrrahaf, þær er eigi legði að vetrarlagi. Nú er þar austur frá eigi hafnir að fá, nema að ná þeim frá Kín- landi. En Kúsar eru eigi mjög unnandi frjáÍBri verzlun, og þar sem þeir fengju hafnir, mundi öðrnm þjóðum íþyngt með tolla og aðrar tálmandi kvaðir um fram rúsneska þegna. En Bretar og aðrir, sem knúið hafa Kínverja til að opna hafnir fyrir verzlun útlendra þjðða, hafa jafnan fylgt því, að öllum þjóðum væri gert jafnt undir höfði. Er af þessu auð- sætt, að nái Rúsar höfnum og landsvæði undir sig, þá er af því tjón búið þeim þjóðum, er verzlun reka við Kínland. Er hér ein rökin að finna til ýmigusts þess, er Bretar hafa á að Kúsar nái undir sig höfnum í Kinlandi. Prá þessu, sem hér er ritað að framan, er sagt í þvi skyni, að menn megi betur skilja afstöðu Breta og Rúsa hvorra til annara, og til þeirra viðburða, er gerðust á árinu i suðausturhlut Evrópu og í Asíu. Það er nú síðari árin að vakna ný skoðun á þessu máli í Englandi, en hún er varla búin að ná yfirhönd enn þá. Það er sú skoðun, að því verði ekki forðað, sem fram á að koma: Rúsland hljöti fyr eða síðar að ná síauðum herskipahöfnum bæði í Ásíu og Evrópu og verða eitt af mestu stórveldum heimsins á sjó. Það hefði því verið og sé enn hyggilegra fyrir Bretland að hafa gott samkomulag við Rúsland, en að ala á fjand- skap við það báðum þjóðunum til koBtnaðar og tjóns. Það hefir þannig t. d. verið aðalástæða vestur-stórveldanna til að bjálpa Tyrkjum sífelt og halda við ríki þeirra í Evrópu, að enginn hefir öðrum arfsins unnað eftir „sjúklinginn“ (svo er Tyrkjaveldi einatt nefntj, er hann hrykki upp af. Einkum hefir ekkert af stórveldunum unnað öðru Miklagarðs, og heldur viljað vita hann í Tyrkjans höndum, úr því að þau gátu ekki hvert um sig fengið hann sjálf. Nú eru flestir farnir að sjá að Tyrkjaveldi í Ev- rópu stendur svo feysknum feigðar-fótum, að því verður ekki við borgið, — „og það hefðum vér Bretar betur fyrri séð“, sagði Salisbury lávarður, ráðaneytishöfðingi Bretaveldis, í ræðu er hann hélt í ársbyrjun. Hann sagði að 1853 befði þegar verið til þeir stjórnhyggindamenn í Evrópu, er þettu sáu, — „og á meðal þeirra var Nikulás keisari I.; hann gerði þá Bretlandi þau boð, er ég eta ekki að nú yrðu þakksamlega þegin, ef nú væru boðin; en þá skildi vegu með oss og honum, er boðum hans var hafnað." Nikulás sagði við Bretastjórn þá á þessa leið: Við skulum

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.