Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1897, Side 5

Skírnir - 01.01.1897, Side 5
Áttavísun. 6 reyna að treina líftðruna í Tyrkjanum meðan auðið er; en það dylst engum að hann á ekki langt eftir. Nfl skulum við Bretar og Rúsar, koma okkur saman um, hvernig með reiturnar skuli fara, þegar sjúkling- urinn sálast í köndunum á okkur. Ef við komum okkur saman, þá stend- ur mér fyrir mitt leyti á sama hvað aðrir hugsa eða gera. — Það má þakka Madame Novikof, að almenningi er nfl kunnugt um efnið í tillög- um Nikulásar í þetta sinn. Þær vóru þessar: — 1. Ef Bretland ætlar að taka undir sig Miklagarð, þá leyfi ég það ekki. — 2. Ég er jafn-fús á að undirgangast að slá heldur ekki minni eign á Miklagarð. — 3. En þð að ég lofi að slá ekki eign minni á borgina, lofa ég ekki því, að ég skuli ekki taka hana á vald mitt, et nauðsyn krefur að ég skipi setu- liði í hana. 4.-6. Rúmenia, Serbía og Búlgaría verða sjálfstæð riki undir vernd minni. — 7. Skyldi Bretar vilja taka Egyptaland á sitt vaid, þá hefi ég ekkert á mðti því. — 8. Sama er um Krít að segja, ef ykkur sýnist svo. Þetta er nú alt orðið, nema hvað England tók Cyprus en ekki Krít, og hefir ekki fengið viðurkendan rétt til að halda Egyptalandi nema rétt um stundar sakir, og mjög tvísýnt að það fái það. 1853 var Suiiz-skurð- urinn ekki til, en nú er hann nauðsynleg skipaleið Rúsum og Frökkum, sem eiga lönd í Austur-Asíu. Það dylst ekki þeirn sem því veita eftirtekt, að rómönsku þjóðirnar í Evrópu eru í hnignun og afturför: Spánn og Ítalía eru „deyjandi riki“, eins og nýlega var að orði kveðið og heimsfleygt varð á svipstundu; jafn- vel Frakkland er í sýnilegri hnignun. — Það eru þrír þjóðflokkar í heim- inum, sem sífelt eru að þenja sig út: fyrst in enskumælandi stórveldi (Bretaveldi og Bandaríkin), þá Rflsland (slafneskt) og loks Þýzka- land. Enskumælandi þjóðirnar þenja nú vald sitt yfir heila heimsálfu. (Ástralíu), og tvær hálfar (alla Norður-Ameriku og nær hálfa Afríku) auk Bretlands ins mikla og írlands. Rúsar hafa þanið sig yfir svo mik- ið landsvæði í Asíu (mikið af því auðugt land en lítt hygt), að þeir eiga nðg með í hálfa eða heila öld að koma á bygð í því landi, sem þeir eiga, og hagnýta sér auðsuppsprettur þess. Að fráteknum sjóhöfnum, svo sem áður er getið, munu þeir varla um langan aldur ágirnast ný lönd En Þjóðverjar hafa landþrengsli hoima og leggja sig mjög fram um landnám í öðrurn álfum og nýlendu-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.