Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1897, Side 6

Skírnir - 01.01.1897, Side 6
6 Áttayísun. stofnanir. Þeir gera sér alt far um að keppa yíö Breta í iðnaði og verzl- un við útlönd (til að afla iðnaði sínum markaðar). Því eru þeirra hags- munir svo víða andstæðir Bretum. Meðan Bismarck var við stýrið á Dýzkalandi hélt hann góðu vinfengi við Rflsa. Síðan hafa Þjóðverjar snóið baki við Rösum, en Rúsar aftur dregið Prakka að sér, en þeir eru eríifjendur Þjóðverja. Er því nú sá tvískinnungur á orðinn fyrir Þjóð- verjum, að auk fjandskapar þeirra við Breta hafa þeir einnig dregið aðal-andstæðinga Breta (Rflsa) í óvinaflokk sinn. Þetta er vel vert að hugfesta, því að það skýrir að ýmsu afstöðu þessara þriggja velda hvors til annars og afskífti þeirra af tíðindum þeim sem á árinu hafa orðið, og væri sumt af þeim annars barla torskilin gáta. Gríska stríðið. — Eyjan Krít heyrði í fornöld Grikklandi til, og fóru margar sögur af eynni „með hundrað borgir". Hón var fyrst hygð ýmsum þjóðflokkum, en varð snemma fjölmennust af Grikkjum, og hefir síðan aðallega verið talin grísk að þjóðerni. Mörg vóru ríki og borgir í eyjunni, óháð hvort öðru. Kríteyingar þóttu snemma hermenn góðir, en víkingar miklir og fór misjafnt orð af þeim. Rómverjar lögðu eyna und- ir sig á 1. öld f. Kr. Síðar er Rómaríki skiftist, lenti hfln í austurhlut- anum. En á 17. öld lögðu Tyrkir hana undir sig; hafa þeir haldið henni síðan og farið illa með hana sem þeirra er víBa, enda heflr hag þjóðar- innar á Krít farið sí-hnignandi. Þegar Grikkir börðust til frelsis, risu Krítey- ingar upp með þjóðbræðrum sínum og gerðu uppreisn mót Tyrkjum. En er Grikkland varð óháð, nrðu Kríteyingar eftir undir valdi Tyrkja, og undu þvi ið versta. Síðan hefir ekki á öðru gengið en sifeldum uppreisn- um gegn Tyrkjum; einkum kvað mikið að þeim 1858, 1866—68 og 1889 —90. — Tyrkir hafa þó síðari hlut þessarar aldar ekki farið sviplíkt eins illa með Kríteyinga eins og þeim annars er tamt að fara með krÍBtnar þjóðir, sem þeim lúta. Eyjarskeggjar fengu fulltrúaþing og kristnir menn nutu að lögum sama réttar sem Múhameðstrúarmenn. 1879 settu Tyrkir grískan mann til landshöfðingja yflr þeim. Sögum um illa með- ferð Tyrkja á kristnum mönnum þar er mjög varlega trflandi, að kunn- ugir fltlendingar segja, sem þar hafa langdvölum verið; því að Grikk- lands hlöð ýkja mjög og ljúga þaðan. Það eru félög og nefndir manna í Grikklandi, er sífelt æsa Kríteyinga til upproistar. í fyrra vetur (1896—97) var enn dyggilega blásið að þeim kolum. Eins og getið var um í „Skírni" í fyrra í Tyrklandsþætti, hófst uppreist

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.