Skírnir - 01.01.1897, Qupperneq 7
Gríska stríðið.
7
á Krít vorið 1896. Nánasta tilefnið var það, að soldán neitaði að efna
það loforð, sem hann hafði geflð störveldunum (1889) um stjörnarbót á
Krít. Detta loforð hefir sífelt verið svikið síðan. Kríteyingar hafa sífelt
verið að biðja stórveldin og skora á þau, að knýja soldán til að efna heit
sín, en það hefir alt komið fyrir ekki, og svo hófu Grikkir í eyjunni,
eða inir kristnu menn, uppreist. Stórveldin skoruðu nú á Grikkja-stjórn
að leita um sættir og einkum að reyna að sefa uppreistarmennina. Grikkja-
stjórn gerði það og hafði það þann árangur, að uppreistin færðist ekki
út, en hélst að eins við á því litla svæði, þar sem hún var byrjuð. Til
þakklætis fyrir þessar aðgjörðir Grikkja lögðu nú stórveldin fast að sol-
dáni og buðu honum að koma þegar á stjórnarbót, svo sem þau mæltn
fyrir; var það að vísu ekki stórfrjálslegt fyrirkomulag, en þó svo að
nokkurneginn mætti við una til að tryggja þolanlegt ástand. En soldán
og stjórn hans eru meistarar í að þæfa í móinn, draga á langinn og friða
með loforðum, sem lítið er í varið — í stuttu máli, í alls konar krókum
og undanbrögðum. Soldán tók vel á öllu, hét því, sem ekki varð hjá
komist að lofa, og gaf út fyrirmæli og lög, er virtust fullnægja kröfum
stórveldanna. En jafnframt stælti hann þá þegna sína á Krít, er vóru
hans trúarbræður (Mahómetstrúar) til að setja sig á allan hátt á móti
fyrirskipunum sínum og gera það að verkum, að ekkert yrði úr fram-
kvæmd þeirra. Hann hafði setulið í eynni og átti það að knýja alla til
hlýðni við inar nýju réttarbætur; en í þess stað að gera það, slóst liðið
í leik með sínum trúbræðrum (Mahómetsmönnum), myrtu þeir kristna
menn og brendu og brældu bústaði þeirra; urðu einkum mörg hryðjuverk
í Canea (við samnofndan flóa vestaBt á norðurströnd eyjarinnar) og fleiri
bæjum á ströndunum. Stórveldin höfðu nokkur herskip hvert, alls nokk-
urn flota, á höfnum á Krít; en þau gátu ekki varið kristna menn á landi
ofsóknum; höfðu þau ekkert landlið, enda urðu aldrei ásátt um, hvað gera
skyldi eða hvornig í skerast.
Þegar Grikkja-stjórn sá, að stórveldin veittu enga vernd Krítar-
Grikkjum gegn ofstækis-ofsóknum og böðulskap Mahómetstrúarmanna,
sendi hún þrjú herskip og sex tundurbáta; fluttu þeir landher nokkurn
til eyjariunar undir forustu Georgs konungssonar. Kvað stjórnin það
erindið — eftir því sem hún sagði í tilkynningarskjali til stórveldanna
— að „stemma stigu fyrir taumlausum hryðjuverkum Mahómetsmanna,
koma á friði og skipulagi í eynni með hverju því móti sem á þyrfti að