Skírnir - 01.01.1897, Side 9
Gríaka stríðið.
9
endemi, að enskt lið skyldi skjðta á kristna Kríteyinga, og leggja syo
lið Hundtyrkjanum og soldáni hans, „morðingjanum í hásætinu.“ Sendu
jieir Grikkjum bréf og símrit og lýstu samhugð sinni og alls Bretlands
með málstað þeirra og Kríteyinga.
í annan stað vðru þeir og nokkrir, og það frelsisvinir fullkomnir, er
prísuðu mjög þessi 40 fallbyssuskot; kváðu það upphaf eða að minsta
kosti forboða nýrrar friðar-gullaldar í heiminum, að öll stðrveldin kæmu
fram í einingu sem löggæzlumenn friðarins, þðtti þeim þetta npphaf að
allsherjar bandalagi, sem mundi styrkja frið, en hefta róstur og styrjaldir.
Kvað enda merkur rithöfundur (Mr. Stead) svo að orði, að dynurinn af
þessum blessuðum 40 fallbyssuskotum væri inn sætasti hreimur, er í
manna eyrum hefði hljðmað, síðan Betlehems-hirðarnir heyrðu básúnuhljöm
englanna forðum. Stðrveldin hefðu oft orðið samtaka áður um kröfur og
fyrirskipanir, en þegar orðum þeirra hefði eigi hlýtt verið, þá hefði þau aldrei
samtaka orðið -um, að láta fallbyssukúlurnar framfylgja fyrirmælunum.
Nú er það væri sýnt, að þau skirðust ekki við að taka til vopnanna, þá
mundi engin þjðð héðan af þora að óhlýðnast þeim þar sem þau væru
samtaka.
Stðrveldin Bendu nú meira lið til Krítar, varðkvíuðu eyna gagnvart
grískum skipnm, sem alveg var bannað að flytjalið eða vistir til eyjarinnar;
en linlega tðkst sú varðkvíun, því sjðr er oft illur við Krít, einkum að
norðan, en Grikkir sjðgarpar miklir, og komst margt grískt skip leiðar
sinnar til eyjarinnar með vistir og skotfæri. — Hins vegar lýstu aðmírál-
arnir yfir því, að stðrveldin, sem þeim hefðu umboð veitt, hétu því að
skipa gðða og frjálslega stjðrn á Krít, ðháða veldi soldáns að öllu, nema
skattskylda honum.
Meðan þessu fór fram á Krit, tóku Grikkir að draga saman her
manns og senda norður að landamærum, og Tyrkir drðgu lið saman sínum
megin landamæranna. Var æsingur mikill í Grikkjum, og gerði þð kon-
ungur alt hvað hann gat til að halda þeim i skefjum. Dag frá degi
jðkst liðsafnaðurinn og jafnframt æsing Grikkja eftir friðslitum. Stðrveld-
in, sem fyrir hvorn mun vildu forðast styrjöld á Balkanskaga, lögðu fast
að Grikkjum að leggja ekki í ófrið, og hðtuðu enda að varðkvía Piræus-
höfn og jafnvel fleiri hafnir á Grikklandi, ef Grikkir hlýddu eigi; en úr
því varð þó ekki, því að England skarst úr leik, er til kom að fullnægja
bðtuninni, Hins vegar lýstu stórveldin öll í samræmi yfir því í sterk-