Skírnir - 01.01.1897, Qupperneq 12
12
Gríska striðið
Iið skyldu Tyrkir me»a hafa í Pessalíu um sinn, en verða á hrott með
það innan mánaðar, eftir að stórveldin álita herkostnaðinn að fullu trygð-
an (en það varð innan missiris). Stórveldin skyldu setja fjármálanefnd í
Aþenu til að sjá um skilvisa greiðslu á rikisskuldum Grikkja; skyldi
gríska þingið með lögum ávísa nefndinni ákveðnar ríkistekjur, er til þessa
skulu ganga unz skuldunum er lokið. Yarð Grikkland þannig ráðsvifting-
ur í (jármálum og verður það um nokkur ár, og telja flestir það lán
landsins, því að fjárhagur ríkisins hefir verið í mestu ðreiðu. Br það margra
mál, að líkt þyrfti að fara með fleiri ðráði-riki, svo sem Spán og
Italíu t. d.
Allir höfðu við því búizt, er Grikkir flönuðu í ðfrið þennan, að þeir
mundu lægri hlut bíða. En hitt hafði fám eður engum til hugar komið
að ófarir þeirra mundu verða svo gersamlegar á lítilli svipstundu, eins og
raun varð á.
Orsakir þess hafa verið ýmislega raktar, og satt að segja var þungt
ámæli lagt á Grikki í fyrstu í ýmsum útlendum blöðum fyrir dugleysi
og onda bleyðuskap. Síðan herfrððir menn, er við voru ðfriðinn og kunn-
ugir voru öllum atvikum, komu heim til sín aftur eftir ðfriðinn og
hafa skýrt frá áliti sínu um málið, hefir dðmurinn fallið víða nokkuð
á annan veg. Af því sem höf. þessara frétta hefir lesið um málið, þykir
honum fátt eða ekkert sennilegar ritað, en það er H. Angell, höfuðsmað-
ur i herliði Norðmanna, heflr ritað, og kemur það líka vel heim við það
sem sannfrððir enskir menn og amerískir hafa ritað.
Ein orsökin til ðfara Grikkja, og hún ekki hvað minst, var sú, hve
algerlega þeir voru ðviðbúnir ófriði. Foringjar þeirra allvel að sér bók-
lega en hafa engar verklegar æfingar haft; það vanrækt af herstjðrninni.
Liðsmenn ðbreyttir alveg ðæfðir; pappírslög skylda menn til heræflnga i
tvö ár, en þingmenn hafa fundið vegu til að smádraga fir því og útvega
mönnum, hver úr sínu kjördæmi, undanþágur frá þjónustu og stytting
æfinga; gerðu það til að geðjast kjósendum og afla sér atkvæðafylgis.
Herinn því óæfður alveg. Ráðgjafaskifti verða á Grikklandi einu sinni
til sex sinnum á ári, og í hvert sinn verða mannaskifti í hershöfðingja-
ráðinu. Landið heflr þannig ekkert stöðugt hershöfðingjaráð. Forðaböra-
stjðrn gat ekki heitið að til væri, og skorti því herinn frá öndverðu
klæði og vistir; en sjaldan er harðsnúið hungrað lið. Og það sem verra
er, um allan heim hættir hermönnum til að dæma alla herstjðrn sína og
foringja eftir því, hvernig viðurgerningurinn er. En Grikkir eru af