Skírnir - 01.01.1897, Síða 13
Gríska stríðið.
13
náttúru, uppeldi og erfivenju jafnaðarmenn miklir, gera lítinn mun á yfir-
boðnum og undirgefnum; allir skoða hver annan sem lagsmann. En slíkt
er ekki holt fyrir hlýðnina. Óbreyttir hermenn og foringjar spjalla
hvervetna saman sem jafningjar og lagsbræður. Svo segir amerískur höf-
undur (Rich. Hard. Davis): „Slikur mannjöfnuður sem í Grikklandi þekk-
ist hvergi annarstaðar í heimi, ekki i Frakkiandi og ekki hjá oss. . . .
Konungur situr inni í kaffihúsum og spjallar við þegna sína. Deir kaupa
af honum vínin, sem hann selur af vínekrum sínum, og hann kaupir aftur
af þeim sauði þeirra ... Leiðsögumaður rainn um hæinn var hótelþjónn, og
heilsaði hann hermálaráðgjafanum og inuanríkisráðgjafanum kompánlega
með handabandi, en þeir nefndu hann með fornafni og höfðu gaman af
að spjalla við hann“. Enginn kunni að hlýða, ekki einusinni að fylkja
sér rétt eða ganga. 6—700 manna flokkur gekk svo dreift (hver á eftir
öðrum), að þeir sem aftarlega voru, heyrðu ekki til foringjans fremst.
Degar þeir lögðu af stað, voru allir á nýjum skóm; eftir að góð eykt
var liðin, gekk helmingur þeirra berfættur, þoldu ekki kreppuna af nýjum
skóm. Degar kom að læk, stukku allir út i lækinn að baða fæt-
urna; vatnið gruggaðist, svo enginn gat fengið að drekka, þótt allir
væru þyrstir. Og þegar foringjarnir skipuðu hermönnum eitthvað, þá
fóru hermennirnir að ræða um það við þá, færa rök fyrir að annað væri
skynsamlegra — i stað þess að þegja og hlýða.
Smolenski hershöfðingja voru þeir hræddir við; hann var harður og
illilegur og þoldi enga mótsögn né tregðu. Deir Grikkir, sem hann stýrði,
hörðust líka ágætlega. En yfirleitt voru grísklr hermenn svo óæfðir og ó-
vanir við að hlýða, að það hefði engum manni tekist að stýra þeim í
lagi, nema með grimdarhörku, með marghleypu í hendinni, og með því
að skjóta niður hlífðarlaust hvern sem ekki hlýddi þegar í stað.
Hver grískur hermaður átti að fá 1 brauð þriðja hvem dag, dálitið
af sölturn geitamjólkurosti og 10 aura á dag í peningum. Dað er lítill
kostur, en Grikkir eru nægjusamir, þolseigir og harðir af sér. En það
var fjarri þvi að þeir fengju þetta. — Hefðu þeir lagt út í ófriðinn um
miðjan vet.ur, telur Angell líklegt að þeim hefði að öllum líkindum vegn-
að betur en Tyrkjum, þrátt fyrir illan undirbúning, því að þá höfðu
Grikkir góða vegu, en Tyrkir vegleysur, og hefðu aldrei getað komið liði
sínu fram um hávetur. Yfirhersstjórn Tyrkja hafði engu betri verið en
Grikkja, en herinn æfðarl.
En þegar að ófriðnum dró, sá krónprinsinn, hve alt var óviðbúið,