Skírnir - 01.01.1897, Side 16
16
Rúsland.
skipaBtól Prakklands. Skyldi heimsókn þessi vera því til endurgjalds, er
Nikulás keisari hafði heimsótt Faure árið áður i París. Tók keisari honum nú
með öllum inum sömu virktum, sem hann hafði tekið Vilhjálmi keisara
með; faðmlögin sögð að víbu öllu færri og kossagangurinn minni, en al-
úðin engu síðri frá keisara hlið. Hitt varð fljótt auðséð, hvorum þjóðin
fagnaði hetur; hún tók engan þátt í að fagna Vilhjálmi, utan hvað al-
menn kurteiei krafði. En við Faure lintu aldrei fagnaðarlætin frá henn-
ar hendi.
Ræður Rúsakeisara við þetta tækifæri þóttu og miklu þýðingarmeiri,
enda Býnilega stund á það lögð, er að Bkilnaði leið, að láta heiminn skilja
að hér væri ekki markleysa mæld, er um vinfengi Rúslands og Frakk-
lands væri að ræða.
Menn hafa í nokkur ár þótst vita, að samningar mundu á vera milli
Rúslands og Fraklands nm Bamhand, ef til ófriðar kæmi; en fullvíst var
það ekki og því síður innihald samningsinB. Frökkum hefir verið mjög
umhugað um, að það komi á einhvern hátt berlega fram, að slíkur sam-
bands-samningur væri til, því að þeir hafa Béð, sem var, að það hlaut að
verða þeim inn mesti styrkur, að aðrar þjóðir væri ekki í vafa um tilveru
slíks Bamnings.
Árið áður (1896) er Nikulás heimsótti ParÍBarborg, talaði hann mikið
um vinfengi þessara tveggja þjóða, og í einni ræðunni nefndi hann Frakka
og Rúsa „samliða11 eður „vopnabræður“; en það þótti þá ekki nægilega
taka af öll tvímæli.
Nú er Faure skyldi heimleiðis halda, fylgdi keisari honum á skip út,
og var þar siðaBta skilnaðarveizla á skipinu. Héldu þeir þar sína skiln-
aðarræðuna hvor, keisari og forseti, og lásu þær ræður upp af skrifuðum
blöðum, en það er fátítt við slík færi, nema mikið þyki undir komið, að
engin mishermi goti síðar átt sér stað um það, hvað sagt hafi verið. Enda
höfðu þeir keisari og foreeti átt tal saman á undan og utanríkisráðgjafar
þeirra ásamt þeim, og þar verið komið sér saman um orðalag það, er
mest þótti undir komið, í ræðunum. Mælti keisari í skilnaðarræðunni
meðal annars þessum orðum: „Það er mér gleðiefni, að heimsókn yðar
til vor eykur í nýjum þætti til samdráttar þjóðum okkar, sem tengdar
eru áður vinfengi og bandalagi“. Rétt áður hafði Faure í sinni ræðu við-
haft orðrétt sömu ummæli, og las hann líka ræðu sína af blöðum.
Faure og hans föruneyti hélt heim, en öll Norðurálfan þóttist nú skilja,