Skírnir - 01.01.1897, Side 17
RCsland.
17
að ekk! mættu tvímæli heita á því leika héðan af, að Báttmáli væri til
milli Prakka og Rúsa um samband, svo að hvorir skyldu öðrum veita i
ðfriði.
Þegar Paure lagði að heiman í Rúslandsför þessa, gáfu landar hans
því ekki mikinn gaum fremur en rétt Bem venjulegt er, þá er forseti
leggur af stað í ferð. En er hann kom heim aftur, mátti segja að öll
þjððin bæri hann á höndum sér, því að ræður þeirra keisara og hans vóru
þá fiognar með ritsímanum á vængjum rafmagnsins um allan heim.
Um það kemur öllum saman, að sá ðvinur, sem um fram alt vakir
fyrir báðum þessum þjððum, er þær bindast í bandalag, það er sú þjóð,
cr Vilbjálmur keisari stýrir, Þjóðverjar — og þeirra bandamenn. Er því
vel skiljanlegt, að þrátt fyrir friðarmál, faðmlög og kossa, yrði þó hlýrri
frá þjóðarinnar hendi i Rúslandi viðtökur forsetans en keisarans.
Pyrir nokkrum árum réðst Rúsastjórn í að leggja járnbraut austur
um þvert Rúsland og Síberíu austur til hafs. Nefnd ein fjallaði um það
mál og réð fastlega til þess; en formaður í þeirri nefnd var Nikulás, sem
þá var krónprins, en nú er keisari. Var þegar tekið til starfa, og hefir
verið haldið á frara sífelt siðan með hana; en mest hefir þó verið að gert,
siðan Nikulás varð keisari, því að honum er þetta ið mesta áhugamál.
Brautina var byrjað að loggja frá Pétursborg og austur eftir og á
hún að ná til Vladivostok, sem er hafnarbær austur við Kyrrahaf, syðst
í Síberín, rétt norðan við landamæri Kóreu. Rúsar eiga þá höfn, og er
hún góð að öðru leyti en því, að hana leggur langa tíð á vetrum og tepp-
ast þá allar skipaferðir. Frá Pétursborg til Vladivostok nær brautin yfir
10,000 kílómetra. Braut þessi liggur i gegnum frjósömustu héruð Síberíu;
er þar kornland svo frjótt, að til jafns má leggja við hin frjóvu kornbelti
í Bandaríkjum og Canada; en vegleysurnar hafa valdið því til þessa, að
ekki hefir borgað sig að yrkja þar korn nema til heimaþarfa, því að
flutningskostnaður til markaðar hefði orðið miklu hærri en andvirði
kornsins.
Braut þessi gera Rúsar ráð fyrir að verði full-lögð 1901, og má nærri
geta, að þá hlýtur að verða stór breyting á heimsverzluninni að ýmsu
leyti, ekki sízt kornverzluninni. Verði þar skaplegt stjórnarfar, má og telja
víst, að talsvert af fólksútflutningastraumi Norðurálfunnar beinist í austur-
átt í stað þess að fara í vesturátt som hingað til.
Samgöngnrnar hljóta og að taka miklum breytingum við þessa braut.
Ferðalag umhvcrfis jörðina mun styttast um 10 daga. Það má í þessu
b