Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1897, Page 18

Skírnir - 01.01.1897, Page 18
18 Rúslancl. sambandi minna á það einkennilega atvik, að í fyrra var verið að ræða það mál i fullri alvöru í tímaritum í Áetralíu, er um samninga var að gera um pðstflutning í nokkur ár, hvort ekki mundi réttara, að senda Englandspðstinn yfir Síberíu heldur en yfir Canada eftir 1901. Frá Os- tend í Belgíu til Vladivostok eru 8869 mílur enskar og á að verða auðið að fara þá leið á 300 klukkustundum. Nh sem stendur tekur það fyrir bréf 28 daga að komast frá Lundúnum yfir Atlantshaf, Canada og Kyrrahaf til Japans, en frá Lundúnum ætti bréf sem færi yfir Ostend, Pétursborg og Vladivostok til Japans að verða að eins 14 daga á leið- inni. En sé um Suezskurð farið, er Lundúnabréf 38 daga á leiðinni til Japans. Frá Japan tii Ástralía fara örskreið gufuskip á 10 dögum. Ekki minni þýðingu að sínu leyti fyrir Rúsland fær braut þessi þá er um það er að ræða, að flytja herafla frá einuheimsálfuhorni til annars í hinu víðlenda ríki, hvort heldur væri til sóknar eða varna, en þá er braut- ina þyrfti að nota i slíkum tilgangi, væri það meinlegt mjög, að hitta á Vladivostokhöfn þegar hún og allur flóinn, sem húu liggur við, er alt lagt þykkum ísi, — kemur hér enn fram það sem fyr hefir verið ávikið bæði í ár og i fyrra, hve meinlegt Rúsum er að eiga ekki isfria höfn á austurströnd Asíu. Svo sem getið mun verða á öðrum stað, notuðu Þjððverjar léttvægt yfirskyn til þess að hræða Kínverjakeisara og þröngva honum með ðfrið- arhótunum til að láta af hendi við sig höfn við Kiao Chau-flóa og land- spildu nokkra eða hérað þar um kring. Þeita fullgerðist í desembermán- uði. Það var eins og þægan ilm legði fyrir nasir Rúsastjórnar, er hún frétti af þessu tiltæki Þjððverja. Kínvorjar hafa síðan ófriðnum lauk við Japansmenn verið eins ósjálfbjarga eins og hvalur, sem hlaupinn er á land. Þegar Þjóðverjar fóru að skera sér krás af hvalnum, brugðu Rús- ar við fyrst og skömmu síðar Frakkar til að skera sér sína þjósina hvor; en meginið af þeim tíðindum gerðist eftir nýár og verður því að bíða næsta árgangs Skírnis. Þess má þó geta hér, að 19. des. kom rúsnoskur herfloti vel vígbúinn, og lagði inn á höfn við Port Arthur, en það var i fullu óleyfi Kínakeisara. Setti Rúsakeisari her á land og tók borgina með öllum hennar umbúðum á sitt vald. 21. s. m. tilkyntu Rúsar Japans- stjórn, að þeir hefðu með flota sínum tekið Port Arthur á sitt vald. Dag- inn þar á eftir, 22. des. kom Kinverjastjórn með öndina i hálsinum fram með tilkynningu til Rúsa, um að hún leyfði þeim náðarsamlegast að sigla kerskipum inn á höfnina í Port Arthur. Þessu lauk svo eftir nýár á þann hátt,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.