Skírnir - 01.01.1897, Qupperneq 19
Ansturríki — TJngaraland.
19
að Rúaar fengu hBfnina til fullra umráða í 99 ár, sem vitanlega þýðir
sama sem fult afsal til ævarandi eignar. Jafnframt fengu þeir leyfi til
að leggja járnbraut snður um Mandsjúri og til Port Arthnr, og hafa setu-
lið eftir þörfum í Mandsjúríi. Þó að Mandsjúríið sé enn að nafninu eign
Kínaveldis, þá er enginn vafi á þvi, að það er með þessu móti komið á
Rúsa vald og verður von bráðara alger eign þeirra. Jafnframt samdist
svo um, að Rúsar skyldu leggja álmu af járnbraut til Peking, aðsetur-
staðar Kínlandskeisara og höfuðborgar Kínaveldis.
Port Arthur er gott til vígis, enda reisa Rúsar þar ramger varnar-
virki, höfn er þar in bezta og koma þar aldrei ísalög. í stað þess að
Vladivostok var áður ætlað að verða endastöð Siberíubrautarinnar að aust-
an, þá verður nú Port Arthur endastöðin. Hvort heldur litið er á verzl-
unarhag eða herþarfir Iandsins, þá dylst það eigi, að þetta er einhver hinn
þýðingarmesti ávinningur fyrir Rúsaríki, sem því hefir hlotnast um lang-
an aldur.
E>ó að engum þyki torskildar þessar aðfarir Rúsa þar eystra, þá er
þó óhætt að segja, að þær komu flestum eða öllum á óvart þá í svipinn
og ekki síst Bretum, enda sendn þeir á gamlársdag Seymour aðmírál af
stað til Kínlands til að gerast yfirforingi flota þeirra þar eystra.
Austurríki — Ungaraland. — Eftir því sem liðið hefir á öld þessa
hefir reynslan þótt sýna þess merki víðast um heim, að það sé ekki litlum
annmörkum bundið, að stjórna þjóðum, svo að í lagi fari, þar sem lög-
gjafarþing ráða lögum og lofum og binda hendur stjórnanna. Hefir víða
svo farið, að alþýða manna, sem kosningarréttinn hefir í höndum, hefir
reynst því illa vaxin, að fara skynsamlega með valdi sínu. Þau löndin
hafa þótt sleppa skaplega, er stórslysalitið hefir tekist að stýra milli skers
og báru þó talsvert hafi á gefið með köflum. Sumstaðar hefir konungs-
valdið gerst þingvaldinu æði nærgöngult, og þurfa danskir þegnar ekki
langt að skygnast til þeirra dæmanna. í öðrum löndum hefir fásinna
þinganna teflt þjóðunnm ærið nærri háska.
En hafi þannig reynslan sýnt það, að þjóðkjörin þing með þvi fyrir-
komulagi, sem enn hafa þau, séu illa fallin til að stjórna alsherjarmálum
þjóðanna, þá er þó síst kyn, þó að allir þeir annmarkar, sem þingstjórn-
inni eru samfara, komi hvað berast í ljós í sambandsrikjaheild þeirri, sem
kölluð er austurríksk-ungvorBka einvoldið, enda hefir sérstaklega á því
brytt á þingi Austurríkis (ríkisráðinu). Eiga þar sæti 425 þingmenn og
b*