Skírnir - 01.01.1897, Síða 21
Austurríki — Ungaraland.
21
vera jafn löglegt og rétthátt mál sem þjóðverska. Dessu nndu Þjóðverjar
hið versta, — þótti þeim stjórnin ekki eiga með, að gefa slíka umboðs-
lega fyrirskipun og vildi því, að þingið skyldi hefja ákæru gegn stjórnar-
forsetanum, Badeni, sem er grcifi pólverskur. En Badeni stýrði meiri
hluta atkvæða í ríkisráðinu. Þótti mörgum hann í þessu máli að eins
hafa stigið réttlátt spor í þá átt, að styðja að jafnrétti allra þjóðerna
landsins gagnvart ranglátum forréttindum Þjóðverja, og því fylgdu hon-
um flestir aðrir að þessu máli á þingi.
Nú er í annan stað þess að geta, að milli Austurríkis og Ungara-
lands var samningur, er gilti um ákveðið árabil, um það, hve mikið hvor
ríkishlutinn fyrir sig skyldi fram leggja til sameiginlogra þarfa. Að þeim tíma
liðnum skyldi nýjan samning gera, en um hitt var ekkert ákveðið, hvernig
að skyldi fara of ekki tækjust samningar á ný — cngin ákvæði í þá átt
að gamli samningurinn skyldi standa þangað til nýr yrði gerður. Á gaml-
árskveld 1897 skyldi samningur þessi um sambandsmálin enda, þótti því
stjórninni nauður til bera, af því að seinlega og óvænlega gekk að fá
nýjan samning gexðan, að fá gamla samninginn endurnýjaðan til bráða-
birgða fyrir árslok, svo að alt gæti löglega og skaplega fram farið í
sameiginlegum málum, þar til er nýr endurskoðaður samningur yrði sam-
þyktur. Ef enginn bráðabirgða samningur kæmist á, vantaði öll lögform-
leg ákvæði um hvernig hinum sameiginlegn málum skyldi stýra, en hins-
vegar vóru þó lagafyrirmæli fyrir þvi. að málin, sem áður eru nefnd,
skyldu vera sameiginleg. Lá því ekki annað fyrir, ef Austurríki tæki
enga ákvörðun í málinu, en að keisari yrði að ráða einn fyrir Austurrík-
is hönd og yrði hanu að koma sér saman við Ungverja. Hefði hann þá
orðið að gefa út bráðabirgðalög um það efni fyrir Austurríkishönd; en hjá
því vildi keisari og stjórn í lengstu lög sneiða ef þess væri nokkur
kostur.
Þetta skildu þýzku þingmennirnir í ríkisráðinu mjög vel; vildu þeir
nota þetta mál til þess, að knýja stjórnina til að afturkalla málréttarbót-
ina, sem Tsjekar höfðu hjá henni fengið og koma þýzkunni einvaldri í
öndvegið aftur, en að öðrum ko3ti neyða stjórnina til að fara frá völdum.
Að vísu höfðu þeir ekki meiri hluta í ríkisráðinu og gátu því ekki felt
endurnýjunar-málið með atkvæðagreiðslu; en með því að þingsköpum rík-
isráðsins, eins og margra annara löggjafarþinga, er nokkuð áfátt, svo að
í þau vantar roglur, er heiinili forseta og meiri hluta þingsins að hafa
hemil á þingmönnum, sem gera sér lbik að því, að tefja mál og eyða