Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1897, Page 26

Skírnir - 01.01.1897, Page 26
26 Djóðverjaland. manna þar austur f'rá. En þessar voru bætur þær er Þjóðverjar kröfð- ust sér til handa, fyrir trúboðavígin: 1. 200,000 taiil (eða um 1 miljón og 80 þús. kr.) skyldi Btjórnin greiða í vígsbætur. 2. Prýðilega dómkirkju skyldi bún láta reisa i minning þeirra. 3. Endurgreiða skyldi bún kostnað allan, sem Þjóðverjar hefðu haft við leiðangurinn austur þangað. 4. Landstjóranum í Sbantung-fylki skyldi frá embætti vikið með háðung. 5. Morðingjunum og embættismönnum í héraðinu skyldi refsa. 6. Þjóðverjar skyldi einkaleyfi fá til að leggja járnbrantir um Shantung- fylki. 7. Þjóðverjar Bkyldu fá á sitt vald Kjá-Tsjá-fióann með höfninni, borg- inni og fylkinu umhverfis í 99 ár. Að þessu varð Kínlandskcisari að ganga nauðugur-viljugur. Þessi atburður er merkilegur, ekki að eins fyrir þá föstu selstöðu, sem Þjóðverjar ná í Kinlandi með þessu móti, beldur og fyrir það, að þetta varð til þess, að önnur ríki tóku að feta í fótspor þeirra og flá sina lengjuna bvert af baki Kínaveldis. Frakkland. — Þar hafa ekki orðið nein stórtíðindi þetta ár. Geta má slysfarar einnar, sem gerðist í Aprílmán. í Parísarborg. Þar var þá bazar haldinn i góðgerðaskyni og var þar samankomið mikið aí hinu göfugasta og auðugasta fólki. Þar kom upp eldur einn dag i sal nokkrum, sem var fullskipaður prúðbúnu fólki, einkum kvenfólki. Er þar skemst af að segja, að þar brunnu til bana 200 manns og voru meðal þeirra ýmBar hinar merkustu tignarkonur Parísarborgar. Það mál sem mestum tíðindum hefir sæta þótt frá Frakklandi á ár- inu, er Dreyfus’-málið svo kallað. Pyrir eitthvað 3 árum var sá höfuðs- maður í hernum, er Dreyfus hét og ættaður úr Elsass, sakaður um að hafa selt þýzku stjórninni uppdrætti og lýsingar af frakkneskum hervirkj- um. Yar mál hans prófað fyrir herrétti og þó með mikilli launungu; BÍð- an var hann sekur dæmdur og fluttur sem glæpamaður í ey þá í Suður- álfu, er Djöfulsey er kölluð; hefir hann lifað þar síðan hinni vesælustu æfi. Dreyfus er ungur maðnr, Gyðingur að ætt, auðugur og giftur ungri og fríðri konu vellauðugri. Það kvisaðist síðar, að skjal eitt hefði verið lagt fyrir dómendur hans, er mælt var að ritað væri með bans hondi og

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.