Skírnir - 01.01.1897, Side 28
28
Brctland ið mikla.
sitt og m&tti þar ajá margan eólbrendan háls og breytilegan andlitalit,
er saman komu þessir menn frá öllum landshornum allra heímsálfa.
Aðalhátíðin var haldin 22. júní og þarf ekki hér að lýsa þeirri við-
höfn allri og hátíðabrag sem þar gat að sjá. En þess má vel geta, að
drotningin ók í vagni sínum í samfleyttar 4 klukkustundir um stræti
borgarinnar og tók við fagnaðarkveðjum og gleðilátum þegna sinna, og
bar ekki á, að neina þreytu væri á henni að sjá; þótti það dável af gér
vikið af konu, sem helir átta um sjötugt. Fylgdu henni allir forsætis-
ráðherrarnir og liðsflokkarnir frá löndurn hennar víðsvegar um heim. Var
það marglitt og breytilegt lið : blámenn frá Niger og frá Gullströndinni,
svertingjar frá Vestureyjum, Zaptiehar frá Cyprus, bókfellsgulir Kínverjar
frá Hongkong og Dyakar frá Norður-Borneo; en glæsimannlegast að bún-
ingi þótti keisaralið frá Indlandi, sem þarlendir þegnkonungar drotningar-
innar sendu til hátíðarinnar. Fanst útlendingum, sem við voru, mikið til
um alla dýrðina, og svo sagði fregnriti blaðsins „Figaro“ í París, að nú
bliknaði dýrð hins forna Rómaveldis fyrir hinu mikla nútíðarveldi, sem
stýrði þjóðum og löndum um allar heirasálfur.
Meðal annars má einnig nefna af hátíðalialdinu flotasýninguna miklu,
sem þar var frammi höfð. Voru þar 165 herskip ensk af ýmsum stærð-
um og var þoim lagt í 4 raðir með jöfnum millibilum og var samanlögð
lengd allra raðanna 30 sæmílur enskar. Gekk þessi sjón gestum mjög í
augu, ekki síst er þeir fengu að vita, að þetta voru alt herskip, sem
höfð voru heima við á Bretlandi, ekki eitt skip kvatt heim frá útlöndum
eða fjarlægum álfum til að taka þátt í sýningunni, ekki einusinni frá
inum mikla Miðjarðarhafsflota. Tala foringjaog liðsmanna innan borðs á
þossum flota,um 40,000.
Meðal allra hinna mörgu stjórnarforseta úr nýlendum Breta, vakti
enginn eins mikla athygli eins og Sir Wilfrid Laurier stjórnarformaður í
Canada; þótti mikið að kveða kurteyai hans og málsnild. Hann er fransk-
ur maður að ætt og kaþólskur, enn ann Canada og Englandi jafnvel meir
en sínu forna ættlandi. Undir hanB forustu hefir Canada gert þá breyt-
ing, meðal annara, á tolllögum sínum, að enskar vörur skyldi það ár flutt-
ar inn með 12'/2% Legra tolli en vörnr frá öðrum löndum; en að árinu
liðnu skyldi lækkunin nema 25 % eða 'U hluta alls tollsins. Er þetta
mikill toll-léttir fyrir Canadamenn frá því sem áður hefir verið. — Laurier
og hans flokkur vilja helzt hafa frjálsa verzlun, on ríkisskuldir Canada