Skírnir - 01.01.1897, Page 31
Norðurlönd.
31
NorðurlÖnd. — í Danmörku urðu engin stðrtíðindi á árinu. Ráð-
herraskifti urðu þar um vorið, fór Reeds-Thott og hana ráðaneyti frá
völdum, en við tók Hörring. Engin stefnuhreyting mátti heita að á yrði
við þetta.
— í Noregi sætti það mestum tíðindum, að við nýjar þingkosningar
um haustið unnu vinstrimenn svo mikinn sigur, að þeir stýra fullum
a/3 allra atkvæða á þingi. Yarð þvi flokkblendings-ráðaneytið frá völd-
um að fara, en Steen skólastjóri myndaði nýtt ráðaneyti.
Nefnd sfl, er skipuð hafði verið Svíum og Norðmönnum til að koma
tram með tillögur um ágreiningsmál Svía og Norðmanna og reyna að
koma þar á sáttum eða finna nokkur þau flrræði, Bem báðar þjóðirnar
vildu við una, lauk starfi sínu í árslokin, en ekki var nefndarálitið birt
fyrri en eftir nýár, enda varð hún að öllu árangurslaus.
Á árinu kom flt bók Friðþjófs Nansens um norðurför hans, samtímis
i Noregi, Þýzkalandi, Frakklandi, Englandi og Ameriku, og fékk hann að
ritlaunum fyrir fltgáíurnar samtals yfir 200,000 króna.
Andri sænski, sem Skírnir gat um í fyrra, lagði loks af stað 11. Júlí
þetta ár i loftfari sínu til að leita norðurheimsskauts, og hefir ekki til
hans frézt siðan.
Tilraunir til að koma á nýjum lögum um tollivilnun milli Noregs og
Svíaríkis fóru út um þúfur. Þegar Svíar sögðu upp hinum eldri samn-
ingum um þetta efni hugðust þeir mundu gera Norðmönnum þungar búsifjar
með þvi, en Norðmönnum þykir sú reynsla á orðin, að sér hafi þetta að
engn tjóni orðið,