Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.07.1897, Blaðsíða 12

Skírnir - 01.07.1897, Blaðsíða 12
14 Löggjöf og landstjórn. Heiðursmerlci fengu: Dr. med. .7. Jónassen landlæknir, riddarakross hinnar frakknesku heiðurBfylkingar (23. júní), prófastur Valdimar Briern riddarakross dannebrogsorðunnar (1. sept.), skólastjóri Torfi Bjarnason riddarakroBS dannebrogsorðunnar (s. d.), Hallgrímur Jónsson, bóndi á Staðarfelli, heiðursmorki dannebrogsmanna (s. d.). Heiðursgjafir úr styrktarsjóði Kristjáns IX. fengu bændurnir Stefán Bjarnason á Hvítanesi og Eristján Jðnsson á Hliðsnesi, 140 kr. hvor, fyrir framúrskarandi dugnað og framkvæmdir í jarðabótum. Itirkjumál. A prestastefnunni, 29. júní, kom fram frumvarp til endurskoðaðrar handbókar, frá nefnd þeirri, er kosin var til að fjalla um það mál fyrir nokkrum árum (1892). Br ætlast til að prestar um land allt, gjöri atbugasemdír við frumvarp þetta og verði það áBamt athugasemd- unum lagt fyrir prestastefnuna næst til úrslita. £>ar var og rætt um innheimtu á tekjum presta, samþykkti fundurinn fyrir sitt leyti að hún yrði falin sýslumönnum, en frumvarp, er gekk í þessa stefnu, náði eigi samþykki hjá alþingi. Merkasta málið, er prestastefna þessi hafði með höndum, var um þjóðkirkju og fríkirkju hjer á landi, hefur það eigi fyr komið þar til umræðu, þótt um það hafi verið allmikið ritað og rætt hin seinni ár; virðist svo sem allur þorri manna hneigist að skilnaði ríkis og kirkju; mál þetta var allmikið rætt á prestastefnunni, en frestað þó sem von var. Fyrirlestur fyrir fundarmönnum flutti Þórhallur lektor Bjarnarson um Melanchthon. Prestastefnuna sóttu 33 prestar auk stiptsyfirvalda. Nokkrar smábreytingar voru gjörðar á kirkjulegri löggjöf, eins og sjá má á lagaskránni hjer að framan (sbr. lögin 8—10, 18—19), en eng- ar þeirra hafa neina almenna þýðingu. Konungssamþykki fjekkst 13. mars fyrir því að Búland i Skaptártungu verði framvegis undanþegið prest- mötugjaldi, gegn 1040 kr. gjaldi i eitt skipti. Konungsúrskurðnr kom og (25. júni) fyrir því að sóknarpresturinn i Helgafellsprestakalli skuli búa í Stykkishóimi eða þar í grennd. Leyfð voru (11. marz) makaskipti á kirkjujörðum Tjarnarkirkju á Vatnsnesi, Yesturhópshólum með Þorfinns- stöðum, fyrir Neðri-Þverá og Þernnmýri. Enn fremur var leyfð sala á nokkrum kirkjujörðum: Birnunesi (Kvíabekkjarkirkjueign), Melum með Melaleiti (Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd), Hvammshlíð (Höskuldsstaða) Kjaransvík (HoltB í Önundarfirði), Kross í Haukadal (Hvamms i Norður- árdal). Lántökur voru og loyfðar til handa eigi færri en 15 prestaköll- um.

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.