Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 21

Skírnir - 01.01.1911, Page 21
Leo Tolstoj. 21 kornið »Hvað nægir manninum mikið land?« Smásaga þessi er einn hinn órækasti vottur um djúpsæi hans og snild, þótt lítil sé og látlaus. Hún er um mann, sem heit- ið var til eignar öllu því svæði, er hann fengi um gengið frá sólarupprás til sólseturs. Er því lýst mjög áþreifan- lega hversu æsing hans og ákafi vex með hverju skrefi. Hann er sifelt að víkka umferðarhringinn og greiðka spor- ið. Skvldi honum takast að ná þessum grösuga bletti með, þessum fallega rima? Græðgin vex og kergjan, hann herðir á göngunni meir og meir, þenur hverja taug og hvern vöðva og svitinn bogar af honum. Hann lýkur um- ferðinni og hnígur dauður niður rétt í því að sólin er að setjast. Og Tolstoj slær ofur stuttaralega botninn í söguna með þessum orðum: »Þeir gripu rekuna, tóku honum gröf mátulega langa, — réttar þrjár álnir —, og lögðu hann til hvildar«. Hann orðlengir þetta eigi frekar,dreg- ur engar ályktanir og engar kenningar af sögunni, enda virðist það óþarft. Er eigi hverjum manni með heilbrigða skynsemi ætlandi, að lesa. harmasögu 19. aldarinnar út úr þessari fáorðu frásögn? VI. Er að því kemur að meta áhrifin eða ávextina af kenningum Tolstojs, þá eru þeir næsta litlir, að því er séð verður. Þess er áður getið að hann hafi enga eða því nær enga fylgismenn áunnið sér, engan söfnuð myndað, er haldi kenningum hans á lofti og breiði þær út Erá því sjónarmiði hefir trúboð hans mistekist svo gersamlega, að blöskra mætti, er til þess er litið, hvað öðrum mönnum hefir áunnist, er standa honum langt að baki í siðferðis- legri og andlegri atgervi. Ef óvildarmenn ættu i hlut, mundu þeir efalaust segja sem svo, að þetta væri eigi nema eðlilegt, því aðrir meiri væru á undan gengnir, er hann stældi eftir í öllum greinum. Ekkert væri nýtt eða frumlegt í kenningum hans annað en það, að hann væri ef til vill öllu kröfuharðari en Kristur sjálfur. Og eigi

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.