Skírnir - 01.01.1911, Blaðsíða 81
Frá útlöndim
Stjórnarbylting í Portúgal.
Þar gerðust þau stórtíðindi í byrjun októbermánaðar x haust,
að konungurinn var rekinn frá rxki og lyðveldi myndað. Þetta
nýja lýðveldi hefir nú fengið viðurkenningu allra ríkja, og engar
líkur virðast benda í þá átt, að konungur sá, er frá fór, eða ætt-
menn hans, muni framar gera þar tilkall til konungstignar.
Það hefir verið megn óreiða á öllu stjórnarfyrirkomulagi í
Portúgal nú lengi. Fjármál ríkisins hafa verið í hinu versta ólagi.
Fjárglæframenn háfa komist þar til valda og metorða og sukkað
með fé ríkisins fram úr öllu hófi. Englendingar hafa lánað þang-
að stórfé, svo að ríkið er þeim háð fjárhagslega með veðsetningum
og skuldbindingum.
1. febr. 1908 var Karl Portúgalskonungur myrtur á götu í
Lissabon og elzti sonur hans með honum. Þá kom til ríkis næst-
elzti sonur hans, Manúel, sá er nú var rekinn frá völdum, og var
þá innan við tvítugt. Karli konungi var gefin sök á stjórnaróstand-
inu og fjármálaóreiðunni, og jafnframt yfirráðherra ríkisins, sem þá
var, J. Frankó, og var honum steypt frá völdum og hann rekinn
í útlegð, er konungur hafði verið myrtur. Karl konungur var
lengstum utan ríkis, oftast í París, og var hann talinn hóflaus
eyðsluseggur og sagt, að hann sóaði takmarkalaust fó úr fjárhirzlu
ríkisins, því að aldrei nægði honum konungsmatan. En Frankó
yfirráðherra hafði kastað sér inn í stór fjárglæframál og var með
tilstyrk konungs orðinn eins konar alræðismaður í Portúgal, er
endir var gerður á þeim leik með konungsmorðinu.
Samt var syni Karls konungs, Manúel, tekið með fögnuði, er
hann var krýndur til konungs eftir föður sinn. En sjálfur hafði
hann gert það með illu geði, að taka við konungdóminum. Hann
þótti síðan verða verkfæri í höndum klerkaflokksins, og var móður
hans þar mikið um kent, en aðrir 3tjórnmálaflokkar í landinu
kunnu því mjög illa.
6