Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 17

Skírnir - 01.01.1911, Page 17
Leo Tolstoj. 17 hérna stóð það að minsta kosti í mínu valdi að gefa eigi einastá' heitan drykk eða skotsilfur það, er eg bar á mér, helduí únnig frakkann utan af skrokknum á mér og alt sem eg átti heima í húsi mínu. Eg gerði þetta ekki, og þess vegna fann eg, finn enn og mun aldrei hætta að finna til þess, að eg er sjálfur sekur í þessum óaflátanlega glæp, meðan eg hef mat aflögu, en ótal menn aðrir engan, meðan eg á tvo frakka, en þúsundir manna ganga naktir og skjálfandi«. V. Þessar rannsóknir Tolstojs og hugleiðingar urðu til þess að sannfæra hann um, að þjóðskipulaginu væri ábóta- vant í meira lagi. Tilgangur lífsins var óefað sá, að allir fengju sem bezt notið sín, en því fór mjög fjarri að svo væri. Hvernig stóð á þessum mikla mismun á kjörum mannanna? Hann þóttist vita það, að eitthvert alsherjar- lögmál væri til, er öllum bæri að hlýða og breyta eftir, ef vel ætti að fara. Hann tók nú að leita að þessu lögmáli og fann það að lokum í guðspjöllunum, — einkum fjall- ræðunni. I bókinni »Trú mín« lýsir hann þessari leit sinni og niðurstöðu sem ítarlegast. Er bók þessi eitt af hinum merkustu ritum hans, Ijós og skipuleg og þróttmikil, enda er hún einna víðlesnust af öllum ritum hans. Kveðst hann eigi boða mönnum neina nýja trú, er hann hafi tek- ið upp hjá sjálfum sér, heldur kannast fúslega við, að reynsla sín og íhugun hafi komið sér á líka grundvallar- skoðun og þá, er Kristur heldur fram í fjallræðunni. Þar er lögmálið sett fram skýrt og skorinort, og velferð mann- kynsins í heild sinni er á því bygð, að þessu lögmáli lífs- ins sé fullnægt í bókstaflegum skilningi út í yztu æsar. Það er að líkindum óþarft að taka það fram, að Tolstoj vill ekkert samneyti eiga við kristnina eins og hún nú er á sig komin víðast hvar, þá kristni, sem sættir sig við ástandið eins og það er og heidur hlífiskildi yfir verksmiðju- 2

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.