Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1911, Blaðsíða 18

Skírnir - 01.01.1911, Blaðsíða 18
18 Leo Tolstoj. hreysunum, fangaklefunum og pútnahúsunum. Hanafyr- irlítur hann af hjartans insta grunni. Þetta lögmál lífsins, er Tolstoj þóttist finna í fjallræð- unni, tekur hann saman í stuttu máli í fjórum boðorðum: Þú skalt eigi reiðast. Þú skalt eigi rísa gegn meingerðar- manninum. Þú skalt eigi dæma. Þú skalt eigi hórdóm drýgja. I þessum fjórum atriðum er trúarjátning hans falin. Alt böl mannanna stafar af óhlýðni þeirra yið þessi boð- orð. Meginið af bók hans er eigi annað en ítarleg skýr- ing á þeim, og eftir hans skýringu felst óneitanlega meir en lítið í þeim. Þau tákna hvorki meira né minna en gjörbyltingu á öllu þjóðskipulagi nútímans. En hvað um það? Skýlaus, bókstaíieg hlýðni er einasta skilyrðið. Þar er enga tilslökun að finna. Hann vill afnema herkvaðir, dómstóla, refsingar, skatta, — í einu orði alla löggjöf og stjórnarskipun. »Þessi ríkja- og stjórnarskipun er hrein- asta fjarstæða«, sagði hann eitt sinn við W. Stead, blaða- manninn enska. »Það sem þið kallið stjórn er í raun og veru ekkert annað en skuggi eða hugtak. Hvað er þetta ríki ? Menn kannast eg við; bændur og þorp sé eg; en ríki, þjóðir, stjórnir, — hvað er það annað en glæsileg nöfn eða hugtök, skálkaskjól óhlutvandra manna, er mis- beita valdinu til að ræna og kúga bræður sína«. Lög, dómstólar, fangelsi, ■— alt dettur það úr sögunni þegar ríkjahrófatildrið hrynur. Og í sama bili og hugtakið »þjóð« og »þetta lygatál, sem nefnt er ættjarðarást« hverf- ur sögunni, mun endi bundinn á allan hernað. En hvað á þá að koma í stað þessara fornu máttar- viða mannfélagsins ? Alsherjarkærleikurinn. Kærleikurinn á að vera alt í öllu. Hann er útkoma og uppfylling allra hinna boðorðanna — alls Hfsins í heild sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.