Skírnir - 01.01.1911, Blaðsíða 30
30
Sægróður íslands.
sér einkum stað þegar langvinnir þurkar ganga og loft
er heiðríkt og sólskin mikið. Þegar þurkar ganga um
smástraum, eru jurtirnar verst farnar. A björtum sól-
skinsdegi getur verið talsverður hiti í sjálfum gróðrinum,
t. a. m. um 20° C. Sé sumarið sólskinslítið og saggafultr
lifir fjörugróðurinn góðu lífi.
Þegar á alt er litið er loftslagið á Islandi enginn
verulegur þröskuldur á vegi fjörugróðursins og sést það
bezt á því hve algengur gróður þessi er við strendur lands-
ins. Nokkur munur er á loftslagi í ýmsum landshlutum.
Munur sá er þó ekki svo mikill, að hans sjáist nein veru-
leg merki á fjörugróðrinum.
Gróðurinn. Sægróður felur í sér öll þau jurtafélög,
sem eru í sjónum. Venjulega er sægróðri skift í tvent:
rek og botngróður. R e k eru þau jurtafélög nefnd, sem
rekast fyrir öldum og straumum í yfirborði hafsins. Jurtir
þessar eru afarsmáar og geta ekki hreift sig úr stað af
eigin ramleik. Rekið er breytilegt eftir árstíðum og teg-
undamunur er í köldum og heitum sjó. Rekið er fæða
annara smávera í yfirborði hafsins, og fer það eins og
vant er að vera bæði á sjó og landi, að smælingjarnir verða
hinum stærri að bráð.
Botngróður er svo nefndur af því, að hann vex á
botni hafsins við strendur landanna. Tegundirnar eru
allar eða allfiestar útbúnar til að festa sig við botninn.
Fyrir kemur það þó að ýmsar tegundir finnast lausar
sjónum og þær virðast lifa þolanlegu lífi að minsta kosti.í
I upphafi hafa þær þó verið fastar við botninn á einn
eða annan hátt. Sumar hafa t. a. m. vaxið á öðrum jurt-
um og losnað þegar jurtin dó, sem þær sátu á. Sumar
hafa fest sig við smámöl á botninum; mölin gat haldið
þeim meðan þær voru litlar, en þegar jurtin stækkaði var
»akkerið« of létt og straumur og öldur gátu flutt jurtina
úr stað.
I þessari ritgjörð er átt við botngróður hér við land
að gerlum hafsins undanteknum, þ. e. marhálmsengin og
þörungagróðurinn. Gróðurinn er kominn undir botninum.