Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 64

Skírnir - 01.01.1911, Page 64
04 Helgi. við þig um alt. Eg íinn að það yki mér kjark og gerði mig vonglaðari og úrræðabetri. Og eg held að eg hefði ekki haft kjark til að lifa í vetur, ef eg hefði ekki vitað, að þér þykir vænt um mig. En þó hefi eg stundum verið hræddur um, að eg yrði að sjá af þér. Mér hefir fundist, eins og þú vildir forð- ast mig núna upp á síðkastið. En eg veit að þetta er eintómur hugarburður. Og eg vona að þú fyrirgefir mér hræðsluna. Mér þykir svo vænt um þig«. Helgi stóð upp, studdi sig við hækjuna en lagði vinstri höndina á öxl Þóru, og vafði handleggnum utan um mitti hennar. »Þóra«-------— sagði hann. Hann þagnaði, því Þóra ýtti honum frá sér. Hann slepti henni og settist niður. »Eg má til að fara inn til húsmóðurinnar. Eg heyrði að hún kallaði«, sagði Þóra. »Það er ekki heldur til neins fyrir þig að tala við mig um ástæður þínar. Ekki get eg neitt hjálpað þér. Ekki hefi eg peninga eða mat eða----------------«. »Þóra, heldurðu að eg hafi meint það? Eg bað þig bara að tala við mig«. »En eg má ekki vera að tala við þig. Eg hefi nóg annað að gera, þó þú hafir ekkert að gera«. »Eg held að þú talaðir ekki svona kuldalega við mig, ef þú vissir hvað mér þykir vænt um þig, Þóra. Ef þú vissir að mér þykir ekki vænt um neitt nema þig«, sagði Helgi lágt. »En það er ekki til neins að láta sér þykja vænt um mig lengur. Eg hefi nóg að hugsa um sjálfa mig, þó eg hafi ekki aðra í eftirdragi«, sagði Þóra. Hún sneri sér frá honum, og gekk að dyrunum sem lágu úr eldhúsinu inn í stofurnar. Helgi stóð upp og studdi sig við eldhúsborðið. »Veiztu hvað þú ert að gera? Þegar þú ert farin, er eg búin að vera.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.