Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 18

Skírnir - 01.01.1911, Side 18
18 Leo Tolstoj. hreysunum, fangaklefunum og pútnahúsunum. Hanafyr- irlítur hann af hjartans insta grunni. Þetta lögmál lífsins, er Tolstoj þóttist finna í fjallræð- unni, tekur hann saman í stuttu máli í fjórum boðorðum: Þú skalt eigi reiðast. Þú skalt eigi rísa gegn meingerðar- manninum. Þú skalt eigi dæma. Þú skalt eigi hórdóm drýgja. I þessum fjórum atriðum er trúarjátning hans falin. Alt böl mannanna stafar af óhlýðni þeirra yið þessi boð- orð. Meginið af bók hans er eigi annað en ítarleg skýr- ing á þeim, og eftir hans skýringu felst óneitanlega meir en lítið í þeim. Þau tákna hvorki meira né minna en gjörbyltingu á öllu þjóðskipulagi nútímans. En hvað um það? Skýlaus, bókstaíieg hlýðni er einasta skilyrðið. Þar er enga tilslökun að finna. Hann vill afnema herkvaðir, dómstóla, refsingar, skatta, — í einu orði alla löggjöf og stjórnarskipun. »Þessi ríkja- og stjórnarskipun er hrein- asta fjarstæða«, sagði hann eitt sinn við W. Stead, blaða- manninn enska. »Það sem þið kallið stjórn er í raun og veru ekkert annað en skuggi eða hugtak. Hvað er þetta ríki ? Menn kannast eg við; bændur og þorp sé eg; en ríki, þjóðir, stjórnir, — hvað er það annað en glæsileg nöfn eða hugtök, skálkaskjól óhlutvandra manna, er mis- beita valdinu til að ræna og kúga bræður sína«. Lög, dómstólar, fangelsi, ■— alt dettur það úr sögunni þegar ríkjahrófatildrið hrynur. Og í sama bili og hugtakið »þjóð« og »þetta lygatál, sem nefnt er ættjarðarást« hverf- ur sögunni, mun endi bundinn á allan hernað. En hvað á þá að koma í stað þessara fornu máttar- viða mannfélagsins ? Alsherjarkærleikurinn. Kærleikurinn á að vera alt í öllu. Hann er útkoma og uppfylling allra hinna boðorðanna — alls Hfsins í heild sinni.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.