Alþýðublaðið - 11.12.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.12.1959, Blaðsíða 3
EFTIRFARANDI yfirlýsing Iiefur veriS gefin út af land- varnaráðuneyti Bandaríkjanna: WASHINGTON 10. des. — Landvarnaráðuneytið tilkynnti í dag, að Bandaríkin hefðu rætt við ríkisstjórn íslands um end- urskipulagningu Bandaríkja- hers á íslandi, þar á meðal flutning fótgönguliðsdeildar (Army Battalion Combat Team) til Bandaríkjanna á fyrstu sex anánuðum 1960 .og hugsanlega útþenslu annarra þátta varna á 'íslandi., Bandaríkjamenn munu halda áfram að standa við skuldbind- ingar sínar samkvæmt samn- ingnum frá 1951 um varnir ís- lands. Deildir hersins í Banda- ríkjunum munu halda áfram að viðhalda möguleikum á um- gvifalausum flutningi til ís- lands, ef hættu ber að höndum. Tilfærsla fótgönguliðsdeild- arinnar hefur verið í athugun nokkurn tíma og mun ekki draga neitt úr heildarstyrk bandaríska hersins. Við kom- una til Bandaríkjanna verða meðlimir deildarinnar sendir til annarra herdéilda. Enn ekkert StöGA Vl&GA STAPAFELL SELUR í ABERDEEN. STAPAFELL, 70 tonna bátur frá Ólafsvík, seldi afla sinn, 35 tonn, í Aberdeen í gær fyrir 3123 sterlingspund. Stapafel^ hafði lent í óveðrinu á leiðinni út eins og mörg önnur íslenzk og erlend skip og tafðist hann af þeim orsökum. Fundur í GÆR felldu síldarstúlkur í Keflavík drög að samkomulagi um nýjan kaup- og kjarasamn- ing við söltun. I Hafnarfirði var samkömulag samþykkt með þeim fyrirvara, að það yrði einn ig samþykkt í Keflavík. Verður enn í dag reynt að ná samkomu lagi. 3 Framhald af 1- síðu. stjórnin taka fram, að upp- bætur á útflutningsvörur sjáv arútvegsins og aðrar fyrir- greiðslur Útflutningssjóðs munu, þar til hinar nýju efna hagsráðstafanir taka gildi, — verða hinar kömu og með sarna hætti og verið hefur á þessu ári, enda gengið út frá því, að verð á beitusíld verði ekki hærra en á þessu ári og þá gert ráð fyrir, að útvegs- menn hefji róðra með eðlileg- «m hætti um n. k. áramót. Ráðuneytið tekur fram, að samráð mun verða haft við fulltrúa útvegsmanna við und irbúning væntanlegra efna- hagsráðstafana, sem stefna munu að því m. a. að heildar- afkoma útvegsins verði eigi lakarí eftir að þær koma til framkvæmda en hún hefur verið á þessu ári“. I ályktun um þessi mál vís- aði fundurinn til bréfs sjávar- útvegsmálaráðherra, og sam- þykkti að mæla með því við *» Onnur fjársðfnun fyrir nauðsladda útvegsmenn, að þeir hæfu róðra strax eftir n. k. áramót á þeim forsendum, sem fram koma í ofangreindu bréfi. — Jafnframt fól fundurinn stjórn Landssambandsins og Verðlags ráði að gæta hagsmuna útvegs- manna í viðræðum við ríkis- stjórnina um fyrirhugaðar efna hagsráðstafanir, og tryggja, — eins og frekast verður við kom- ið, að starfsgrundvöllur sjáv- arútvegsins yrði ekki lakari eft ir að hinar nýju efnahagsráð- stafanir tækju gildi, heldur en hann vair samkvæmt því sam- komulagi, sem gert var við fyrr verandi ríkisstjórn hinn 5. jan. 1959. Sverrir Júlíusson var endur- kjörinn formaður LÍÚ. Kmh. og Éondon, 10. des. (NTB-Reuter-RB). ÞRÍR danskir fiískibátaf voru í kvöld einu skipin, sem ekki var vitað um eftir óveðrið á Atlantshafi og Norðursjó, eft i'r að full vissa var fengin um, að allir 27 mennirnir af skipun um Elfrida og Merkur hefðu farizt. — Elfrida sökk í dag og Merkur var dreginn mannlaus inn til Stafangurs í dag a£ brezka togaranum Benella. — Hefði áhöfnin ekki farið frá borðij hefðu allir haldið lífi. Fiskibá.tarnir, sem saknað er, eru allir frá Esbjerg, 46 til 61 brúttótonn. Víðtæk leit fór fram í dag, en er skyggði hafði ekkert sézt til bátanna. 15 ára afmælis- fagnaður Iðn- „tl&lé ÞIÐ TIL~- Aft M€RBuxuR?“ Islands. svirpar Indlands- í Fréjus. NOKKRIR vinir Frakklands í Reykjavík hafa tekið höndum Eaman um aðstoð við fólkið, Bém varð fyrir hinu mikla tjóni þegar stíflan ofan við Frejus Sprakk og sjálft þorpið var þurrkað út. 1 þessu sambandi var kjörin Siér x bæ nefnd til Þess að standa íyrir söfnun peninga, fatnaðar ©g annars, sem verða má hinu iirakta fólki til nokkurrar hjálp fe*r 1 nefndinni eiga sæti: Frú Auður Auðuns borgar- Etjóri, Próf. Dr. phil. Alexander Jóhannesson. Herra Jóhannes Gunnarsson Hólabiskup. Ásta Magnúsdóttir, fyrrv. ríkisféhirð Ér. Magnús Jochumson póst- sneistari og formaður Alliance- Francaise. Irma Weile-Jónsson. Alþýðublaðið tekur við pen- Sngagjöfum. Nýju Delhi, 10. des. (NTB-Reuter). EISENHOWER forseti á- varpaði í dag báðar deildir ind- verska þingsins og hélt því franx, að afvopnun undir eftir- liti um allan heim væri nauð- syn á okkar tímum. Hann kvað það vandamál, sem gagnkvæm ur ótti meðal þjóða ylli, ekki vera leyst enn og af því leiddi, að ekkert ríki gæti notað auð- lindir sínar eingöngu til heilla þjóð sinni. Eisenhower lagði fram til- lögu um fimm ára eða fimmtíu ára áætlun, er gæti losað við vantraust og ótta og hindrað, að menn hugsuðu um of um á- virðingar fortíðarinnar. — For- setinn var hylltur mjög af þingheimi. 15 ÁRA afmælisfagnaður Iðnnemasambands fslands verð ur haldinn í Tjarnarkaffi n. k. laguardag kl. 9 e. h. Sigurjón Pétursson, formað-, ur INSÍ, flytur ávarp; Þor-1 steinn Ö. Stephensen les upp ’ og leikararnir Steindór Hjör- leifsson, Knútur Magnússon, Bessi Bjarnason, Ómar Ragnars son og Óttar Guðmundsson skemmta. Að lokum verður dansað. Aðgöngumiðar verða afhent- ir í skrifstofu INSÍ að Þórsgötu 1 kl. 6—7 og 9—10 í kvöld. Iðn- nemar eru hvattir til að fjöl- menna og taka með sér gesti. STUTT og LAGGOTT .... RENNES, 10. des. (Reuter). — 58 ára gömul kona, sem varð fyrir hjóli, var í dag dæmd í 12 mánaða fangelsi og 4000 franka sekt fyrir dráp á manninum, sem ók á hana. Var réttinum skýrt svo frá í gær, að konan hefði verið drukkin og slagað eft- ir götunni, er maðurinn ók á hana. Hún skipti sér ekkert af honum og lét hann liggja. O G L A G GOT Akureyri, 10. des. ÞAÐ SLYS vildi til frammi í Eyjafirði í gærdag, að 18 ára piltur féll niður í gil og stór- slásaðist. Pilturinn, sem heitir Ragnar Elísson, var að ganga til fjár í fjallinu fyrir ofan bæ- inn Arnarfell í Eyjafirði og var einn á ferð. Mun hann hafa fallið fram af fossbrún og ofan í gil nokkurt. Er fallið fleiri mannhæðir og þ5rkir mildi, að hann skyldi i komast lífs af. Slysið mun hafa viljað til um kl. 3—3,30 í gær- dag. en Ragnar fannst ekkifyrrj en kl. 5. Hafði féð, sem hann1 var að huga að, runnið heim að bænum, og var þá farið að ótt- ast um ferð.r hans og leit þegar hafin. | Læknir og sjúkrabifreið héð- an frá Akureyri fór þegar á vettvang, en Ragnar var sóttur á börum upp í gilið. Var sú för seinfarin sökum bratta og myrk urs. • Hinn slasaði var síðan fluu- ur samstundis á sjúkrahúdið hér. Mun hann m. a. haja, mjaðmarbrotnað og hlötið cþ- ið handleggsbrot, en meiðíjlj. hans voru ekki fullrannsökuð £ dag. Samkvæmt upplýsingum lækn's í dag var líðan hans þó eftir atvikum. Ragnar Elísson er ættaður austan af Breiðdal. Er hamt. vetrarmaður að Arnarfelli. G.S. Munið jólasöfnun. mæðrastyrksnefgndar. kennarl í lögum wiS háskólann. í FEBRÚAR nk. er væntan- legur hingað til lands amerísk- ur prófessor í lögum, Eugine N. Hanson að nafni. Mun hann halda fyrirlestra í skaðabóta- rétti við Iagadeild háskólans um fjögurra mánaða skeið. Eugine N. Hanson er prpfessor við Northern University í Ohio. Kemur hann hingað með konu og eitt barn. Afhugasemd. i ÞJÓÐVILJINN birti á öít- ustu síðu í gær frétt um þsð, að fyrir skömmu hefði minnsltD munað, að flugvélar Loftleiða. yrðu kyrrsettar erlendis vegiia gjaldeyrisskulda. 1 tilefni a£ þessari frétt vill Kristján Guð- laugsson, formaður stjórnar Loftleiða, taka fram, að enginn fótur sé fyrir frétt þessari í Þjóðviljanum. Aldrei hafi kom:- ið til slíkra greiðsluvandræða og þeirra, er Þjóðviljinn ræðir um. ■ ■ ■'•'•« • • Síðasta í Iðnó í kröi kl 8,30. Kl. 18.30 Mannkyns- saga barnanna. 18. 50 Framburðai,'- kennsla í spænsku. 20.30 Kvöldvaka: Lestur fornrita. —■ Söngur frá kirkju- kóramóti Eyjafjarð- arprófastsdæmis j í Akureyrarkirkju 28. maí 1958. Vísnaþátt ur. Partíta yfir sálmalag eftir Stein grím Sigfússon. —* Frásöguþáttur: Hákarlaveiðar á Ströndum. 22.10 Eintalsþáttur: „Börn á flótta“, eftir SteingerSi Guðmundsdóttur (Höf. flytur). 22.35 ísíenzku dægurlögin; J.H. kvintettinn leikur lög eftií' Hörð Hákonarson o. fl. Söngv-^ ari: Sigurður Ólafsson. 23.CS Dagskrárlok, Alþýðublaðið — 11. des. 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.