Alþýðublaðið - 11.12.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.12.1959, Blaðsíða 4
I Útgefandl: AlþýBuflokkurlnn. — Framkvœmdastíóri: Ingóilur KrlatJinnoB. — Ritstjórar: Benedikt Grðndal, Gisli J. Ástþórsson og Helgi SæmundnoD ! (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- | Tin Guimundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa- Ingaslmi 14 908. — ABsetur: Alþýðuhúsið. — PrentsmiSja AlþýðublaBalna, ( Hveríisgata 8—10. | Tilgátur og staðreyndir STÓRBLAÐIÐ New York Times hefur birt ó- staðfestar tilgátur þess efnis, að íslenzk stjórnar- völd hafi verið mótfallin fækkun í varnarliði Bandaríkjamanna á íslandi. Blöð stjórnarandstöð unnar hér heima hafa tekið þessum skrifum sem 'hvalreka. Þau telja sig geta gert ríkisstjórninni ó- gagn — og hvað kemur þá sannleikurinn málinu við? Tíminn og Þjóðviljinn trúa betur erlendum blaðatilgátum en yfirlýsingum íslenZkra ráðherra á Alþingi. Það sýnir bezt þeirra innræti. Guðmundur í. Guðmundsson skýrði Alþingi svo frá, að viðræður um breytingar á skipun varnarliðsins væru rétt hafnar og væru á al- geru byrjunarstigi. Hefur ekki verið um það rætt að draga úr vörnum landsins. Þessi yfirlýsing tekur af öll tvímæli varð- \\ andi frásögn New York Times um vilja íslenzkra stjómarvalda. Sú frásögn er ekki á staðreyndum byggð. íslendingar munu því bíða frekari fregna frá íslenzkum aðilum, áður en þeir dæma af- stöðu ríkisstjórnarinnar í þessu máli. f| ’ 4 íslenzkt kynþáttaliatur ? Það voru óvænt og óvelkomin tíðindi að heyra þá frétt, að opinber talsmaður varnarmálaráðu- neytis Bandaríkjanna í Washington hafi lýst yfir, að blökkumenn séu ekki í varnarliðinu á íslandi vegna óska íslenzkra stjómarvalda. Sem 'betur fer hefur fulltrúi í íslenzka sendiráðinu í Wash- ington lýst yfir, að honum sé ekki kunnugt um neitt íslenzkt bann við dvöl blökkumanna hér á ;landi. Hér hlýtur að vera um misskilning að ræða, enda hefur ekkert verið birt íslenzkum almenn- ingi, er gefur ástæðu til að ætla, að nokkur ís- lenzk yfirvöld hafi tekið svo furðulega ákvörð- un að óska sérstaklega eftir því, áð blökkumenn ekki kæmu til landsins. íslendingar vilja að sjálfsögðu, að í varnar- liðinu séu valdir menn, sem líklegir eru til góðrar hegðunar og sem vandræðaminnstrar sambúðar við landsfólkið. Hitt er gersamlega fjarlægt ís- ' lenzkum hugsunarhætti, að gera hörundslit manna að mælikvarða í þeim efnum. Vonandi gera ráðamenn hér á landi sér ljóst, . að þær fregnir, sem bandarísk blöð hafa birt af yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins í Washing- : ton, eru alvarlegt áfall fyrir það álit, sem íslend- ;. jiigar vilja. hafa meðal annarra þjóða. Þetta mál ; verður að skýra þannig, að íslendingar hafi þar hreinan skjöld. Þjóðin unir því ekki að vera í heimsblöðum sett í flokk með Saudi-Arabíu hvað snertir umburðarlyndi í kynþáttamálum. fct^WdbMsSia^ZgBEBMBaBBHBaBBBBBBBBBBBBBBEBBMBBMBBMMBWBBBBBBMBBBI Z' r Dansleikur í kvöld Grösin [ garði Valfýs Stefánssonar Valtýr Stefánsson; Menn ag minningar. Fimmtíu þættir. Bókfellsútgáfan. Prentsmiðjan Oddi. Reykjavík 1959. BÆKUR Valtýs Stefánssonar eru sigur fyrir íslenzka blaða- mennsku. Á þessu lumaði Morgunblaðið, þegar vel var leitað og brotunum raðað til heildar. Viðtöl'n hafa verið sérgrein Valtýs, og „Menn og minn- ingar“ ber því enn vitni. Sam- töl hans við Fontenay sendi- herra, séra Ólaf Magnússon í Arnarbæli, Pétur Jónsson óperusöngvara, Sighvat Bryn- jólfsson tollþjón, Sigurð Þór- arinsson jarðfræðing, Einar Einarsson húsasmíðameistara, F'nn Guðmundsson fugla- fræðing og Helge Finsen arki- tekt sýna mætavel hug- kvæmni og leikni Valtýs á þessu sviði blaðamennskunn- ar, þó að erfitt sé að sundur- liða sigurinn á reikning hans og sögumannanna. Ágætlega hefur bókarhöfundi og tekizt að koma á framfæri hrakn- ingasögum skipverjanna á Björgu og Kristjáni, svo og lýsingunni á björgunarafreki Odds skipstjóra og manna hans á togaranum Hafsteini. Þó munu beztu greinarnar sízt lakari þessum samtölum bókarinnar. Bernskuminning- in um kerruhestinn Lýsing ætti að verða fjölær jurt. Lýs- ingin á Heklueldinum 1947 er eitt af því snjallasta, sem ég man úr blaðamennsku undan- farinna ára. Frásögnin af Magnúsi Thorlacíusi Grön- vold er sömuleiðis prýðilega heppnuð. En langbezt tekst Valtý Stefánssyni, þegar hann leitar í átthagana og föður- túnið. Endurminningarnar og sögubrotin frá „brunabæl- inu“, Möðruvöllum í Hörgár- dal, eru dáfríðar bókmenntir. Minningarnar um Ólaf Da- víðsson bera samt af. Þar reisir Valtýr Stefánsson vini Valtýr Stefánsson sínum fagran og óbrotgjarnan mlnnisvarða. Kostir bókarinnar felast ekki í augljósri og óumdeil- anlegri ritsnilld. Stíll 'Valtýs Stefánssonar er raunar per- sónulegur, en varla svo fág- aður, ag tíðindum sæti, þrátt fyrir góða spretti. Hæfileik- arnir, sem reynast honum notadrýgstir, eru samvizku- söm nákvæmni og rík innlif- un. Svipmyndir hans verða sumar furðu stórar, þegar þær eru komnar í bókarrammann. Valtýr hefur ekki aðeins líð- andi stund í huga, þegar hann færir greinar sínar og samtöl í letur. Oft skyggnist hann aftur í fortíðina, og stundum hvessir hann sjónir í áttina til framtíðarinnar. Hann var svo sem ekki barnanna bezt- ur í skömmunum hér á árun- um, ef ég man rétt. Eigi að síður á hann til mannræna hlýju, sem yljar bækur hans og kannski sér í lagi „Menn og minningar11. Þar kennist jákvætt lífsviðhorf og menn- ingarlegur áhugi. Eitt lítið dæmi af mörgum: Valtý þyk- ir vænt um gömlu húsin á ís- landi. Helge Finsen hreyfir þar máli, sem hefur ailt of lengi legið í þagnargildi. Höf- undurinn lætur ekki mikið á sér bera í samtalinu, en les- andanum dylst engan veginn afstaða Valtýs Stefánssonar. Hann leggur hug og hjarta í verkið. Auðvitað eru grösin misjöfn í garði bókarinnar, enda naumast frásagnarvert. Gull- ið kemur sjaldan hreint og skírt úr námu íslenzkrar blaðamennsku, og svo mun enn verða, ef að líkum lætur. En ’Valtýr Stefánsson hefur í dagsins önn lagt svo mörgum góðum málum drengilegt lið, að við stöndum í ærinni þakk- arskuld við þennan Nestor í ritstjórahópnum. Og fyrir það á hann sannarlega skilið híýtt handtak. Helgi Sæmundsson. Athygli skal vákin á, að við getum boðið mjög hagkvæmar Eru þær jafn hentugar einstaklingum, sem vilja tryggja sér lífeyri á efri árum og fyrirtækjum eða stofnunum, er tryggja vilja starfsmönnum sínum eftirlaun frá ákveðnum aldri. Skattalögin leyfa frádrátt á iðgjöldum ,af slíkum lífeyristryggingum allt að 10% af launum, þó ekki hærri upphæð en 7.000,00 kr. a ári, og 2.000,- 00 kr. árlegan frádrátt fyrir venjulega líftrygg- ingu. Þeir, sem á þessu ári ætla að nota sér þess- ar ívilnanir löggjafans verða að ganga frá trygg- ingunum fyrir áramót. : Sími 11700. 4 11. des. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.