Alþýðublaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.12.1959, Blaðsíða 2
í Öígeíandl: Alþýðuflokkurmn. — Framlcvœmdaatjóri: Inflðlíur Krisi)áruao» t — Ritstjórar: Benedikt Urðndal. Gísli J. Ástþórsson og Helgi SænsuniiMW! láð.). — Fulltrúi ritstjómsr: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjórl: Bjtiíg f 1»5a Gulmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Augiý* 14 909. — ABsetur: AlþýSuhúsið — Prentsmiðj* AlbýðublflB»ins S, Hverfisgata 8—10. Sigur þjóðarinna ' ! TÍMINN heldur áfram að stæra sig að hinum mikla „sigri , sem Framsóknarflokkurinn hafi unn ii með samkornulaginu um endurreisn sex manna nefndarinnar. Almenningur man hins vegar eftir háifs mánaðar málþófi framsóknarmanna á þingi fjmir skömmu síðan og spyr: Hafa framsóknar- menn fengið því framgengt, sem þeir kröfðust af svo miklum hávaða í svo löngum ræðum á alþingi? Það er rétt að athuga þetta nánar: ‘Ú Tókst framsóknarmönmim að fá hin frægu 3,18 % fyrir bændur. SVAR: NEI. það var ekki i minnzt á 3,18% í viðræðum, og samningar um verðlagsgrundvöll landbúmaðarafurða eru ekki byrjaðir. Á meðan er verð afurðanna óbreytt. Tókst framsóknarmönnum að verja rétt fram- leiðsluráðs (og þar með bænda) til að ákveða sjálft dreifingarkostnaðinn? SVAR: Nei. Sam- kvæmt samkomulaginu hafa neytendur nú í fyrsta sinn íhlutunarrétt, og hann mikinn, um ákvörðun dreifingarkostnaðar. "Á" Tókst framsóknarmönnum að verja rétt fram- leiðsluráðs (sem hæstiréttur staðfesti) til að leggja innanlandssölu fyrir uppbótum á út- fluttar búafurðir? SVAR: Nei. Nú er ekki tryggt, að innanlandsverð fáist nema fyrir tak- markaðan útflutning, 10% heildarframleiðsl- unnar, sem að vísu er rúmt. Áður var þetta ó- takmarkað fyrir áætlun framleiðsluráðs. Af þessu er Ijóst, að stjórnarandstaðan hefur af litlu að státa sem slík. Leiðtogar framsóknar vildu efcki semja, en fulltrúar bændanna sjálfra fengu ráðið stefnunni. Vissulega hafa báðir aðilar, bændur og neytendur, unnið mikið við samkomu- lagið, og þjóðin sem heild mest. Þess vegna er sam komulagið sigur fyrir ábyrga ríkisstjórn. En það er ósigur fyrir hina óábyrgu stjórnar- andstöðu. JÓLASKREYTINGAR JÓLABLÓM við höfum eins og áður mjög fjölbreytt úrval af jólaskreytingum. Krönsum, skreyttum greinum og krossum frá kr. 75.00. Kerti og ýntsar gjafavörur. Pantið snemma. Biém og Græitmeii h.f. Skólavörðustíg 3 — Sími 16711 og LangholtsVeg 128. g 19. 3és. 1959 — A4J>ýðttblaöið/,’i Sagan af Thorolf Smith: Abraham Lincoln. Ævisaga. Setberg. Prentsmiðjan Leiftur. — Reykjavík 1959. THOROLF SMITH hefur lengi aflað sér góðrar þekking ar á ævi Abrahams Lincolns \S Abraham Lincoln og manninum sjálfum, enda mun þar um að ræða heillandi v.'ðfangsefni. Bókin ber þessu glöggt vitni. Hún er fróðleg í bezta lagi, skipulega samin og dável skrifuð, þó að höf- undurinn geri sér sjaldan mik ið far um íþrótt máls og stíls. Hann segir frá einföldum og tilgerðarlausum orðum, og öll túlkun hans ber hófsemdar- svip á yfirborðinu, þrátt fyr- ir skoðanirnar og ályktanirn- ar, en að þe'm skal nánar vik ið far um íþrótt máls og stíls. verður prýðilega læsileg, enda þótt annáll borgarastyrj aldarinnar sé dálííið þreyt- andi, en hann má varla missa sig. Gildi bókarinnar er mynd in af Abraham Lincoln, stór og skýr og harla athyglisverð. Lincoln var vissulega stór- menni, þó að hæp'ð sé að setja nafn hans r.æst Jesú Krists á heimslista andlegra afburða- manna eins og Thorolf Smith virðist álíta maklegt. Veröld- in hefur verið samastaður margra frábærra spekinga og mannvina, svo að keppnin um efstu sætin á þessum fram- boðslista er hörð og tvísýn, og sjálfsagt sýnist sitt hverjum. En Thorolf Smith metur Abra ham Lincoln svo mikils í töfra Ijósi eftirminnilegrar endur- minningar, að hann trúir á hann og dýrkar mynd hans líkt oe sku.rðgoð. Slíkt kemur mér ekki til hugar, og þykist ég þó kunna að meta Lincoln sem óvenjulegan mann í hlut- verki sögulegra örlaga. Frami Abrahams Lincolns var tilviljun, Lincoln réði ekk' úrslitum þeirrar sögu Vesturheims, sem við hann er kennd. Sú saga gercji hann aft ur á móti að sigurvegara og Abraham Lincoln píslavotti, svo að hann varhlut verki sínu vaxinn. Thorolf Smith er annarrar og fyrir- ferðarmeiri skoðunar. Hann sér manninn Abraham Lin- coln í dýrðarljóma og bregð- ur stækkunargleiý á störf hans og forustu. Mvndin verður þannig ýkt og ályktanir höf- ’undarins e.ns konar trúarat- riði, þó að sagnfræðilegar séu. Auðvitað má deila um þessi sjónarmið, en hér segir ti.1 sín vitandi eða óafvitandi áróður og tilfinningasöm manndýrk- unarstefna. Kannski er þetta jákvætt mótvægi v ð nazis- mann og kommúnismann? Skuggarnir eru ekki án birtu og birtan ekki heldur án skugga. Thorolf Smith ber konu Lincolns betur söguna en tíðk azt hefur og bregður fyrir hana skildi margvíslegra af- sakana eins og verjandi fvrir rétti. Samt þyrði ég ekki að út skurða Mary Todd saklausa af því ámæli, sem hún hefur hætt. Bókin greinir meira að segja frá því á stöku stað, að Lincoln hafi kiknað undir húskrossinum, hann minnir jafnvel konu sína á nálægð geðveikrahælisins í alvarlegu viðvörunarskyni, og þó voru honum ekki kunn öll þau glapræðislegu mistök, sem Mary Todd urðu á um dag- ana. En Thorolf Smith sér allt umhverfis Lincoln í dýrð- arljómanum nema það, sem honum finnst eiga heima í skugganum, Mary Todd nýt- ur þessa. Hitt er annað mál, hvort hún á góðsemina skil- ið. 'Vel má vera, að Abraham Lincoln hafi verið einnar konu maður í ástum eins og Thorolf Smith telur senni- legt, en -vaíalaust misskilur hann að nokkru leyti þátt Annl Rutledge i sögu Lincolns. Dauði hennar varð Lincoln mik'l sálræn reynsla, hvort sem hann hefur fellt girnd- arhug til stúlkunnar eða ekki. Og sú ályktun er fjarri lagi, að kvæði Masters byggist á ..hatri og mein- bægni Williams Herndons". Masters skildi samband Lin- eolns og Ann Rutledge af skáldlegri hugkvæmni og skarpskyggni og segir, að þau hafi vígzt. — ekki í sambúð Framhald á 13. síðu. ÞAÐ er saga af því, hvernig Guðmundur Ilagalín lærði að aka bíl, og hvernig hann lenti í árekstri með sjálfan Helga Sæmundsson að far- þega. Guðmundur varð að greiða þá einu sekt, sem rétt- vísin hefur krafið hann um ævina, en Helgi gerði að gamni. sínu: „Mikill höfuð-r snillingur ert þú, Guðmund- ur Hagalín! Heldur þú að það hefðu allir leik ð eftir þér að drepa ekki neinn við þetta tækifæri? Hugsaðu þér fyrir- sagnirnar í blöðunum á morg- un. Þrír bílar í árekstri. Guð-< Framhald á 3. síðu, j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.