Alþýðublaðið - 06.01.1960, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.01.1960, Blaðsíða 1
SEX FORUST SA HORMULEGI ATBURÐUR gerðist snemma á mánudagsmorgun, að M/b. Rafnkell GK 510 fórst í Miðnessjó með sex manna á- YdV í fvi'Std höfn. — Allt bendir til, að slys þetta hafi borsð brátt að, ilLllíi Otíí ÍniLJlt því að engar líkur eru til þess, að áhöfnin hafi komizt í björgunarbáta. Aldrei heyrðist neitt frá bátnum þess efnis, að eitthvað hefði komið fyrir. M.b. Rafnkell fór í róður að- faranótt mánudags. ásamt sjö öðrum bátum frá Sandgerði. Var það fyrsti línuróður hans á nýbyrjaðri vetrarvertíð, en bát- urinn var m eðhringnót á síld- arvertíðinni. Síðast spurðist til hans um 5- leytið á mánudagsmorgun og var þá ekkert athugavert. Stormur hafði verið á miðun- um, en var tekið að lægja. Þeg- ar bátsins varð ekki vart á mánudaginn, var tekið að óttast um hann og leit hafin um kvöld ið. Flugvel leitaði allan daginn í gær og björgunarskipið Sæ- björg leitaði á sjó. Slysavarna- deildir leituðu á landi allt frá Garðsskaga til Reykjaness og einnig fyrir sunnan nesið. Fannst brak úr m.b. Rafnkeli, Þeir roa SEX íslenzkir sjómenn týndu lífi við störf sín að- faranótt mánudags. En vinnunni á sjónum lýkur aldrei. Það má bóka. Fé- lagar þeirra munu róa til fiskjar eins og fyrri dag- inn. Vertíð er að hefjast, fiskurinn að koma á mið- in. Og íslenzkir sjómenn eins og þeir, sem hér draga net sín, munu halda á- fram að sækja hann. lóðabelgur og þilfarsplanki á Kirkjuvogi og milli Stafness og Hafna, Var leitinni haldið á- fi’am í gær, þó að vonlaust væri þá talið, að nokkur hafi komizt lífs af bátnum. 'M.b. Rafnkell GK 510 var austur-þýzkur stálbátur, 75 brúttórúmlestir, smíðaður í Fúrstenberg í ársbyrjun 1957. Báturinn, sem var eign Guð- mundar Jónssonar útgerðar- manns á Rafnkelsstöðum í Garði, var knúinn 250 hestafla NWN-dieselvél. Áhöfnin, sem fórst með m.b. Rafnkeli, var þannig skipuð: Garðar Guðmundsson skip- stjóri (sonur Guðm. á Rafn- kelsstöðum), fæddur 2. apríl 1918, til heimilis að Vík í Gerða hreppi. Björn Antoníusson, stýrimað- ur, fæddur 13. apríl 1929, Skipa sundi 33, Reykjavík. Vilhjálmur Ásmundsson, vél- stjóri, fæddur 20. maí 1926, Suð urgötu 6, Sandgerði. Magnús Berentsson, mat- sveinn, fæddur 18. febrúar 1.917, Krókskoti, Sandgerði. Jón Björgvin Sveinsson, há- seti. fæddur 10. febrúar 1923, Uppsalavegi 4, Sandgerði, Ólafur Guðmundsson, háseti, fæddur 23. nóvember 1923, Arn arbæli, Miðneshreppi. ISeldu vel VARNARMÁLARÁÐU- I NEYTI Bandaríkjanna býður út til olíufélaganna sölusamn- inga á olíum, sem herstöðvar Bandaríkjanna nota í sína þágu. Esso Standard Oil Co. hreppti sölusamninginn vegna olíusöl-l unnar til varnarliðsins á ís- landi. Hefur Olíufélagið haft samninginn frá komu varnar- liðsins hingað árið 1951. Það hefur síðan framselt Olíufélag- inu li.f. á íslandi samninginn, sem liefur annast olíusöluna. Nú hefur það gerzt, að varn- armálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur framlengt samning Esso Standard Oil Co. í New York til 1. júlí 1960, en þá rennur fjárhagsár Bandaríkjanna út. Esso framlengir síðan samning sinn við Olíufélagið h. f. og H. Í.S. sem munu því halda á- fram að selja varnarliðinu á ís landi eldsneyti, olíur og smurn ingsolíur, að minnsta kosti til I. júlí n.k. ÞRÍR íslenzkir togarar seldu afla sinn á erlendum markaði í gær. Fengu þeir ágætt verð fyrir aflann, einkum Egill Skallagrímsson, er seldi 117 lestir £ Hull fyrir 11.367 pund. Togarinn Geir seldi afla sinn í gær, 146 lestir fyrir 11.540 pund. Lagði hann upp í Grims- by. Þá seldi Márgrét 104 lestir af síld í Cuxhaven og fékk fýr ir þann afla 76.679 mörk. í fyrradag seldi Ingólfur Arnarson 167 lestir í Grimsby fyrir 12.261 pund. — í dag sel- ur togarinn Keilir 250 lestir af síld í Bremerhaven.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.