Alþýðublaðið - 06.01.1960, Blaðsíða 15
hann hvort hann vildi koma
með og sjá garðinn.
Garðurinn við höllina var
virkilega fallegur. Carol og
Símon gengu eftir stígnum
unz þau komu að fallegum
læk. Við hann stóðu nokkrir
bekkir.
,,En hvað er himneskt hér“,
sagði Carol og lyfti andlitinu
mót sólu.
„Lendir þetta einnig í ó-
kunnum höndum“, tautaði
Símon við hlið hennar. „Þeg-
ar Ladv Daubenay deyr —
hvað þá? Hættir Vian að
flakka um — og kemur
heim?“
„Vian ætlar að selja allt“.
„Synd. Það er tap fyr'r
landið að eyðileggja slíkan
stað“.
„Já, ég veit það“.
„Vildir þú ekki búa hér?“
spurði Símon og hún viður-
kenndi að ekkert vildi hún
fremur.
„Hvað hefur Vian á móti
því?“ spurði hann. „Hann á
nóg til að halda öllu við“.
„Hann hatar að bera á-
byrgð á því“.
„Hann getur ekki lifað allt
si'tt lif án ábyrgðart'.lfinning-
ar, sérstaklega ekki sem gift-
ur maður“.
„Þú þekkir ekki Vian!“
Hún hló. »n það var ekki glað-
legur hlátur.
Símon Jeit á hana.
„Langar híy til að eignast
baru, Carol?“
Hún hristi höfuðið.
,.Nei“.
Símon vissi að hami hefði
ekki átt að snyria, en h.ann
hafð' vonað að eitthvað hefði
lapast milli beirra. Hvað skeði
í þessu hjónabandi?
„Ég skammast mín. þegar
ég kem hingað“, sagði Carol
dræmt. “Ég veit hvað Ladv
Dai^benav óskar o.» ég veit
hvað Vian gerir. Hún seg’r
mér allt um hiónana. um vinn
una, nm höliina. um þreyting-
ar sem eera á og snvr mig
ráða t öllu .. . Orr mér finnst
éff eU+qf vera að liúffa og sam
þvkkia að Vian gerj það, sem
hún v'll. Ég hata að ljúga!“
„En hað ekki. traust "fyrir
þ’£»“ '•nurði Símon, ,.að vita
að Hú. leikur þitt hlutverk
vel9“
„Ég er hrædd um að mig
langi ekki til að vera leik-
kona“.
„En a. m. k. einn áhorfand-
inn dáist að þér“.
Án hess að Símon vissi, las
Carol úr andliti hans, að hann
elskað' hana. Ekkert skipti
máli nema það, að Símon
elskaði hana. Hún vissi að
hún þurfti ekki að gera ann-
að en nefna nnfn hans núna
og allur misskilningur vrði
að engu. Því gerði hún það
ekki? Því stóð hún kvrr og
þagði þegar hlið himinsins
stóðu í bálfa gátt? Vian?
Skuldaði hún 'V'an nokkuð?
Var það heiður að ljúga?
En Símon elskaði hana og
hann vissi að hún elskaði
hann, en samt hafði. hann val-
ið að ganga sínar eigin götur.
Þess vegna þagði hún, þó
allur líkami hennar og sál
þráði hann. Þess vegna stóð
hún upp og brosti til hans
eins og það skipti engu máli,
að allur heimur hennar var
breyttur.
„Og vegna þeirrar aðdáun-
ar — heldur leikurinn á-
fram“, sagði Carol Loring létt
og það var hennar aðferð til
að lofa.
27.
Það fyrsta sem Carol gerði
þegar hún kom til London,
var að athuga bankainnstæðu
sína. Það var ekki jafn mikið
eftir og hún hafði vonað, því
sjúkrahúsvist Vians hafði ver
ið dýr bæði fyrlr hana og
hann. Yrði það nóg til að
kaupa Pilgrims Row? Hún
ætlaði að gefa þeim það. Það
var það minnsta sem hún gat-
gert fyrir Símon.
Hún leitaði til umboðs-
mannsins fyrir sölunni, en
þegar voru komin tvö tilboð.
Hann sagðj líka að það væn
erfitt að ákveða verðið.
Vian kom heim. Hann gekk
að vísu við hækjur, en hann
sagðist nú fljótlega henda
þeim. Hann var í góðu skapi
og skipti sér ekki að því hvað
hún gerði.
Tess skrifaði og sagði þeim
að Lady Daubenay væri ekki
frísk og henni hefði verið
skipað að liggja í rúminu. Hún
sagði að allt væri til undir
söluna og að þau Craig hefðu
fengið sér tvö herbergi í
Maidstone, þar sem þau ætl-
uðu að þúa fyrst um sinn.
Hugsa sér ef hún hefði nú
ekki nægilegt fé til að kaupa?
'Vian gekk hækjulaust
nokkrum vikum fyrir söluna
og það fyrsta sem hann gerði
var að panta far til Bermuda.
„Ég fer í burtu dálítinn
tíma“, sagði hann við Carol
án þess að gefa nokkra skýr-
ingu eða afsaka nokkuð. ,,Ég
þarfnast þess eftir að hafa
verið hlekkj aður hér í marga
mánuði“.
Hún varð að taka því.
Hún vann mikið að þókinni,
sem hún átti að skila um mitt
sumar, en henni fannst Vian
ekki líða neitt fvrlr það, hvað
hún vann mikið. Hann var
sjaldan heima og sagði henni
ekkert um það hvar hann
væri eða hvað hann gerði.
Hún lærði að spyrja ekki,
það var betra.
Þau Mfðu hvort sínu lífi,
engum háð.
Daginn fyrir söluna fór
Carol til hallarinnar. Hún
hafði skil'ð fyrirmæli eftir
hjá umboðsmanninum, en
hún vildi ekki vera við sjálf.
Lady Daubenay leið betur en
hún var enn við rúmið.
„Hjartað er bilað“, sagði
hún glaðlega, en vildi ekki
tala meira um það. „Segðu
mér hvers vegna komstu ekki
með hann frænda minn?
Hann getur gengið núna“,
bætt! hún við og varð undar-
leg á svipinn, þegar Carol
sagði henni að hann ætlaði til
Bermuda.
„Einn? Því ferð þú ekki
með?“
Það var ekki auðvelt að
leika á hana, en Carol gerði
sitt bezta.
„Við lítum nýtízkutega á
hjónabandið, frænka“, sagði
hún. „Ef okkur langar að
ferðast eitthvað hvort í sínu
lagi, þá gerum við það, án
þess að um skilnað sé að
ræða“.
Það'leit út fyrir að gömlu
konuna langaði til að segja
eitthvað en hún hætti við
það. Hún leit rannsakandi á
Carol og það leið stutt stund
áður en hún tók til máls á ný.
„Heldurðu að ég sé gamalt
fífl, Carol?“ spurði hún hrein
skilnislega.
„Nei, það ertu áreiðanlega
ekki“, var svarið og hennar
hágöfgi brosti.
„Gott, því ég er það ekki
heldur“. Hún kinkaði kolli
við.
„Elskan mín, þó mér þyki
vænt um Vian, þá veit ég vel
hvernig hann er! Þú heldur
ekki fremur en ég að hann
róist?“
„Þegar ég dey selur hann
höllina“, hélt hún áfram og
kom Carol á óvart með ber-
sögli sinni. „Það hefur ekkert
að segja fyrir hann en mikið
fyrir þig. Er það ekki rétt?“
„Ég hef alltaf elskað allt
hérna“, sagði Carol blátt á-
fram.
„Það gleður mig“, sagði
frænka 'Vians hranalega og
fór svo að tala um Pilgrims
Row.
„Það var leitt að heyra
það“, sagði hún við Carol.
„Þau eru svo hamingjusöm
og Símon á betra skilið. Hann
er glæsilegur maður“.
„Já“, viðurkenndi Carol og
vonaði að Lady Daubenay
væri ánægð með svarið. En
það var hún ekki.
„En hvar er lausnina að
finna þegar peningar manns
skapa manni keypta sýndar-
gleði og skilnaðir brjóta lof-
orð og eyðileggja hjóna-
bönd?“ spurði hún Carol og
leit vingjarnlega en rann-
sakandi á hana. „Hvað finnst
þér um skilnaði?“ spurði hún
svo._
„Ég er ekki fylgjandi
þeim“, svaraði Carol alvar-
lega.
„Hm!“ var eina svar hall-
areigandans.
„Ég fór að hata skilnaði
þegar ég sá hvernig fór fyrir
börnum vina minna“, hélt
Carol áfram máli sínu, því
henni fannst hún þurfa að
skýra það nánar. „Mér finnst
að foreldrarnir geti ekki verið
þekktir fyrir að fara þannig
með líf barna sinna hvernig
svo sem þeir fara með sitt
eigið líf! Öryggisleysið við að
missa heimili sitt og verða að
skipta ást sinni, trú þeirra á
líflnu verður að engu, þau
verða einmana og hrædd“.
Hún talaði af meiri tilfinn-
ingu en hún vissi sjálf og það
varð smá þögn.
„Elsku vina mín, þú þyrft-
ir að eiga barn sjálf“, sagði
gamla konan.
„Ég hef bækurnar mínar“
svaraði Carol biturt.
„Bækur! Della!“ var fyrir-
litnisleg athugasemd gömlu
konunnar og eftir það var hún
þögul og hugsandi.
Carol hafði ekki sagt nein-
Um að hún hefði í hyggju að
kaupa Pilgrims Row og næsta
morgun var hún mjög spennt.
Hafði umboðsmaðurinn skilið
fyrirmæli hennar? Hafði hún
boðið nóg? Héfði hún kannske
átt að fara sjálf?
Hún reyndi að vinna að
skriftum,; en hún varð að
henda því sem hún skrifaði.
Hún vissi að Vian átti að fara
þá um daginn, en það skipti
hana engu máli. En þegar
síminn loks hringdi, vildi hún
helzt ekki svara. Að hugsa sér
ef hún hefði nú ekki fengið
Pilgrlms Row!
En það var ekki umboðs-
maður hennar sem hringdi,
það var Tess. Og Tess var
mjög áhyggjufull.
„Carol, hefurðu séð Rac-
hel?“ spurði hún formála-
laust. „Frú Noble hringdi og
sagði að hún hefði ekki verið
í búðinni { dag og að hún
væri ekki heldur heima hjá
sér. Ég hringdi til þín í Lon-
don og þar var mér sagt að
þú værir í höllinni. Veiztu
hvar barnið er eða hvað hún
er að gera? Ég er svo hrædd
um að hún sé kannske veik“.
„Nei, hún er ekki hér, Tess.
Ég hef ekki séð hana í dag.
Heldurðu að hún hafi farið að
heimsækja einhverja kunn-
ingja sína?“ Carol reyndi að
hugsa skýrt, en hún vissi að
það var mjög ólíklegt svona
seint vikunnar. „Það er svo
ólíkt henni en ég er viss um
að það er ekkert að henni,
Tess. Hana hefur bara langað
til að vera út af fyrir sig í
dag... Kannske hún hafi
farið ...“ Carol þagnaði snögg
lega. Farið hvert... Með Vi-
an ... Til Bermuda ...
Tess talaði áfram en Carol
heyrði ekki eitt orð af því
sem hún sagði. Hún var viss
um að þetta væri lausnin og
hún lamaðist um stund...
Það sem Rachel hafði sagt á
sunnudaginn ... Þegjanda-
háttur Vians og það að hann
v!ldi ekki segja henni hvar
hann væri... Nú skildi hún,
að hann hafði verið að hitta
Rachel. Hann hafði ýtt undir
hana og guð má vita til hvers
hann hafði fengið hana, að-
eins til að skemmta sér og hé-
gómagirnd sinni.
Það varð að stoppa vélina
og sækja Rachel áður en það
var um seinan ... áður en...
„Tess, mér datt í hug stað-
NAN SHARP:
VÖLUNDARHÚS ÁSTARINNAR
Alþýðublaðið — 6. janúar 1960 J|5