Alþýðublaðið - 06.01.1960, Blaðsíða 3
FYRSTU flugskeytin,
sem danski herinn fær frá
Bandaríkjunum, eru vænt
anleg til Árósa næstu
daga. Þau eru rösklega
átta metra löng og fljúga
með 2,000 kílómetra
hraða. Myndin sýnir þeg-
ar skeyti af þessari tegund
er skotið.
SIOGA V/GGA
ORÐSENDINGr,
TIL STARF5F0LKS
ERLtNDIR SENDI-
HERRAR SKODA
STÖD/NA í DA6-
- FORSTJÓRINN
,«HANN SAGDMHVEM ER DE? EKKi: VÆMMELIGr/
Isiendingar
á stórmóti
AKUREYRI, 5. jan. — For-
manni Skíðasambands Islands,
Hermanni Stefánssyni, barst í
morgun skeyti frá Sviss, þar
sem sagt er frá íslenzku skíða-
mönnunumi, sem þar dveljast,
og þátttöku þeirra í stórmóti.
Fer hér á eftir frásögn Her-
manns um það, sem skeytið
hafði að segja:
íslenzku skíðamennirnir Ey-
steinn Þórðarson, Reykjavík, og
Kristinn Benediktsson, ísafirði,
tóku þátt í stórmóti í fjalla-
greinum (Alpagreinum) í Adel-
Baden í Sviss dagana 2. og 3.
janúar sl.
Fólksekla er i
frystihúsunum
Eysteinn varð úr leik í svigi,
þar sem hann datt í síðari ferð-
inni, en Kristinn varð 27. í röð-
inni.
í stórsvigi varð Eysteinn nr.
35, en Kristinn nr. 36.
Keppendur voru 100 frá 15
þjóðum. Varð ísland nr_ 2 af
N orðurlöndunum.
Brautir voru snjólitlar og
svellaðar, og slydduveður.
Sigurvegari í báðum svig-
greinunum (ekki keppt í þruni)
varð Þjóðverjinn Ludvik Leid-
ner, er varð í 3. og 5. sæti á móti
þessu í fyrra.
Þeir Eysteinn og Kristinn
munu taka þátt í tveimur stór-
mótum í viðbót, báðum í fjalla-
greinum. Para þau fram í Laub-
erhorn í Wangen í Sviss dagana
9.—11. þ. m. og í Hahneinkann
í Kipzbuhl í Austurríki dagana
15.—'17. þ. m. G. ST.
MIKLIR erfiðleikar eru nú|
á því í mörgum verstöðvum að
fá fólk til starfa í fiskvinnslu-
stöðvunum. Gengur jafnvel ver
að fá fólk til starfa í landi en
á bátana.
Lausar sföður
STARF skrifstofustjóra við
Tóbakseinkasölu ríkisins hef-
ur verið auglýst laust til um-
sóknar frá 1. ágúst 1960. Laun
samkvæmt VI. launaflokki
launalaga nr 92/1955.
Umsóknir um starfið sendist
Tóbakseinkasölu ríkisins fyrir
1. febrúar 1960.
Ennfremur eru nokkrar stöð-
ur póstmanna við Póststofuna
í Reykjavík lausar til umsókn-
ar. Laun samkvæmt X. og IX.
fl. launalaga. Umsóknir sendist
póst- og símamálastjórninni
fyrir 15. janúar 1960.
Fatasfrangi
í VÖRSLU Rannsóknarlög-
reglunnar er strangi af dökk-
gráu gaberdine fataefni. Strang
inn fannst daginn fyrir Þorláks
messu á Laugavegi við Nóatun.
Stranganum var skilað til
rannsóknarlögreglunnar, sem
biður eiganda að gefa sig fram.
í Vestmannaeyjum þarf allt-
af mikið aðkomufólk. Núna virð
ist ætla að verða mjög erfitt að
fá slíkt fólk til. Eyja og veldur
því vafalaust hversu útkoman
var léleg hjá því í fyrra en þá
voru ógæftir lengi framan af.
Sem dæmi má nefna, að fyrir
nokkru var ekki búið að fá
nema litið brot af því fólki, er
þarf til starfa í Hraðfrystistöð-
inni í Eyjum.
Talið er f Vestmannaeyjum,
að þangað þurfi um 350 Færey
inga til starfa yfir vertíðina,
bæði á bátunum og í landi.
'Verður sjálfsagt ráðið eitthvað
af Færeyskum stúlkum þang-
að.
Bátarnir eru nú sem óðast að
búa sig á veiðar 0g fjölgar með
hverjum deginum. Verður það
æ meira aðkallandi að útvega
fólk til starfa í frystihúsunum.
KONA REKST
Á LEIGUB'IL
MIKIL hálka hefur verið
undanfarna tvo daga á götum
Reykjavíkur off reyndar á öllu
Suðiurlandi. Fjöldi fólks hefur
meiðzt og skrámazt við það að
detta — og hér fer á eftir smá-
saga úr hálkunni:
Leigubílstjóri úr Reykjavík
þurfti að skreppa suður í Kópa-
vog til þess að sækja farþega.
Bíllinn hans var á kveðjum.
Húsið, sem hann fór til, er við
götu, sem hallar nokkuð. Hann
stöðvaði bílinn fyrir framan hús
ið.
Skömmu síðar tók hann eftir
því, að bíllinn var farinn að
renna til hliðar. Bílstjóranum
tókst þó að stöðva bílinn, en
litlu munaði, að hann rynni á
kofa við veginn.
Andartaki síðar kom kona
rennandi á afturenda niður göt-
una. Hún var á nokkurri ferð
og lenti á bílnum. Hann rann
aftur af stað við áreksturinn og
konan með. Bíllinn snerist í
heilhring á svellbúngaðri göt-
unni og konan lenti undir hon-
um. Þau runnu þannig nokkurn
spöl, en loks stöðvaðist bíllinn
við vegarbrúnina.
Konan slapp ómeidd og gat
haldið áfram ferð sinni.
AÐ þessu sinni voru jólabréf-
in og jólakortin í Reykjavík um
460 þúsund að tölu, en um 420
þús. í fyrra. Mestur hlutinn var
borinn út dagana 21.—24. des.,
eða sem næst 115 þús. sending-
ar á dag. Lætur nærri að hver
Reykvíkingur háfi fengið að
meðaltali um 7 jólabréf.
Útburð póstsins önnuðust 120
menn, þar af 86 skólapiltar. Ó-
fullnægjandi utanáskriftir voru
á 4700 sendingum, þar af voru
400 án heimilisfangs. Vanskil
eru því sem næst 1% af heildar
póstmagninu. Póststofan er nú
að láta athuga óskilabréfin og
jnun reyna að koma eins miklu
af þeim til skila og unnt er.
Alþýðublaðið — 6. janúar 1960 J