Alþýðublaðið - 06.01.1960, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.01.1960, Blaðsíða 4
p ik----------' BELGÍSKUR prestur, sem verið hafði svo að segja ó- Jþekktur utan heimalands síns, hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1958 fyrir aðstoð, : sem hann hefur veitt þúsund- • um flóttamanna. Þessi maður er síra Domi- ' nique Georges Henri Pire, 46 ára gamall rómversk-kaþólsk- s ur prestur við dóminikanska klaustrið La Sarte í Huy í Belgíu og stofnandi Flótta- raannaaðstoðarinnar. Hann tiefur unnið mikið og óeigin- gjarnt starf á vegum þessar- ar stofnunar án þess að láta ■txafns síns getið, og í gegnum . ihana hefur hann veitt flótta- íólki ómetanlega aðstoð — enda munu fáir fremur slíkr- ar hjálpar þurfi en þetta fólk, sem hvorki getur fengið land- vistarleyfi { öðrum löndum né snúið aftur til heimalands síns. Hinn 10. desember 1958 af- henti Nóbelsverðlaunanefnd- in síra Pire friðarverðlaunin tneð þessum orðum: „Þetta er viðurkenning til þess manns, sem hefur unnið hvað mest að því að skapa bróðurþel meðal þjóðanna“. Um heiður þann, sem hon- um var þannig sýndur, hefur hann sagt, að með þ\u að veita frlðarverðlaunin „óþekktum manni“ hefði Nóbelsverð- launanefndin sýnt skilning á kærleikshlutverki mannanna. „Það var fyrir um það bil tíu árum, að mér kom fyrst í hug að reyna að veita flótta- fólki einhverja aðstoð“, sagði síra Pire, er greinarhöfundur hitti hann að máli. „Starf okkar fer þannig fram, að við gerum áætlun — um flótta- mannaþorp, ellihéimili, styrkt arsambönd — en allt er breyt ingum undirorpið, því að í þessu starfi kemur ætíð eitt- , hvað nýtt í ljós. Starfiðf er óendanlegt“. „Framtíðaráætlun mín er í i'auninni tvíþætt; þ. é. að hjálpa flóttamönnunum nú, koma þeim burt úr þakher- bergjunum og göturæsunum og sýna þeim fram á, að þeir #eti öðlazt von á ný. Þá vil ég stefna að því að sameina okkur öll í kærleikanum. Þetta er hin eiginlega „Ev- rópa hjartans“, sem nær út yfir öll þjóðalandamæri. Við erum öll bræður og systur og kærleikurinn á að sameina okkur og auka skilning okkar á og samúð með þeim, sem eru í þröng. Kærleikur er það sem mestu máli skiptir í þess- Uffl heimi, og því lengur sem ég lifi, því betur sé ég, hve lítinn kærleik mennirnir bera hver til annars“. Síra Pire skýrði svo frá, að flóttamannaaðstoðin sé al- þjóðastofnun, studd af öllum t áflokkum. Engar spurning- ■ ar eru lagðar fyrir flótta- mann, þegar hann kemur Jxangað. Hið eina, sem hann þarf með er „þak yfir höf- uðið, einhverja vinnu og f:jálst land, þar sem hann getur búið og lá^ið sig dreyma um föðurlandið horfna. Sum- ir þessara flóttamanna eru; tötrum búnir, aðrir geta verið drykkjumenn og kannski ekki sem ákjósanlegastir fulltrúar þess lands, sem þeir hafa flú- ið frá, en það sem máli skiptir, er að þetta eru menn eins og við hin“. Fyrsti sýnilegi árangur af starfi síra Pire var stofnun elliheimilis. Nú eru starfandi fjögur slík heimili í Belgíu, og eru þau öll eingöngu ætl- uð öldruðu flóttafólki. Á hverju þessara heimila búa tuttugu manns, flest eldri hjón, og eru venjulega ein hjón út af fyrir sig í hverju herbergi innan um sína eigin muni. Annar þáttur þessarar að- stoðar síra Pire er styrktar- starfsemi við flóttamenn. Hún gengur þannig fyrir sig, að flóttafólkinu er komið í bréfa- samband við menn víðs vegar um heim. Þannig atvikast það, að flóttamaður fær pen- inga frá pennavini sínum fyr- ir skóm eða vetrarkápu á son- inn, ef það kemur í ljós, að hann vanhagar um slíkt. Nú skipta þúsundum þeir flótta- menn, sem eiga slíka penna- vini í ýmsum löndum. Grein eftir AJSNE BURNS um síra Pire9 helgíska prestinn« sem ■ hlaut friðarverð- laun Nóhels árið 1958 fyrir aðstoð við flóttafólk. Þá hefur síra Pire staðið að stofnun flóttamannaþorpa í Þýzkalandi, Austurríki og Belgíu. Flóttamannaþorpin í þessum löndum eru orðin fimm, og nú stendur til að stofna hið sjötta í Noregi inn- an skamms. Verður það nefnt eftir Gyðingastúlkunni Önnu Frank, sem leyndist með fjöl- skyldu sinni í þakherbergi í Amsterdam til að forðast of- sóknir nazista og lézt síðar í hinum alræmdu Belsen-fanga búðum í Þýzkalandi. Flóttamenn í þessum þorp- um mynda með sér eigið sam- félag, vinna ef þeir getá og taka þátt í félagslífinu í þorp- inu. í slíku þorpi eru venju- lega tuttugu heimili — og eru húsin byggð af þorpsbúum sjálfum. í hverju húsi býr ein fjölskylda, en stórar fjöl- skyldur, ekkjur með börn, ó- vinnufærir menn og þeir, sem af eínhverjum ástæðum er erfitt að koma fyrir, -hafa yf- irleitt forgangsrétt að nýjum húsum í þorpunum. Af þeim 175 þúsund evrópsku flótta- mönnum, sem enn hafa ekki fundið fast athvarf á vestur- löndum, heyra 50 þús. und- ir hinn síðast nefnda flokk manna. Síra Pire varar fólk við að vænta skjóts árangurs af slíku starfi, því að það er seinvirkt. Um það farast hon- um svo orð: „Ég er aðeins einn maður; ég ræð aðeins yfir einu lífi. Þessu starfi er ekki hægt að ljúka með einni handsveiflu. í því felst enginn kærleikur. Ég get aðeins komið upp einu þorpi f einu. Takmark mitt hlýtur aS vera að gera það fullkomnara en hið síðasta, fullkomnara á svo margan hátt“. í ræðu, sem síra Pire hélt fyrir skömniu, lýsti hann vel í fáum orðum markmiði og stefnu flóttamannastofnunar- innar: „Hugsum okkur, að við hver og einn stæðum frammi fyrir flóttamönnunum sjálf- um. Við skulum t. d. gera ráð fyrir, að ég sé eigingjarn maður og á leið minni verði 200 þúsund menn, sem skortir allar helztu lífsnauðsynjar. Þessi fundur hlýtur að verða til þess að draga úr eigingirni minni. En frá sjónarhóli þjóð- félagsins sem heild er boð- skapur hinna hrjáðu flótta- manna augljós. Þetta fólk hef ur lent í mörgu og neyð þess befur blasað við sjónum okk- ar í fjórtán ár og því verðum við að taka höndum saman og lina þjáningar þess. Þannig verður neyð þessa fólks til að sameina okkur“. En það sem torveldar mest þetta starf kveður síra Pire vera þann múr, sem menn hlaða upp til að bægja öðr- um frá því að komast inn í þeirra hring mannlegrar hjálp semi og hlýju, því að þangað 6. janúar 1960 — AlþýðublaðiS hleypa þeir engum nema jafningjum sínum. „Ég hef ekki í höndum neitt hulið né leyndardómsfullt umboð frá kirkju eða þjóð. Ég er ekki bundinn af neinum landamærum. Ég tilheyrr eng- um pólitískum flokki. Ég er blátt áfram mannvinur". Þegar Belgíustjórn heiðraði síra Pire, eftir að hann hafði fengið Nóbelsverðlaunin, komst hann þannig að orði: „Að lina þjáningar xjieð ver- aldlegri hjálp eingöngu stoð- ar lítið. Að hjálpa fólki til að finna sér skjól og festa rætur í nýju landi, að gefa jafnvel ókunnugum að borða, þeim sem hvergi eiga samastað — þ. e., þeim sem eru fyrst og fremst andlega þjáðir — allt þetta er gagnslaust, ef kær- leikur er enginn. Með því að sýna kærleika þeim, sem þjást, munum við finna, að milli þeirra og okk- ar og milli allra þeirra, sem tóku höndum saman til að hjálpa þeim, eru bönd, er tengja okkur öll saman, þau eru samnefnari okkar allra. Ég hef gefið slíku bandalagi heitið „Evrópa hjartans“. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að menn stofnuðu einnig „Asíu hjartans“, „Af- ríku hjartans“, „Ameríku hjartans“ og vonandi kemur einhvern tíma að því, að hægt verði að mynda „heim hjart- ans“. Dr. Gunnar Jahn, forseti Nóbelsverðlaunanefndarinn- ar, túlkaði vel skoðun hinna nefndarmannanna í ræðu, er hann hélt við afhendingu friðarverðlaunanna. Honum fórust m. a. þannig orð: „Ef dæma á um árangurinn af því starfi, sem síra Pire hefur leyst af hendi, eftir þeim fjölda flóttamanna, sem hann hefur bjargað, munu sumir ef til vill segja, að heildarárang- urinn af erfiði hans sé ekki ýkja mikill. En hér er eins og svo oft ekki rétt að dæma á hagfræðilegum grundvelli eingöngu. Það sem máli skipt ir er andinn, sem stendur að baki þessari starfsemi síra Pire, það sem hann hefur sáð í hjörtu mannanna, og við vonum, að í framtíðinni verði unnið af hendi óeigingjamt starf til hjálpar öllum þeim, sem lent hafa í yztu myrkr- um mannlegrar neyðar“. Nú er síra Pire kominn aft- ur heim til Huy, í dómini- kanaklaustrið La Sarte. Þar hefur hann búið síðan 1926 og þar var hann sér til hvíld- ar, þegar hann frétti af Nó- belsverðlaununum. Nú er hann að ganga frá áætlun um byggingu norska flóttamanna þorpsins, sem kennt verður við Önnu Frank. Auk þess heldur hann fyrirlestra um þjóðfélagsfræði og heimspeki, þegar tími gefst, en aðalstarf hans er eftir sem áður prest- þjónusta. Þess má geta að lokum, að eftir síðustu heims- styrjöld hlaut hann viður- kenningu frá ríkisstjórnum Frakklaftds og Belgíu fyrir leynistarfsemi á stríðsárun- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.