Alþýðublaðið - 07.01.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.01.1960, Blaðsíða 2
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Kitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áþ.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 908 Að- setur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði. Vextir og afborganir í ÞEIM umræðum, sém nú standa yfir um efnahagsmál þjóðarinnar hefur verið mjög minnzt á erlendar lántökur. Hafa menn úr stjómarflokk- unum bent á, að þjóðin verði á þessu ári og næsta að verja 11% iaf gjaldéyristekjum sínum til vaxta og afborgana, og sé það óbærilega hátt hlutfall. Mun aðeins finnanleg ein þjóð í veröldinni, Júgó- slavar, sem býr við slíkar aðstæður, og að þessu leyti nálgast ástandið það, sem verst var á kreppu- ámnum. Stjórnararídstæðingar segja þetta vera fjar- stæðu og benda á, að hinum erlendu lánum hafi verið varið til uppbyggingar, skipakaupa, virkjana og annars, sem muni auka gjaldeyrisöflun þjóðar- innar og þyí standa undir sér. Það er barnaskapur hjá Tímanum að halda fram, að nokkur maður sé andvígur lántökum til langs tíma til að koma upp framleiðslutækjum, 1 er auki framleiðsluna. Hins vegar gengur Tím- inn algerlega framhjá því, sem ritstjórar blaðs- 1 ins vita mæta vel, að mikill hluti af lántökum 1 vinstri stjórnarinnar og Alþýðuflokksstjórnar- | innar var ekki tekinn á þennan hátt. Arin 1956—59 voru tekin í Bandaríkjunum og § Vestur-Þýzkalandi fjögur lán að upphæð 257 mill- jónir króna, sem voru beinlínis til að standa undir greiðsluhalla íslendinga og alls ekki sambærileg við venjuleg framkvæmdalán. Það breytir ekki þessari staðreynd, þótt innlent mótvirðisfé þessara lána hafi runnið til að greiða innlendan kostnað af framkvæmdum að einhverju leyti. Þessi gjaldeyrislán hafa að sjálfsögðu aukið verulega greiðslubirgði þjóðarinnar og framhald á slíkum lánum hlýtur að teljast mjög varhuga- vert. Hitt hlýtur og hvert mannsbarn að sjá, að lán undanfarinna ára hafa ekki aukið framleiðsl- una meira en svo, að greiðslubyrði þessara lána er enn 11% gjaldeyristeknanna. Vonandi á fram- leiðsluaukningin eftir að koma, því íslendingar geta ekki borið 11% greiðslubyrði til ‘lengdar, meðan allar aðrar þjóðir telja rúm 5% vera hámark. F R A REYKJAVÍK Fundur verður í Sjómannaskólanum föstudag inn 8. jan. kl. 9. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga, Byggingamál, Félagsstarfið, Önnur mál. STJÓRNIN. i 7. janúar 1960 — Alþýðublaðið Við skulum vona allt hið bezta. 'fe Af tilefni ummæla Árelíusar Níelssonar. ýý Starf prestanna, kirkj- unnar og safnaðanna. ýV Fyrir fólkið og með því SÉRA ÁRELÍUS NÍELSSON er vongóður með árið 1960. — Hann er, þrátí fyrir margskonar vonbrigði, bjartsýnismaður. — Mér hefur alltaf þótt vænt um bjartsýnismenn. Þeir leggjast ekki út af við fyrsta andbyr. Það er til einhvers að berjast. Þeir sjá þar von, sem bölsýnismenn sjá aðeins myrkur. Þeir eru allt- af albúnir að leggja fram lið sitt. Ég vil þakka séra Árelíusi fyrir ummæli hans á fyrsta útkomu- degi þessa blaðs á árinu. ÞAÐ VAR sérstaklega athygl- isvert í ummælum þessa dug- mikla og bjartsýna prests, að hann segir, að kirkjan þurfi að koma til fólksins. Hann kveðst hafa verið önnum kafinn í m.arg víslegu fé’agsmálastarfi hjá söfn uði sínum. Það er einmitt það. Til skamms tíma hafa prestar einangrað sig. Aðeins komið fram fyrir söfnuð sinn á hátíða- stundum, flutt honum boðskap, farið svo heim, klæðst úr hemp- unni, hallað sér út af, litið yfir starfsdaginn — og eygt litla von um árangur. MEÐ FÓLKINU og fyrir fólk- ið. Það á að vera kjörorð kirkj- unnar. Presturinn á ekki að líta annes i o r n i n u á sig, sem yfirvald, refsara, ein- skorðaðan leiðsögumann, heldur sem einn af þátttakendunum í safnaðarstarfinu, — og safnað- arstarfið á ekki aðeins að vera kirkjan innantóm, munir henn- ar, útlit og þar fram eftir göt- unum, heldur á fólkið að vera aðalariðið, sameining þess um kirkjuna og hugsjónir hennar. EN TIL ÞESS að svo geti orð- ið þarf fólkið og presturinn að sameinast í víðtæku starfi. Prest urinn þarf að gerast virkur þátt- takandí í heimilislífinu. — Allir vita það, að einstaklingurinn er smár og heimilin oft á flæðiskeri stödd gagnvart erfiðleikum, sem geta verið margvíslegir — og ekki allir stórir. Jafnvel um- komuleysingi þrúgast niður í armóð >af því að hann þekkir ekki greiðfærar leiðir, jafnvel ekki þær, sem honum eru gefn- ar með lagalegum rétti. PRESTUR, sem er þátttakandi Llífi fólksins á að þekkja þessar leiðir — og getur oft á tíðum, án mikillar fyrirhafnar, greitt úr svo að armóðnum og vand- ræðunum sé afiétt. Ef til vill segja ýmsir: Þetta er ekki krist indómur. En ég vil segja. Slíkt starf er kirstindómur í verki. Og það sem meira er: Slíkt starf tengir einstaklingana betur við kirkjulegt starf, við kristilegt starf en margar orðræður í stól eða á kirkjugólfi. ÞETTA er líka uppeldisiegt starf, því að mannúðarstarf fyr- ir einn einstakling er eins og sáning — og uppskera um leið. Sá, sem nýtur aðstoðarinnar kynnist hvernig hún er í té lát- in og hvaða leiðir eru farnar — og það hefur það óhjákvæmilega í för með sér, að sá hinn sami er hæfari til mannúðar- og hjálp arstarfs, en sá sem aldrei hefur, kynnst því, ' 1 FYRIR nokkrum árum skrif- aði ég um nauðsyn þess, að kirkj urnar kæmu til fólksins, en létu sér ekki nægja að kalla það til sín. Ég átti við það, að hver söfn- uður ætti að vera félagsheild, sem léti sér ekkert óviðkomiandi sem gerðist meðal félagssystkin- anna, allt með það fyrir augum að greiða úr erfiðleikum, jafna úr torfærum og ryðja brautir. Það ér hins vegar ekki nóg, aS presturinn einn standi í slíku starfi heldur þarf hópur safnaðar. systkinanna að fara sífellt vax- andi. En presturinn verður að hafa forystuna, enda starfsmað- ur heildarinnar. ÞETTA vildi ég sagt bafa af tilefni ummæla Árelíusar Níels- sonar. Ég ætla mér ekki að fara að segja prestum fyrir verkum, en vildi aðeins leyfa mér sem leikmaður að segja mitt álit á merkum ummælum merkg m.anns, sem er allra manna lík- legastur til þess að ryðja brautin þat ,sem aðrir sjá aðeins urðir. og grjót. Hanncs á horninu. 1 Gerum við bilaða og klósett-kassa í Vafnsveila \ Reykfavíkur í Símar 13134 og 35122. .............

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.