Alþýðublaðið - 07.01.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.01.1960, Blaðsíða 5
gfpfii; ACCRA, 6. jan. (REUTER). Macmilíán forsæíisráSherra er býrjaður heimsókn sína til Af- ríku, hina fyrstu, sem brezkur forsætisráðherra fer til þeirrar álfu í embætti. Blaðið Ghana Times, sem er stuðningsbláð stjórnarinnar, sagði við komu ráðherrans, að hann ætti „ekki aðeins að hlusta, heldur einnig virða“ skoðanir Afríkumanna. Við kömuna frá London sagði Macmillan, að hann væri kom- inn til að ,,sjá, heyra og Iæra“. Hann kvaðst hlakka til viðræðn j anna við Nkrumah forsætisráð- i herra, sem væri gamall vinur sinn. Nkrumah tók á móti Macmill- an á flugvellinum, ásamt nokk- urhundruð háttsettum embætt- ismönnum, dipólmötum o. fh Veifandi mannfjöldi var með- fram ieiðinni, sem ekið var eft- ir til bústaðar landsstjórans, jarlsins af Listowel. Búizt er við, að viðræður ráð- herranna snúist um hina nýju stjórnarskrá Ghana, sem nú ev í undirbúningi. Er þar gert ráð fyrir Ghana sem fyrsta afríska lýðveldinu í brezka samveldinu. Indland og Pakistan eru einu lýðveldin í samveldinu nú. Ghana Times sagði enn frem ur í grein sinni, að álit Breta væri „hættulega ]ítið“ í Afríku núna vegna fangelsunar for- ingjá þjóðernissinna og apart- heid-stefnu 'Suður-Afríkustjórn ar. KALT hefur verig í Lawsanne í Sviss upp á síðkastið og hafa svanirn- ir þá. gert sér að regiu að ganga inn í bæinn — þ. e. a. s. til búðar bakarans,; þar sem þeirn er gefið að borða. !>eir fara aldrei búðavilí. Bílstjórar verða að gæta vel að sér, því að svanjrnir láta bíílúðra eða anaas götuhávaða ekki á sig fá. LONBON og BONN, 6. jan.j (ATB-REUTER). Sú landfar- sótt gyðingahaturs sem brotizt hefur út í mörgum löndum um allan heim, hélt áfrarri í dag og! og jókst jafnframt því sem yf- irvöld í ýmsum löndum íóku fyrir alvöru að taka til hönd- unum. Hefur verið allmikið um handíökur og dómsmál út af þessti. Vestur-þýzka stjórnin ákvað í kvöld á sérstökum fundi að biðja þingið um að samþykkja strax lög um máls- höfðanir gegn fólki, sem breið- ir út hatur á þjóðabrotum á grundvelli þjóðernis, tríiar og kynþáttar. Gybingaof- r l ÞETTA er afbrigði af | judo, kallast ..karatc“ og * er taún hættuleg íþrótt. þó er bún k»nnd siimstað- ar á vestnrlöndum, til dæmicf í brezkum löar- regluskólum. Stúlkan, sem hér sýnir hvað hún kann, er í einum slíkum skóla. RÖM, 6. jan. (NTB—REUT- ER). í Rúmeníu gengur yfir mikil handtökualda í sambandi við meinta starfsemi nazista, segir fréttastofna Agenzia Con- tinentale, sem gert hefur kom- múnisman. að sérgrein sinni. Segir fréttastofan, að handtök- umar séu í sambandi við vænt- anleg réttarhöld yfir 25 Gyðing um, sem sakaðir eru um njósnir. Fyrir nokkru voru fjórir ieikar- ar af Gyðingaættum dæmdir'í margra mánaða fangelsi fyrir að hafa í leyfisleysi halaið uppi zionistískum áróðri á léiksvið- inu. Segir í yfirlýsingu stjórnar- innar, að hú.n hafi rannsakað gumgæfiiega hakakross.-mál- anirnar og styði hún það, að allir þeir, sem gripnir séu í slík um verknaði verði kallaðir fyr- ir rétt. 'Vænt. r stjórnin þess, að dómsstólarnir dæmi hina seku í hegningu, er svari til hins al- varlega brots þeirra. Lagafrumvarp það, sem um ræðir, var lagt fyrir þingið í marz í fyrra, en vegna þróunar mála upp á síðkastið verður það nú strax tekið fyrir. 16 manns hafa verið hand- teknir í Vestur-Berlín í dag fyrir naz stískar aðgerðir. — LÍeiðtogar samtaka fyrrverandi hermanna og særðra hermanna i Vestuv-Þýzkalandi hafa harð- lega fordæmt gyðingaofsókn- irnar. Lögreglan í Milano tilkvnnti í dag, að hún hefði handtekið 20 unga meðlimi hægri-hreyf- ingarinnar ,„Nýtt evrópskt skipulag“ og gert upptækt mik ið magn af naz'stískum rltum og einkennisbúningum. Voru unglingar þessir teknir, er lög reglan hóf rannsókn á máln- ingu hakak’possmerkja hér. Við húsrannsóknir tók lögreglan Danskir her- við Aqaba Kaunmannahöfn, 6. jan. — (NTB-RB). — Tveir danskir hermenn í liði SÞ særðust í dag, er handsprengja sprakk nálægt Sham-El-She k við Akabaflóa, þar sem danskur varðflokkur hefur aðsetur um þessar mundir. Er talið, að um ísraelska landsprengju sé að ræða. Báðir 'eru mennirnir á sjúkrahúsi, en ekki í lífs- Hættu. HEPPNIN MEÐ! MADRID, 6. jan. RECTER. í þorpinu Vega á norðvestur Spáni var I dag haldinn há- tíðlegur geysilegur happcjrætt isvinningur 57 verkstjóra og nokkurra námumanna — 800 milljónir peseta (nálega 217 milíjónir króna). Stærsti híutinn, um 50 milljónir króna, fór til Manu- el Alvarez, verkstjóra, sem keypti vinningsmiðann. Einn taugaóstyrkur vinn- an'di fór til lögreglustöðvar- innar og beið þar í tvær stund ir, þar til bankar opnuðu og hann gat leyst inn miðann. Annar þeirra, sem unnu, var verkstjóri, sem er á berkla- hæli. nazistaflögg, annborða, flus;rit, vopn, skotfæri og talsíma. Alkirkjuráðið hefur lýst- yfií samúð sinni við gyð.nga vegna gyðingahaturs þess, er nýlega hefur blossað upp í fjölda landa. Talsmaður dómsmálaráðu- neytis Slésvíkur og Holtseta- lands sagði í dag, að hakakrosS ar og and-gyðinglegur áróðuí héfði verið málaðir á byggirig- ar og bíla í Kiel. — Þá er til- kynnt um hakakrossa á nokkr- um stöðum í Bretlandi og á einum stað á írlandi. PERTIi, 6. jan. (Reut- er). Læknar hér segjast vera að tapa orrustu gegn galdratrúnaði með- al frumbyggja landsins. 15 ára drengur varð fyrir reiði galdramanns végtia þess, að hann reyndi að komast að hvað gerSist við athöfn nokkra. Stákk galdramaðurinn spýturp í nuinn drengsins og hvað hann mundu deyja. Sórin hafa verið grædd, en drengurinn veslast upp, af því að ekki hefur ver- ið hægt að sannfæra hann um, að hann múndi lifa. Mun aðeins tímaspursmál hvenær hann deyr. WWMWWWMMWWWWWM í l Alþýðubiaðið — 7. janúar 1960 IJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.