Alþýðublaðið - 07.01.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 07.01.1960, Blaðsíða 14
Minningarorð: Benedikt Karvel Benónýsson BENEDIKT Karvel Benó- nýsson, Grundarstíg 11, er Iézt á annan dag jóla, verður borinn til grafar í dag. Hann var fæddur 14. febrúar 1884. Ættar hans og uppruna mun verða getið af öðrum og því eigi minnst hér. Við fráfall hans var höggvið djúpt skarð í hinn fámenna hóp þeirra blindu manna, sem tóku sig fram um að mynda sín eigin félagssamtök til að vinna að þeim hagsmunamálum er snerta blinda og varðar þá mestu. Frá stofnun Blindrafélags- ins fyrir rúmum tuttugu ár- um og t.l dauðadags, sat Benedikt óslitið í formanns- sæti þess með mestu prýði. Stuttu eftir að það félag hóf göngu sína, var innan þess sett á fót vinnustofa fyrir blinda, þar sem blindir karl- ar og konur hafa síðan unnið að burstagerð af miklum dugn Stjörnur Framhald af 16. síðu. hluti Vetrarbrautarinnar. Ald ur fjarlægra stjarna er ákveð- inn með því að mæla hversu mikið rautt er í ljósi þeirra. Ef alheimurinn er að þenjast út þá verða stjörnur þeim mun rauðari, sem þær fjar- lægjast meir. Elztu stjörnurn- ar eru þar af leiðandi þær, sem rauðastar eru, — hafa í lengstan tíma fjarlægst okk- ur. En ef stjörnur í vetrar- brautinni eru of nálægar til þess að vera rauðar, en eru samt taldar 24 milljarðar ára gamlar, þá er einhvers staðar skekkja. HaínarfjörSur TIL sölu M. A. 6 HERB. TIMBURHÚS við Nönnustíg með fall- egum trjágarði. 6 HERB. STEINIIÚS við Selvogsgötu, með úti- húsum og ræktaðri lóð. 4ra HERB. MÚRHÚÐAÐ TIMBURHÚS við Hraunbrekku. 4ra HERB. hús við Vitastíg, með úti- húsum og með vi'ðbygg- ingu og verzlunar-aðstöðu. Góð lóð. Failegt umhverfi. 6 HERB. NÝTT 80 FERM. STEINHÚS við Grænukinn, efri hæð, fullgerð, neðri hæð í smíð- um. Arni Gunnlaugsson hdl. Austurg. 10. Hafnarfirði. Sími 50764 10-12 og 5-7. ii«M*wiin«flTwnirinBiM i»in miifii mh i aði, og notið sjálft þess hagn- aðar, sem sú stofnun hefur veitt, enda verið þeirra eigið fyrirtæki. Enginn af þeim sem þar hefur dvalið, hefur sýnt meiri áhuga og iðni í starfi en Bene- dikt gjörði, þó algjörlega laus við fum og handaskol að hverju sem hann gekk. Öll störf hans og athafnir voru fastmótuð af stillingu og báru vott um mikla vandvirkni og frábæra reglusemi í smáu og stóru. Það féll aldrei skuggi á hans prúða, stillta og virðu- lega fas í umgengni. Það virt- ist aldrei fara meira fyrir hon um en öðrum þrátt fyrir hans mikla áhuga í störfum. En nú þegar hann er horfinn, er eins og hið tóma rúm um- hverfis sætið hans á vinnu- stofunni sé miklu meira en hann virtist fylla út í meðan hann sat þar sjálfur við vinnu. Um ævi sína hafði Benedikt fengið að reyna margt af því, sem flestur veldur þungum harmi. Á unga aldri missti hann sjónina á einni nóttu í veikindum, dóttur 18 ára * missti hann á sviplegan hátt, 12 ára son missti hann einn- ig og aðra dóttur sína á barns- aldri. Að síðustu missti hann svo konu sína og átti aðeins eina dóttur á lífi. í dagfari og umgengni við Benedikt var þó ekki hægt að merkja að neitt hefði mótdrægt fyrir hann komið á lífsleiðinni, að öðru leyti en því að maður hlaut að sjá að hann var blindur. Hann skemmti sér ævinlega af lífi og sál meðal félaga sinna þeg- ar þeir héldu sínar eigin skemmtanir. Og e.nn kostur hans var meðal annars sá, hve meistaralega vel hann kunni að segja frá smásögum og skrýtlum. Þegar honum tókst upp, hljómaði æði oft um- hverfis hann innilegur hlátur og gamanyrði, og mátti þá með sanni segja að hann væri hrókur allg fagnaðar. Hann kunni líka frá mörgu að segja af æskuslóðum sínum vestan- lands. Slíkir menn eru ávpllt kærkomnir hvar sem vera skal, og jafnvel eftirsóttir, en hvergi hafa þeir þó meira gildi eða lýsa betur upp um- hverfi sitt en einmitt meðal blindra. Fyrir þessa hæfileika hans mun meðal annars verða vandfyllt í hans skarð. Starfsfólk Blindravinnustof unnar og félagar kveður nú Benedikt hinztu kveðju og þakkar af heilum hug langa og góða samveru og heillaríka forustu hans í formannsstarfi í félaginu og áhuga hans fyrir þeirra velferðarmálum. Og það treystir því að nú hafi hann öðlast fulla sjón aftur með jafn skjótum haetti og þegar hann missti hana á einni nóttu í æskublóma lífs síns, og að hann dvelji nú meðal horfinna ástvina sinna. B. A. Veiðarfæri Framhald af 13. síðu. um tímabundnum stundar- hagsmunum. Vinna þessa fólks er einn þáttur í fiskveið- unum, og við megum ekki láta hana af hendi frekar en fisk- veiðarnar sjálfar. Lega landsins, mikilvægi fiskveiðanna, orka fallvatn- anna, sem þegar er búið að beizla, duglegt, fjölhæft iðn- verkafólk ásamt tækni nútím- ans, skapa sameiginlega ákjós anleg skilyrði fyrir veiðarfæra iðnað. Á gengi útflutnings- framleiðslunnar og með jafn- rétti f skattaálagningu við hvers konar rekstursform mun hann geta keppt við frjálsan innflutning og verið samkeppnisfær við iðnað vest ræniía þjóða. En það er álita- mál, hvort ekki aá að fara að dæmi Norðmanna og greiða Þjóðhollum útgerðarmönnum, sem kaupa heldur innlenda framleiðslu, þegar hún er á sama verði og útlend, niður innlend veiðarfæri. Fvrst vel efnuð þjóð grípur til slíkra ráða til að hamla á móti sér- hagsmunum innflutningsverzl unarinnar, sem nýtast lítið fyrir þjóðarbúið, því skyldi ekki fátæk þjóð, sem á við gjaldeyriserfiðleika að stríða, framkvæma hliðstæðar ráð- stafanir? Þýzkt mennlngar- kvöld í DESEMBER var haldið fyrsta býzka menningarkvöldið í þýzka bókasafninu að Háteigs- vegi 38, á heimili þýzka sendi- kennarans. Var fjallað um Tho- mas Mann og leikinn á plötu kafli úr síðasta verki hans, sem skáldið sjálft las upp, Thomas Mann má kallast mesti skáldsagnahöfundur og stílsnillingur, sem Þjóðverjar hafa átt á þessari öld. Áhrifa- mesta ljóðskáld hefur hins veg- ar verið Gottfried Benn, sem er fæddur 1886 og dó 1956, og þekktasta leikritaskáld var Bertolt Brecht (1898—1956). Þessi tvö skáld verða kynnt á næstu þýzku menningarkvöld- um, sem verða fyrsta fimmtu- dag í hverjum mánuði. Næsta kynningarkvöld er á fimmtudaginn, 7. janúar, kl. ú stundvíslega. Mun þýzki sendi- kennarinn fyrst skýra skáld- skap Gottfried Benns nokkrum orðum, en síðan les skáldið úr verkum sínum af plötu. Öllum er heimill aðgangur. 2,4 jan,iar 1960 — Alþýðublaðið Flugfélag íslands. Millilandaflug: Gullfaxi er væntanlegur til Rvíkur kl. 16.10 í dag frá Khöfn og Glasgow. •—■ Flugvélin fer til Glasgow og K.- hafnar kl. 8.30 í fyrramálið. Inn- anlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Bíldudals, Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Pat- reksfjarðar, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyr- 'ar, Fagurhólsmýrar, Hólma- víkur, Hornafjarðar, ísa- fjarðar, Kirkjubæjarklaust- urs og Vestmannaeyja. Loftleiðir. Leiguflugvél Loftleðia er væntanleg kl. 7.15 frá New York. Fer til Osló, Gauta- borgar og Kaupmannahafnar kl. 8.45. Edda er væntanleg kl. 19 frá Hamborg, Kaup- mannahöfn, Gautaborg og Stavanger. Fer til New York kl. 20.30. Ríkisskip. Hekla kom til R.- víkur í gær að vestan frá Ákur- eyri. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðu- breið er á Austfjörðum á leið til Borgarfjarðar eystra. Skjaldbreið er á Húnaflóa á leið til Akureyrar. Þyrill er á leið til Fredrikstad frá Hjalt- eyri. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl.* 21 í kvöld til Reykjavíkur. Skipadeild SÍS. Hvassafell fer í dag frá Stettin áleiðis til Reykjavík- ur. Arnarfell er í Kristian- sand. Jökulfell er á Skaga- strönd. Dísarfell fer í dag frá Reykjavík til Húnaflóahafna. Litlafell losar á Austfjörðum. Helgafell er væntanlegt til Ibisa í dag. Hamrafell fór framhjá Gibraltar 4. þ. m. á leið til Batum. Eimskip. Dettifoss fór frá Norðfirði 4/1 til Hull, Grimsby, Am- sterdam, Rostock, Swinemún- de, Gdynia, Ábo og Kotka. Fjallfoss fór frá London 5/1 til Hamborgar, Kaupmanna- hafnar, Stettin og Rostöck. Goðafoss fór frá Hull í gær til Antwerpen. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn 5/1 til Leith, Thorshavn og Reykja- víkur. Lagarfoss fór frá Flat- eyri í gær til Þingeyrar, Bíldu dals, Faxaflóahafna og Rvík- ur. Reykjafoss fór frá Siglu- firði í gærkvöldi til Akureyr- ar. Selfoss fór frá Ventspils 4/1 til Reykjavíkur. Trölla- foss kom til Árhus 4/1, fer þaðan til Bremen og Hamborg ar. Tungufoss fór frá Kefla- vík 5/1 til Breiðafjarðai'- hafna, Akraness og Rvíkur. Hafskip h.f. Laxá fer frá Reykjavík 6. þ. m. til Bolungarvíkur. ................... i II Veðriðs S og SV stinningskaldi — skúrir. , rfinimíiidagur Næturvarzla vikuna 2.—8, janúar er í Vesturbæjar apó- teki, sími 22290. -o- Kvenfélagið Bylgjan. —« Fundur í kvöld kl. 8.30 að Hverfisgötu 21. Munið að taka með handavinnu. -o- Hjónaefni. Á gamlársdag opinberuðu trúlofun sína ung frú Oddný Bjarnadóttir, Hof- teigi 4, og Stefán Stefánsson, Hringbraut 84. -o- Listmunahappdrætti skáta, Dregið hefur verið í listmuna happdrætti skáta og komu þessi númer upp: 1. Kaffistell nr. 16988. 2. Sófaborð 12889. 3. Hálsfesti 1497. 4. Skraut- casi 601. 5. Keramikvasi 3001. 6. Sama 17721. 7. Sama 238. 8. Sama 3527. 9. Sama 5547. 10. Sama 14912. 11. Sama: 17174. 12. Sama 18800. 13. Hálsfestj 5855. 14. Dúkur 17440. 15. Skál 5966. Vinn- inganna má vitja í Skátabúð- ina, Snorrabraut. *k Bibllubréfa-skólinn óskar öllum nemendum sínum bless unar guðs á nýja árinu með einlægu þakklæti fyrir á- nægjulegt samstarf á liðnu ári. Þökk fyrir alla aðstoð skólanum til handa. Þökk fyrir vinsamleg bréf, sem bera vott um andlegan áhuga nemendanna og góðvild. Ver- um enn samtaka í því að beina athygli manna að sann- indum biblíunnar og því hversu hún hjálpar mönnum til að leysa vandamál lífsins. Biblíubréfaskólinn, pósthólf 262, Reykjavík. 12.50—14 „Á frí vaktinni.“ 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna. 18.50 Framburð arkennsla í frönsku.19 Tón- leikar: Óperettu lög. 20.30 Er- indi: Úr skulda- safni íslenzkrar uppeldisþjón- ustu (Hö.íni Eg- ilsson kennari). 20.55 Ensk þjóð- lög: Jennifer Vyvyen syngur með undirleik Ernest Lush. 21.15 Upplestur: Ingimar Erlendur Sigurðsson les frumort Ijóð. 21.30 Ein- leikur á píanó (Ásgeir Bein- teinsson). 22.10 Smásaga vik unnar: „Kien Yang“ eftir Sjen Siuan Yu (séra Sigurð- ur Einarsson þýðir og les). 22.40 Sinfóníutónleikar: Sin- fóna í d-moll eftir César Franck. (NBC-sinfóníuhljóm- sveitin leikur undir stjórn Guidos Cantellis). 23.25 Dag- skrárlok. -o- I.AUSN HEILABRJÓTS: Maðurinn hafði aðeins eitt hár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.