Alþýðublaðið - 15.01.1960, Blaðsíða 2
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson.
— Bitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi
ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson.
— Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að-
setur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—r-10. —
Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði.
VeSkomnir heim!
ÞORMÓÐUR GOÐI var væntarilegur til
hafnar í gærkvöldi. og Úranus í dag. Þjóðin fagn-
ar báðum þessum skipum og áhöfnum þeirra eftir
þunga baráttu þeirra við vetrarstorma Norðvest-
ur-Atlantshafsins.
r
Sérstaklega er í dag ástæða til að samgleðj-
ást fjölskyldum og vinum áhafnarinnar á Úranus,
sem ekkert hafði heyrzt frá á fjórða sólarhring-
Það var vissulega ástæða til að óttast um afdrif
skipsins, eins og aðstæður voru. Varla verður lýst
gleði þeirra er heimta 27 vaska sjómenn úr helju.
Eftirleikurinn hlýtur að vera hinn sami nú
og í fyrra um þetta leyti, þegar verr fór. Það mun
háfa verið samdóma álit landsmanna, að því bezt
varð séð eftir Júlíslysið í fyrra og hrakfarir ann-
ara togara í því ofviðri, að óverjandi væri að senda
togara okkar til veiða vestur á Nýfundnalandsmið
utn háveturinn.
Því verður að treysta, að í framtíðinni verði
gætt ítrustu varúð í þessum efnum. Þjóðin á ekk-
ert verðmætara en sjálf mannslíffp, ng' fyrir þau
verður öllu að fórna.
Narfi
ÞAÐ hefur verið ljóður á ráði íslendinga und
anfarin ár að endurnýja ekki togaraflota sinn jafn
harðan, heldur kaupa marga í einu, en svo enga
árum saman.
Ríkisstjórn Alþýðuflokksins, sem sat að völd
um síðastliðið ár, lýsti sig andvíga þessari stefnu,
og taldi eðlilegt, að ný skip væru smíðuð jafnt
og þétt, þótt ekki væru mörg á ári. í samræmi
við það lét stjómin niður faila áætlun vinstri
! stjómarinnar um 15 ný skip í einu, sem ekki
reyndist framkvæmanleg, og útvegaði lán til
smíða á 5 nýjum togurum- Þetta tókst, og hefur
nú hinum fyrsta togara, sem verða hinir stærstu
í eign þjóðarinnar,, verið hleypt af stokkunum.
Er það togarinn Narfi, eign Guðmundar Jörunds
' sonar. • • • •
• •Þessi stefna Alþýðuflokksstjórnarinnar er
vafálaust rétt og farsæl. Vonandi verður öruggt
framhald á endurnýjun togaraflotans, þannig að
jafnan verði fylgzt með þróun tækninnar og skip-
in byggð í samræmi við þarfir og kröfur hvers
tíma.
iTmdi1 r '^H«»wwfrnTiíMrirnE^^
AskriHarsiminn er 14900
: n
15- jan. 1980 — Alþýðublaðið
'&Wt.
n
::V'
■
. \
v, .
:
WÉsim-Þ
vs
mt
Við komumst nær þarna „Að ferðast á þumalfingrinum1 ‘
................................................................*.....
ýý Óeirðirnar í Mið-
bænum.
ýý Hverjir eru sak-
lausir?
ýý Kærur á lögregluna.
ýý Ætla friðsamir borg-
arar að kalla ósóm-
ann yfir sig.
UNGLINGAÓEÍRÐIRNAR í
Miðbænum eru eins og fúasár á i
andliti Reykjavíkur. I»ær eru ó-
hrjálegt dæmi um hugsunarhátt
þessa lýðs og sannarlega varnað-
ur fyrir bæjarbúa. Tvennt veld-
ur þessu fyrst og fremst, eins og
annars staðar, þar sem slíkt fyr-
irbrigði hefur sýnt sig, námsleiði
og iðjuleysi. — Of margar tóm-
stundir frá skapandi starfi eru
undirrótin og einnig þrúgandi
skólaseta, sem unglingurinn fær
ekki fullnægingu í.
ÞETTA ER ÁKAFLEGA
hættulegt. Glöggir menn hafa
þótzt merkja það undanfarið að
, slíkar óeirðir myndu brjótast út
þá og þegar. Margjr fullyrða að
varla hafi verið fært um Aust-
urstræti fyrir rólynda borgarbúa,
á síðkvöldum vegna æpandi og
hrindandi lýðs, sem sífellt hefur
. fært sig upp á skaftið. Hann er
að leita að ævintýrum, leita að
tilbreytni frá gráum hversdags-
leikanum og vonar að hann
finni hana með því að „fara nið-
ur í bæ til þess að gera sprell“.
EN. TILEFNI ÞESS að ég
m minnist á þetta í dag er fyrst og
fremst það, sem sagt hefur verið
um lögreglupa og framkomu
hennar í sambandi við síðasta
uppþotið. 6að: er furðulegt hve.
annes
h o r n i n u
menn virðast albúnir til þess að
kasta sök á lögreglumenn þegar
slíkir atburðir verða. Það er víst'
að lögreglan fer ekki að skipta
sér af málum fyrr en í óefni er
komið og hún þykist sjá að hætta
sé á slysum og vandræðum.
ÞAÐ NÆR EKKI nokkurri átt
að kref jast þess af henni, að hún
hitti aldrei saklausan fyrir þeg-
ar hún er að skyldustörfum sín-
um í manngrúa þar sem hver
hrindir öðrum og margir eru
þátttakendur. Tveir menn virð-
ast, eftir því, sem Alþýðublaðið
segir frá í gær, ætla að kæra lög-
regluna. Annar stendur sva
nærri óeirðunum með kærustu
sína, að hann verður fyrir kylfu
höggi, hinn hefur verið að snigl-
ast inn á lögreglustöð til þess að
spyrja um hvað sé eiginlega um
að vera.
ÞAÐ LIGGUR í augum uppi,
að ef til óeirða dregur, eiga allir
menn að forða sér þegar; í stað
burt af staðnum svo að ekki séu
aðrir eftir en lögreglan og þeir,
sem v.ilja sjálfir standa í styrj-
öldinni. Ég. hef séð svona upp-
þot og get ekki, þó að ég væri
allur af vilja gerður, sakað lög-
regluna um þó.að kylfuhögg falli
á saklausa. Þarna eru hrinding-
ar. Menn hafa sóðalegan munn-
söfnuð. Sumir standa á bak við
og æsa upp. Aðrir segja við lög-
regluna: „Átt þú götuna?“ „Er
búið að banna nianni að ganga
um Miðbæinn?" •— Og þykjast
svo hvergi hafa nærrj komið.
NÍUTÍU OG NÍU hvers hund-
raðs Reykvíkinga krefjast þess
að skríll fái ekki að leggja und-
ir sig hjarta borgarinnar. Þegar
svo.langt er gengið, að fólk get-
ur ekki í friði farið leiðar sinnar
fyrir óðum lýð, verður að grípa
til gagnráðstafana. Lögreglan
ætti fyrst að tilkynna í lúðri að
allir skuli hverfa af götunni, en
ef því er ekkj hlý.tt, þá ber að
ryðja hana og er þá enginn sak-
laus, sem fyrir er.
STUNDUM ERU óeirðasegg-
irnir með þær afsakanir fyrir of-
beldi sínu, að þeir hafi reiðst lög
reglunni fyrir aðferðir við hand-
tökur. Hver spyr um dóm
þeirra? Enginn. Við krefjumst af
lögreglunni ástundunar, sam-
vizkusemi og gætni, en við kref j
umst ekki síður af henni skyldu-
rækni í starfi og verndunar borg
aranna. Ég segi: Komið ekki
nærri óeirðum. Forðið ykkur taf
arlaust burt ef til óeirða dregur.
Hópur, sem horfir á meðan ver-
ið er að grýta lögreglustöðina,
getur átt það á hættu að verða
allur eins sekur og þeir, sem
kasta sjálfir grjótinu.
EF ÞAÐ VERÐUR látið við-
gangast að hver sótraftur geti
grýtt lögregluna, ofsótt hana vlð
skyldustörf og sótt hana sjálfa til
saka, þá er illa farið. Þá endar
það með því að. skríllinn leggur,
algerlega undir sig aðalgötur
borgarinnar. Þetta er reynslan
erlendis — og við förum að kom'
as á sama stig ef við gætum ekki
að í tíma. Borgararnir eiga að
standa sem heild að baki lög-
reglumannanna þegar þeir eru
að vinna sín skyldustörf. Ef þeir
gera það ekki, gefst lögreglali
upp fyrir ósómanum og borgar-
arnir kalla skrílinn yfir sig.
Hannes á horninu.
Páli postifli I
fyrsfi blaia-
maðurínn
EF PÁLL postuli væri nú
uppi mundi hann áreiðanlega
gerast blaðamaður, sagði Jó-
hannes páfi XXIII. á fundi
með blaðamönnum um dag-
inn. — Bréf Páls postula til
kristnu safnaðanna voru
fyrsta blaðamennska heims-
ins, í orðsins fyllsta skilningi*