Alþýðublaðið - 15.01.1960, Blaðsíða 13
ImcíPfur?!
• am
mr
'■.Ckxmirvm
, w&re a
aAiwrt
íc«t« i nm>m
< .íhOh.- , íí.t—i.
PROTEIN
LONDON. — Brezkir vís-
indamenn hafa búið til tæki,
sem framleiðir eggjahvítuefni
úr grasi eins og kýr og hestar.
Sá tími kemur að- þetta tæki
auðveldar fæðuöflun milljóna
manna um heim aílan. Ríkis-
stjórnir Indlands, Ghana, Ní-
geríu og ýmissa annarra landa
í Asíu og Afríku hafa mikinn
áhuga á þessari aðferð.
Eggjahvítuefni eru nauðsyn
leg í fæðu manna. Þau eru í
öllum jurtum og grösum. En
LANDIÐ er stórt — en
þjóðin fámenn. — Verkefnin
mörg og allsstaðar er kallað
á fjármagn til framkvæmd-
anna. — Þannig er það nú og
hefur verið um langan tíma.
— Miklar framkvæmdir
standa yf.r — sérstaklega hús
byggingar. Erlend lán hafa
verið tekin til margra nytsam
legra framltvæmda, en samt
sem áður er nú þörfin og á-
sóknin á meira lánsfé meiri
en nokkrn sinni fyrr. — Ó-
vissan um framtíðarhorfur í
efnahagsmálum þjóðarinnar
hefur orðið til þess, að marg-
ir vilja leggja fé sitt í bygg-
ingar í þeirri von, að verð-
mæti þeirra haldist, enda þótt ■
krónan verði verðminni.
Fjármagnið hefur leitað í
byggingar fyrst og fremst,
þar hefur og hagnaðarvonin
-tfappdrætti
HÁSSCÓLANS
eða hvað?
Eggjahvíta
unnin úr
korni
þrátt fyrir það eru fjölmargir
íbúar í Asíu og Afríku van-
n-ærðir, þar eð þeir hafa engin
tök á að útvega sér mjólk eða
kjöt.
Hi-n nýja aðferð við að
vinna eggjahvítuefni úr plönt
um er í því fólgin að raflost-
öldur brjóta niður frumur
plöntunnar og breyta henni í
vökva, sem inniheldur eggja-
hvítuefni, olíu og trefjar.
Trefjarnar eru síðan notað-
ar í pappír, en olían og eggja-
hvítuefnin til manneldis.
Myndin sýnir hvernig plant
an breytist í eggjahvítuefni
og trefjar og þrotnar niður í
ýmis önnur efni.
NÝLEGA barst mér í hend-
ur „Vísir“ frá 5. þ. m. Þar sá
ég frétt frá Selfossi, og hafði
ég ekki áður heyrt neit frá
þessu sagt. Ég hugsa með
sjálfum mér: Þetta er auðvit-
að sunnið undan rifjum frétta
ritara blaðsins á Selfossi. Allt
af snöggur karlinn, enda hef-
ur hann nokkra sérstöðu hvað
svona fréttir snertir, þar sem
hann hefur „innangengt“ að
svona plöggum. Daginn eftir,
6. þ. m., las ég svo sömu frétt
í „Tímanum“.
Þá varð mér að hugsá:
„Tímamenn hafa þá lyst á í-
haldsfréttunum, þrátt fyrir
harða íhaldsandstöðu flokks-
ins, er að blaðinu stendur."
En þegar ég fór að hugleiða
frásögn blaða þessara af þess
um atburði, fannst mér svo-
lítið hárugt við frásögnina, en
datt þá í hug að þetta kynni
að stafa frá því að í haust rif-
brotnaði fréttaritari „Vísis“ í
íbílslysi, og hafa sennilega
brákuðu rifin haft áhrif á það,
sem undan rifjum mannsins
rennur síðan, ■
G/s// Sigurbjörnsson:
íslenzkt framtak
verið einna mest, enda hafa
margir reynt að kaupa sér í-
búðir, það hefur verið talið
einna öruggast á þessum við-
sjálverðu tímum.
Fjármagn er því lítíð til
annarra nauðsynlegra hluta.
— Erlend lán eru tekin til
skipakaupa, orkuvera og
hvers konar stærri fram-
kvæmda, en þrátt fyrir allar
lántökur, þá skortir mikið á,
að nægilegt fjármagn sé til
margra nauðsynlegra hluta.
Talað er um, að fá erlent
fjármagn til landsins. Fyrst
og fremst er reynt að fá lán
til lengri tíma — en ekki er
víst hversu lengi er enn hægt
að ganga á þeirri braut —
öllu eru takmörk sett. — Þá
er talað um að fá erlent fjár-
magn til þess að koma á stofn
nýjum fyrirtækjum með
beinni aðild erlendra manna
í stjórn og rekstri þeirra. Um
þetta er nú rætt og ritað en
mjög margir Jslendingar eru
þeirrar skoðunar, að ef við
getum ekki sjálfir — tneð eða
án erlends lánsfjár — séð um
framkvæmdir, þá sé bezt að
láta hlutina ógerða. — Þess
vegna er líka ekki ráðist í
margar nytsamlegar fram-
kvæmdir. Okkur þykir svo
gaman að tala um landið okk-
ar — auðlegð þess og mögu-
leika — en ef einhver ætlar
með aðstoð erlendra manna
og fjármagns — að notfæra
þessa auðlegð og möguleika,
þá eru allar bjargir bannað-
ar, einfaldlega með lagasetn-
ingum, sem segir að 51% af
hlutafé skuli vera innlent og
allir í stjórn fyrirtækisins
skuli vera heimilisfastir á ís-
landi.
Á þessu þarf að verða
breyting, og ég held að hún sé
að gerast. — Fleiri og fleiri
sjá að við getum ekki févana
notað möguleikana, okkur
skortir ekki aðeins fjármagn,
heldur og oft þekkinguna
líka. En enda þótt íslendingar
fari að hugsa líkt og aðrar
þjóðir — og óski eftir erlendu
fjármagni til nýrra fram-
kvæmda í landinu, þá er það
ekki eins auðhlaupið og sum-
ir telja.
Fyrst og fremst þarf að
koma fjármálum og viðskipta
málum þjóðarinnar í það horf,
að íslenzka krónan verði
skráð aftur erlendis, — en
um nokkurt skeið hefur ekk-
ert skráð gengi verið þar á
henni, og hún óseljanleg með
öllu. — Vonir standa til að
þetta takist, enda ástæðu-
laust að tala meira um öll
þessi mál, ef svo verður ekki.
— Traust á íslenzkum gjald-
miðli er frumskilyrði þess, að
hægt verði að fá hingað erlent
fjármagn í stórum stíl. — Þá
kemur næst, að kynna er-
lendum aðiljum þá mögu-
leika, sem fyrir hendi eru —
enda verði löggjöfinni breytt
þannig, að þeir fái athafna-
frelsi í nánu samstarfi við ís-
lendinga sjálfa.
Framh. á lá. síðu.
Mér dat því í hug að eiga tal
um þettia við yfirlögreglu-
þjóninn á Selfossi, Jón, Guð-
mundsson, enda hægt um
hönd, þar sem hann er næsti
granni minn.
Er ég hitti Jón færi ég þetta
í tal, og að þeir nafnar Jón
Sigurðsson hafi þá ekki alveg
setið lauðum höndum á nýárs-
nótt.
— Nei, segir Jón. — Við
getum alltaf búizt við að eitt-
hvað líkt þessu komi fyrir
þegar dansleikir eru hér, því
eðlilega er þar misjafn sauður
eins og gengur.
— Svo þið hélduðað -þetba
væri strokufangi af Garðin-
um? segi ég. ‘
—- Nei, síður en svo, svnrar
Jón, — enda var ég beðinn að
fjarlægja Ameríkana úr Sel-
fossbíó. Þar eru líka starfandi
vel enskumælandi menn, svo
ekki þurfti um þetta að villast.
Jæja segi ég, liggur þá
svona í þessu. Mér fannst þetta
líka einhvernveginn liggja
milli línanna í fréttinni. Líka
rveirég gð ,þi§, .nafnarnir eru
' " ekki ffhá „þúnfflr'írmns of gef
ið er í skin í blöðum þessum.
Ég skal ekkert um það segja
svarar Jón af sinni alþekktu
hðgværð.
Fréttamanninum hefur má-
ske þótt það betri blaðamatur
að segja frá þessu á þennan
veg.
Annars er kannski rétt að
bæta því við að rnaður þessi
sem við tókum þarna var al-
veg „dauður“ og rakniaði ekki
við fyrr en niður á Litla-
Hrauni, þegar við fórum að
taka af honum flest lauslegt
eins og venja er undir sömui
kr i ngumstæðum.
Spurði ég htamn þá um fé-
laga, og hélt hann að þeir
kynnu að vera í Hveragerði.
Maður þessi fékk að öllu
leyti sömu meðferð og af-
greiðslu sem aðrir menn er
líkt stendur á urn, og fyrir
okkur er ekki í annað hús að
venda en Litla-Hraun er líkt
stendur á, þar sem hér er eng-
in geymsla fyrir menn undir
svona kringumsæðum. Það er
annars best að ég lofi þér að
sjá skýrslu þá, er ég gaf sýslu-
manni um meðhöndiun okkar
á þessum manni.
Eg þakkaði Jóni lögreglu-
þjóni fyrir gef nar upplýsingar.
Eftir lestur skýrslunnar
sanfærðist ég um það, — að
„fleira getur brenglast en
lenkurinn“.
Og í trausti þess að bezt sé
jafnan að hafa það er sannara
reynist, sendi ég þessar línur.
Sannleikur á að vera sagna
beztur.
G.J.
Alþýðublaðið — 15. jan. 1960