Alþýðublaðið - 15.01.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.01.1960, Blaðsíða 3
Á BÆJARRÁÐSFUNDI þann 12. þ. m. voru lagðar fram á- ætlanir bæjarverksfræðings um gatnagerðarframkvæmdir á þessu ári. Kemur þar m. a. fram að til lagfæringar á Miklu braut mun verða varið rúmum 4 milljónum króna. Til lagfær- ingar á Suðurlandsbr. verða varið 700 þús. Og í eftirtaldar götur mun verða varið fé sem hér segir: Háaleitisbr. 2 milljón ir. Veghúsastíg 110 þús. Gunn- arsbraut 590 þús. Nóatún 970 þús. Langahlíð 625 þús. Skip- holt 110 þús. Laugaveg- Suður- landsbraut 300 þús. og til hellu- lagningar á Ásvallagötu 40 þús. Auk þess voru eftártaldar gatnagerðarframkvæmdir sam- HWWWWWWWWWWMWMW Frumsýning LEIKFÉLAG Reykjavík- ur frumsýndi í gærkvöldi gamaniekinn Gestur til mliðdegisverðar, eftir G. S. Kaufman og Moss Hart. Leikhúsgestir tóku sýning unni mjög vel og veltust um í sætum sínum af kát- ínu meðan á honum stóð. Myndin er af þeim Gísla Halldórssyni, Sigríði Haga lín og Brynjólfi Jóhannes- syni í hlutverkum sínum. Brynjólfur fer með aðal- hlutverkið. þykktar: Kringlumýrarbraut 450 þús. Kringlumýrarbraut — (undirbúningur eystri akbraut- ar) 450 þús. Hallarmúli 250 þús. Ármúli 640 þús. Stigahlíð 120 þús. Safiamýri 1,1 millj. — Alftamýri 520 þús. og Star- mýri 110 þús. Tvær vikur EFTIR réttar tvær vik- ur> föstudaginn 29. janúar, verður liðið það hlé, sem gert var á störfum alþing- is í byrjun desembermán- aðar- Benda a'llar líkur til, að þingið verði kallað sam an þann dag til að 'hefja störf á nýjan leik. Talið er víst, að ríkisstjórnin muni einhvern fybstu daga þingsins leggja fram frumvörp sín um hið nýja efnahagskerfi, sem ráðherrar hafa boðað. Hef- ur ríkisstjórnin setið á stöðug- um fundum nær allt þinghlé, og munu fá dæmi þess, að ríkis- stjórnir hafi haldið svo marga og langa fundi á svo skömmum tímia. sínu ráðuneyti unnið að endur- skoðun fjárlagarfumvarpsins í samræmi við þær aðgerðir, sem Þá hefur fjármálaráðherra í sjórnin hefur rætt urn. Má bú- ast við, að hið endurskoðaða frumvarp verði lagt fram ein- hvern fyrstu daga þingsins. FLOKKSSTJÓRNAR- FUNDUR. Álþýðuflokkurinn hefur boð- að flokksstjórn sína til fundar í Reykjiavík laugardaginn 23. þsssa mánaðar, eða tæpri viku áður en þing kemur saman. — Mun fundurinn fjalla um hinar fyrirhuguðu ráðstafanir, sem ríkistsj órnin hefur undirbúið. Flokksþing Álþýðuflokksins kemur siaman annað hvort ár. Það kýs miðstjórn 27 manna úr Framhald á 7. síðu. Þormóður goði ÞORMÓÐUR GOÐI kom til Reykjavíkur í gær- kvöldi af veiðum frá Ný- fundnalandsmiðum. — Kl. 22,10 kom hann á ytri höfn ina og lagðist að bryggju kl. 22.45. Fjöldi fóllcs hafði safn- ast saman á bryggjunni til að taka á móti skipinu, — bæði aðstandendur skip- verja og aðrir. Skipverjar virtust allir hressir og kátir þrátt fyrir langa os stranga útivist, enda komnir einu sinni enn heilir í höfn með full- fermi. Myndirnar á forsíðunni eru frá komu togarans.— Efri myndin er af Þormóði þegar hann er að leggjast að bryggju og nokkrum hluta mannfjöldans sem tók á móti honum. Hin myndin er af einum skip- verja og svolitlum hópi, sem tók á móti honum, sér staklega og um myndina á þessari síðu þurfum við hreint ekkert að segja. Vilia W iiJCi vegna UPPÞOTIÐ í Miðbænum s. 1. sunnudag hófst með því að ráð- ist var á tvo útlendinga, Salva- tore Tola og Juan Casadesus. — Fyrir rétti bar einn pilturinn, að hann hafi álitið a® þeir væru eiturlyfjasalar. Hann gat þó ekki sannað þá ákæru sína. Þar sem Tola og Cassadesus vilja ekki liggja undir þessum áburði piltsins, hafa þeir sent Saka- dómaranum í Reykjavík bréf, með þeirri kröfu að málið verði rannsakað. Lögfræðingur þeirra er Einar Gunnar Einarsson. — Hér fer á eftir bréf þeirra til sakadómara: „Við undirritaðir Salvator Tola, Barmahlíð 31 og Juan Cassiadesus, Mímisvegi 2A, báð ir í Reykjavík, leyfum okkur hérmeð að fara þess á leit við yður, herra sakadómari, að þér látið í framhaldi árásarmáls Birgis Hólms Björgvinssonar o. fl., fara fram rannsókn á árás þessara manna á okkur, en eins og fram kemur í blöðum bæjar- ins, réðust menn þessir á okk- ur vegna þess að þeir þóttust hafa sannanir fyrir því, að við værum eiturlyfja-sialar. Þar sem áburður þessara manna á okkur og árásarmál þeirra er svo tengt hvort öðru, virðist okkur ekki úr vegi að far,a fram á rannsókn þessa, enda er full ástæða fyrir em- bætti að rannsaka til hlítar, —- hvort kæra þessara manna um eiturlyfjsölu á við rök að styðj ast. Ef svo er, að þér teljið ekki ástæðu til að rannsaka mál þetta frekar, væntum við þess, að þér látið í té yfirlýsingu frá embætti yðar, hvað fram hef- Framhald á 7. síðu. Alþýðublaðið — 15. jan. 1960 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.