Bóndi - 31.03.1851, Síða 8
56
um armi J»ess, en þversnúran eptir hinum, svo menn sjeu vissir
um, að liornin verði rjett bœði að utan og innan og tóptin ekki
hornskökk.
Mönnum kemur ekki saman um, hvort betra sje að hafa
torfveggina afar þykka eður ekki. Að flestum gömlum bæjar-
húsum sjá menn að veggirnir eru fjarska þykkir og eru |>eir
opt allt að 4. álna þykkir að neðan, en opt eru þeir mikið
hlaðnir að sjer einkum að utanverðu. Jað telja menn kost á
þykku veggjunum, að þeir grasgrói fljótara og betur en hinir
þunnu. En valla ætlum vjer að veggir standi mikið betur eða
lengur fyrir það, þó þeir sjeu mjög þykkir; því þegar vegg-
irnir eru mjög þykkir, en hleðslan, ef til vill, heidur mjó, þá
verður moldin svo fjarskamikil innan í veggjunuin, og er þá
hætt við að hún sprengi veggina sundur, ekki sízt geti vatn
lilaupið niður í þá. Vjer ætlum hvern vegg undir einu húsi
nógu breiðan, sje hann 2^ al. að neðan, en sje hann millum
tveggja húsa, þá 3. ál. breiðan. Margir liafa ætlað það betra,
að draga veggina mikið að sjer, svo þeir verði mikið mjórri
að ofan en neðan; en af sliku má gjöra svo mikið, að vegg-
irnir standi ver en ekki betur eptir en áður; og ekki sízt af
því sumir hafa þann sið að hlada vegginn næstum lóðrjettan
að innanverðu, en lilaða liann svo mjög að sjer að utan, að
hann verður frá £ til 1 al. mjórri að ofan en neðan. Jegar
veggur er nú þannig hlaðinn, þá er auðskilið, að fyr en kom-
ið er upp í miðjan vegg, þá er efsta lag hleðslunnar komið
inn fyrir alla hleðslu að neðanverðu, svo að allt það sem þá
er eptir af hleðslunni að utanverðu, hvilir á hinni lausu mold,
er þá auðsætt, að þungi ytri hleðslunnar sígur á moldina, en
moldin leitast aptur við að sprengja frá sjer hleðsluna að inn-
anverðu. Sumir blaða vegginn dálítið að sjer bæði að utan og
innan upp að miðju, siðan láta þeir bann slá sjer næstum því
eins inikið út aptur, gjöra þeir þetta afþeirri ástæðu, að Iielzt
vill siga bunga á miðju margra veggja; en þess er gætandi,
að slíkt kemur optast til af því, að veggjunum er hroðað upp
úr blautum strengjum, þeir hafðir fjarska þykkir, moldin troð-
in of fast innan í þeim, og þeir ekki bundnirnógu vel. 5eg-
ar menn hafa þjetta leirmold innan í veggi, þá verða menn að
troða moldina svo, að miðja veggjarins verðí hjer um bil jafn-
þjett hleðslunni, en ekki þjettari; og torfvegg má ekki binda
minna en svo, að hann sje þverbundinn með fetsbreiðum streng,