Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1865, Side 12

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1865, Side 12
12 fara, þvi mín augu liafa séð þitt hjálpræði•>; þeir rekja hans hjálpræði frá vöggunni til grafarinnar, og í ellinni sjá þeir það í góðum börnum, góðri samvizku og vissu trúarinnar, að þeir séu guðs börn; að síðustu kemur dauðinn eins og engill friðarins og lykur augum þeirra í von og trú á Jesú verðskuldun, um leið og þeir með deyjandi róm hafa hans heilaga nafn á vörunum; þeir höfðu verið friðarins börn, og friðarins guð flytur sálir þeirra lii friðarins bústaða. liÆN MÓÐURINNAH. Sjómaður nokktir var á heimleið, og átti að sigla fram hjá nesi einu, þar sem opt var vindasamt; skall þá á hræðilegt ofviðri. Móðir hans hafði frétt, að það sæ- ist til lians hinurn megin við nesið, og beið hún eptir að sjá son sinn, rneð þeirri löngun og áhyggju, sem einungis getur búið í móðurbrjóstinu. En nú hafði of- viðrið skollið á, einmitt þegar skipið var þar, sem leiðin var hættulegust. Hún var nú hrædd um, að svo kynni að vera, að sá og sá svipurinn, er þaut yflr hið ólg- anda djúp, væri að kveða líksönginn yfir syni hennar; en hún hafði sterka trú á guði, og bað hann af hjarta að frelsa líf sonarins. En það leið ekki á löngu, áður sú fregn barst, að skipið hefði týnzt. Maður hennar, sem var guðleysingi, hafði hingað til setið þegjandi með ólund, en nú grét hann hástöf- um. Móðirin lét sér þetta eitt um munn fara: »|>etta er í höndum Guðs, sem gjörir alla hluti vel»; sál henn- ar auðmýkti sig enn á ný, og hún bað hástöfum til guðs

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.