Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1866, Qupperneq 2

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1866, Qupperneq 2
2 því, að menn í daglegu tali segja, að þeim og þeim segi fyi'ir; opt vill það til, að hver mæðan einsogbýð- ur annari heim, að hver sorgarfregnin rekur aðra, eins og vér sjáum dæmi upp á í lífi hins réttláta Jobs. Mannlegri skynsemi veitir ávallt torvelt að skilja, livers vegna láni og óláni er svo misjafnt niður skipt í lífi manna. Trúin er hið eina, sem getur gjört oss þetta skiljanlegt eptir leiðbeiningu guðs orðs. I’að sem í daglegu tali er kallað lán og ólán, er í guðs orði nefnt guðs blessun og hegning. I’að er þessi guðs blessun, sem Salómon talar um, þegar hann segir, að ætlanir þínar muni fá framgang, ef þú felir drottni öll þín verk. Skýrum nú fyrir oss þetla tvennt: livað orðið «guðs blessun» þýðir, og hvernig vér eigum aðfela drottni öll vor verk, svo vérgetum orðið hennar njótandi. Orðið guðs blessun innibindur þau afskipti guðs af högum vorum, að hann láti allt, sem oss snertir, verða sjálfum oss og öðrum til sannarlegra nota. Guðs blessun og hegning mismuna æfinlcga að því leyti frá láni og óláni, að þær beinlínis eru skoðaðar sem guðs verk, og sýna hin nákvæmu afskipti hans af högum vorum, sýna lians rélllátu, gæzkuríku en opt leyndardómsfullu stjórn á lífi voru, því það er drottinn, sem lætur ætlanir vorar fá framgang, eins og Salómon segir, ef vér felum honum öll vor verk, það er að skilja, hann blessar oss og vorar athafnir, vorn inngang og útgang, vorn kross og þján- ingar, vort líf og vorn dauða, og lætur það allt saman verða sjálfum oss og öðrurn til góðs. Lán og ólán köllum vér þar á móti þá viðburði og þær aíleiðingar verka vorra, sem bæði eru oss að

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.