Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1866, Blaðsíða 4

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1866, Blaðsíða 4
4 ingarleysi ekki gcti orðið blessunarrík fyrir þann, sem þiggja á. Engum manni er því veitt að geta komizt bjá mæðu eða óláni, né að vera viss um, að sú gæfa eða lán, sem fvlgir honum á vissum kafla æfinnar yfirgefi hann ekki, þegar minnst vonum varir, og i þessum skiln- ingi á það við, sem einn spekingur fornaldarinnar sagði, að enginn gæti sæll heitið fyrir skapadægur sitt; en þar á móti heflr guð lagt á mannsins vald að geta á- vallt verið viss um hans blessun, og að komast hjá hans liegnandi óblessun; meðalið og vegurinn lil þessa liggur í þeim orðum Salómons, að þú skulir fela drottni þín verk, því þá muni þínar ætlanir framgang fá. I*ú felnr drottni þín verk, þegar þú í öllum fyrir- tækjum þínum og athöfnum snýr huga þínum til gjaf- arans alls hins góða með heitri og innilegri bæn um, að hann blessi áform þín og starfa; bænin er hinn fyrsti vegur til þess að fela drottni sín verk, svo að ætlanir þínar fái framgang. Forfeður vorir létu langtum fremur en vér bænina vera byrjun og enda starfa síns; þeir byrjuðu hvern dag með ákalli til guðs, þegar þeir risu úr rekkju sinni, og enduðu liann með þakklæti til hans fyrir hinn aflokna starfa og bæn um að vernda sig á nóttinni, sem fór í bönd; þeir kenndu börnum sínum að biðja á sama liátt; þeir neittu aldrei fæðu sinnar án þess að þakka guði fyrir liana og biðja hann að blessa sérliana; þeir hófu enga ferð frá lieimili sínu án þess með beru höfði að beið- ast lians blessunar og fulltingis á þeirri ferð, sem þeir átlu fyrir liöndum. Verið getur, að bænir þeirra hafi stundum orðið að vana,að orðum, sem liugurinn .ekki fylgdi; en lijá mörgum og við mörg tækifæri heflrbæn-

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.